11.3.2013 | 15:49
Ekki orð að marka Guðmund Steingrímsson.
Hann sagðist ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust þann 21. febrúar s. l.
Því lýsti hann yfir í morgunútvarpi Rásar tvö.
Nú í mars segir hann hins vegar nei við vantrausti.
Það er nákvæmlega ekkert að marka Guðmund Steingrímsson.
Sem leiðir nýtt dulbúið útibú fra Samfylkingunni.
Tillaga um vantraust felld á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
He he he...hún Jóga mín lætur ekki einhverja sjalla titti fella sig,það þarf meira til. Þessi vantraust tillaga er Þór Sari til skammar og einnig þeim sem hana studdi.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 16:10
Nei Helgi hún sýnir þvert á móti að Þór er full alvara með að vinna með þjóðinni að brýnustu málenfnum hennar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2013 kl. 17:33
Þú meinar Djóga þín... t.d. ertu ekki að Djóga hvað þetta er léleg ríkisstjórn. Eða ertu ekki að Djóga hvað hún er ömurlegur forsætisráðherra sem skattleggur heimili og atvinnulíf út úr kortinu, sendir fólk úr landi að leita að vinnu og stendur í vegi fyrir uppbyggingu og níðist á stjórnarskránni með fasískum tilburðum og ólýðræðislegum vinnubrögðum og sleppir spurningunni um ESB í stjórnarskrárskoðanakönnuninni og var í ríkisstjórn í hruninu og miklumeira djóg
Ertu ekki að Djóga!!
Hef heyrt að MS ætli að birta þetta framan á næstu mjólkurfernu!
Burt með Djógið (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 18:50
Sammála þér Helgi að tillagan var til skammar.
Algerlega fráleitt að ætla þingmönnum að setjast í þjóðstjórn fram að kosningum.
Núverandi stjórn hefði eðlilega setið sem starfsstjórn eins og venja er.
Nema að hægt hefði verið að mynda nýjan meirihluta.
En þjóðstjórn. Alveg fráleitt að setja slíkt í tillöguna.
Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.