Af hverju vill Samfylkingin ekki sjá tillögur eða skýrslu Evrópusambandsins um fjármálaeftirlit?

Áður var bankaeftirlit innan Seðlabankans. Svo var stofnað sérstakt Fjármálaeftirlit. Ekki eru menn á eitt sáttir hvort fyrirkomulagið er heppilegra.  Ný skýrsla ESB um fjármálaeftirlit ætti því að vera happafengur fyrir alla sem fjalla um skipulag seðlabanka, fjármálaeftirlit og samtengingu þeirra stofnanna.   

Samfylkingin sem vill að við göngum í ESB, ættu að vera fremst í flokki þeirra sem vilja haga lagasetningu í samræmi við stefnu ESB.  

Nú  bregður svo við að Samfylkingin vill ekkert vita af málatilbúnaði Evrópusambandsins eða faglegum vinnubrögðum yfirleitt. 

Ekki verður hjá því komist að hugleiða hvort ríkisstjórnin hafi nokkur gagnleg áform yfirhöfuð.   

 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband