Utanríkisráðuneytið fær ellefu þúsund miljónir á ári.

Í samanburði við staurblönk sjúkrahúsin er Utanríkisráðuneytið fullkomlega óþörf stofnun á erfiðum tímum.

Engu að síður fær þetta handónýta skrímsli 11. miljarða króna á ári af almannafé.

Og nú þegar ungur faðir þriggja barna situr líklegast saklaus í ógeðslegu fangelsi. 

Þar sem hann er barinn, á von á að verða nauðgað eða drepinn.

Þá upplýsir sviðstjóri Utanríkisráðuneytisins að ráðuneytið sé ekki fyrir okkur íslenskan almenning. 

Hlutverk þess sé ekki annað í málinu en að útvega lögmann og fylgjast með. 

Er þá ekki hreinlega kominn tími til að leggja ráðuneytið niður sem fullkomlega óþarfa stofnun þegar eitthvað liggur við.

Utanríkisráðuneytið gæti sem best verið í einu herbergi í forsætisráðuneytinu.  

Samkvæmt heimasíðu Utanríkisráðuneytisins eru fjórir sendiherrar þar án nokkurra tilgreindra verkefna.

Er það til of mikils mælst að einhver þeirra fari þarna niður eftir til að sýna að okkur er alvara?  Mættu mín vegna allir fara.

Og sýna tyrkneskum yfirvöldum að við munum reyna að vekja eins mikla alþjóðlega athygli á framferði þeirra og við getum. 

Það eina sem þau mögulega skilja er að tekjur af ferðaþjónustu detti niður og eiga það hreinlega skilið. 

Davíð Örn er faðir, sambýlismaður, sonur og frændi. 

Gæti verið úr hvaða íslenskri fjölskyldu sem er.

Ekki maður sem sýnt hefur verið fram á að hafi ætlað sér að brjóta nein lög.

Og hafi einhver lög verið brotin skrifast það algerlega á tyrknesk yfirvöld. 

Við erum ennþá ekki það firrt Íslendingar að við látum okkur ekki varða um slíkt.

Nema Össur auðvitað sem telur sig og ráðuneytið ekkert eiga að gera frekar.

En að spjalla við aðalræðismanninn í Tyrklandi og fylgjast grannt með eins og það heitir í ráðuneytinu.

Fylgjast með hverjum andskotanum?  

Það er ekki einu sinni vitað í hvaða fangelsi Davíð Örn er vistaður. Í morgun var ekki einu sinni vitað hvaða lögmann hann hafði.

Össur Skarphéðinsson er sams konar gripur og Þorgeir Hávarsson.

Fær eitt tækifæri á ævinni til að gera samfélagi sínu eitthvað gagn. 

Og ætlar að klúðra því. 

Guðsvolaður aumingi er blessaður maðurinn.  

 

  


mbl.is Davíð Örn enn í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Utanríkisráðuneyti yfir hverju?

Það er ekki hægt að fara í sendiráð Íslands í Washington D.C. til að fá Schengen visa til að koma til Íslands, það verður að fara í danska sendiráðið.

Til hvers andskotans er verið að moka í þetta ráðuneyti miljarða þegar Ríkissjóður hefur ekki efni á því?

Leggja niður sendiráðin og reka alla sendiráðsstarfsmenn, þau geta ekki gert neitt hvorteð er.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.3.2013 kl. 23:26

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sendiráðin fá ekki nema þrjá miljarða af þessum ellefu. 

Össur leikur sér með þessa átta sem þá standa út af borðinu.

Hann eyðir hálfum til heilum miljarði bara í það að halda svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu fjarri valdabrölti sínu heima við.

Friðargæsla heitir það, þar sem framlögin í seinni tíð eru falin í mörgum fjárlagaliðum svo að við getum síður áttað okkur á því.

Sem sjálfstæð þjóð verðum við vissulega að vera með sendiráð í helstu stórveldum heimsins. 

En það mætti ábyggilega fá inni hjá norðurlandaþjóðunum og spara töluvert.

Í Reykjavík eru meira að segja sendiráð Breta og Þjóðverja í sama húsinu.  Hver hefði trúað því?

En ég er sammála þér að það er fráleitt að moka átta miljörðum á ári í Utanríkisráðuneytið. 

Þegar sjúkrahúsin eiga hvorki fyrir lyfjum eða launum.  

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 23:51

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú manst annars hvað Mogens Glistrup sagði um þörfina á dönsku varnarmálaráðuneyti.

Það þyrfti hreint ekkert slíkt.

Aðeins símsvara sem segði á rússnesku:  Við gefumst upp. 

