4.11.2008 | 19:35
Fjölmiðlafrumvarpið strax - eða Alþingiskosningar strax.
Mesta ógæfa Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetaembætti var að stöðva fjölmiðlafrumvarpið hér um árið.
Það þýddi að fjármagnseigendur fengu vald yfir almenningsálitinu. Þeir voru orðnir valdameiri en alþingismenn og rétt kjörin ríkisstjórn.
Íslenska þjóðin hefur aldrei kosið fjármagnseigendur sem slíka, til að stjórna neinu í landi hér.
Nú ber alþingismönnum að koma í veg fyrir samþjöppun fjölmiðlavalds og samþykkja þegar í stað lagafrumvarp.
Svo á Samkeppnisstofnun þegar í stað að láta til sín taka vegna nýjustu frétta af fjölmiðlamarkaði.
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.