Lögreglan hefur staðið sig mjög vel - meðalhóf og stilling.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, lögfræðingurinn Stefán Eiríksson hefur meðalhófsreglu  stjórnarskrárinnar í heiðri og hefur staðið mjög vel verki að undanförnu. 

Lögreglan hefur haft sig eins lítið í frammi og mögulegt er og forðast að hella olíu á eldinn sem nú kraumar undir í samfélaginu.  

Það er miklu meira íslenskt að Geir Jón yfirlögregluþjónn gefi mönnum í nefið en að kalla í  gasmennina frá ríkislögreglustjóra til að framkalla hér stjórnarbyltingu.  Það færu létt með ef þeir gengju í skrokk á friðsömum mótmælendum eins og vörubílstjórum forðum.     

Það var einnig ákaflega skynsamlega tekið á aðsúgnum að lögreglustöðinni og allt málið tónað niður. 

Þeir sem þar áttu í hlut þurfa ekki að kvarta og máttu vissulega búast við gasi í augun þegar þeir voru byrjaðir að berja upp hurðir með staur.  

Þegar ástand á vettvangi er komið á slíkt stig er á ýmsu von.  Gasi  í augu frá lögreglu, átökum aðila og meiðslum. Mótmælendur gætu hent grjóti í höfuð viðstaddra o. s. frv.  

Það er lögbrot hjá forráðamönnum barna og unglinga að vera vísvitandi staddir á slíkum vettvangi með börn sín.  

   


mbl.is Á ekki von á byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband