20.2.2009 | 22:02
Annað er nú líklegra. Sumt af þessum fæðubótaefnum er óþverri, framleitt af glæpalýð.
Yfir landsmenn rignir alls konar fæðubótarefnum, sterum og ólöglegum lyfjum.
Margt af því hefur Lyfjastofnun ekki samþykkt, en það kemur þá í pósti eða á annan hátt.
Þessi efni eru í einhverjum tilfelum framleidd við verstu aðstæður af óprúttnum glæpamönnum.
Þeim er slétt sama hvort innihaldið er geislavirkt, eitrað eða með einhverja vírusa eða bakteríur.
Annars geta sjúkdómar og ýmis áföll komið fram á nöglum. Svo sem slagæðavandamál í útlimum, skjaldkirtilssjúkdómar, sýking, slæm lungnabólga með háum hita, bronkítis, psoriasis, súrefnisskortur, járnskortur, hjartasjúkdómar, lifrarsjúkdómar, sykursýki, mislingar, hettusótt og skarlatssótt.
Svo getur vannæring og ýmis málningarefni farið illa með þær neglur og auðvitað ef eitrað er fyrir manni.
Ég vona að þingmaðurinn sé við góða heilsu en heldur væri nú betra að treysta á íslenska lækna og þau lyf og efni sem þeir útvega, frekar en eitthvað frá Chernobil eða Guð veit hvaðan.
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2010 kl. 15:29 | Facebook
Athugasemdir
http://www.medicalnewstoday.com/articles/37731.php
Svona sem jarðbundnara gæmi. Píslarvættið klæðir honum sennilega betur að eigin dómi. Það þarf ekki annað en að googla: "Dangerous side effects supplements" til að finna svar við þessu. Einnig nokkuð víst að Árni hafi sýnt hóf í þessu frekar en öðru.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.