Viggó Jörgensson, 11.3.2013 kl. 23:55

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er hægt að leigja skrifstofu í sendiráðum annara ríkja og hafa tvo á skrifstofuni, það þarf ekkert fleirri því að sendiráðinn gera ekkert hvorteð er nema fara í party hjá öðrum sendiráðum. Spurðu bara Jón Balvin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.3.2013 kl. 00:02

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Komdu heim.

Við kjósum þig strax á þing og gerum þig að utanríkisráðherra.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 01:13

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Á ég atkvæði hjá þér, ég mundi afnema verðtryggingu, banna gengisfellingar og verðtryggingu og koma því í stjórnarskrána, þú veizt gæluverkefnið hans Ómars Ragnarssonar og Þorvalds Gylfasonar.

Hvað verður þá um atkvæði þitt?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 12.3.2013 kl. 01:27

7 identicon

Þegar eignalaus ungur Íslendingur með 3 börn á framfæri kaupir útskorinn stein á 14 þúsund þá efast ég um að það sé vegna þess að hann vanti hilluskraut.

Í mánuði hef ég verið að vesenast í heilbrigðisráðuneytinu vegna þrálátrar barkabólgu. Þeir vilja ekkert fyrir mig gera og legg ég því til að það verði lagt niður.

Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 10:13

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Jóhann.

Ungur átti ég mér þann draum að verðtrygging yrði óþörf og þar á undan að gengisfellingar yrðu óþarfar. 

Það er hins vegar ekki hægt að gera með pennastriki eins og mér sýnist þú virðist vera að gefa í skyn. 

Ég myndi ekki kjósa þig til þess.  

Svo frestaðu heimkomunni aðeins.

Við þurfum að undirbúa okkur betur hérna heima.

Í svona 20 -30 ár.  

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 12:09

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ufsi

Eru 14.000. krónur ekki bara verð á lopapeysu eins og margir ferðamenn kaupa hérlendis?

Þú getur alveg eins spurt afhverju foreldrar ungra barna leyfi sér yfirleitt að fara í frí. 

Þóra Björg sambýliskonan hefur upplýst okkur um að Davíð Örn hafi áhuga á svona hlutum. 

Það er ekki þar með sagt að hann hafi haft einhvern vilja til að brjóta lög.

Og því síður áttað sig á því að hann væri að því.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 14:25

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér datt það í hug Viggó það eru fáir tilbúnir til að taka á móti raunverlegum aðgerðum sem mundu koma fjármálum Ríkisins og landsmanna í almennilegar horfur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.3.2013 kl. 15:17

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Aðalvandræði landsmanna Jóhann er að við eyðum um efni fram.

Og erum ekki tilbúin að hætta því.

Þess vegna hefur viðskiptajöfnuður við útlönd verið neikvæður.

Þess vegna hefur eftirspurn eftir lánsfé verið mikil og vextir háir.

Þess vegna hefur verðbólga verið of há.

Þess vegna þurfti verðtryggingu af því að banka- og lífeyrissjóðskerfin voru að verða gjaldþrota út af neikvæðum raunvöxtum.

Þess vegna þurfti að skammta gjaldeyri hér á árum áður.

Þess vegna vorum við ekki í stakk búin til að hætta því.

Þess vegna var genginu haldið rangt skráðu til að halda hér uppi atvinnu.

Og þess vegna þurfti öðru hvoru að fella gengið til að halda útflutningsatvinnuvegunum á floti.

Þess vegna vorum ekki í aðstæðum til að setja krónuna á flot.

Við erum vertíðarþjóð með vertíðarhugsunarhátt.

Kaupum allt sem okkur vantar ekki, og eigum ekki fyrir, en ætlum að borga seinna.

Það er grunnvandamálið og verður ekki lagað með því að afnema verðtryggingu og brenna þar með upp spariféð hjá afa og ömmu.

Og ég get sagt þér að unga kynslóðin hérna lærði sko ekki nokkurn skapaðan hlut af hruninu hérlendis.

Krakkarnir sem nú eru í háskólanum ætla sko að eignast allt, ef ekki hérlendis, þá bara í Noregi eða annars staðar.

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 17:37

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála um eyðslusemina og allar þær afleiðingar sem þú telur upp. Ef landsmenn geta ekki lagað þessa eyðslusemi þá gengur ekkert upp, sama hvað verður gert.

En það þarf að taka hættuleg leikföng frá stjórnmálamönnum og auðmanna elítuni, þessi leikföng kallast á góðri íslenzku verðtrygging og gengisfelling.

Við erum of mikið sammála ekkert varið í það ;>)

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.3.2013 kl. 18:32

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

LOL

Já það er hábölvað að vera sammála um nokkurn hlut.

Kurteisin í Bandaríkjamönnum er að fara illa með þig....

Viggó Jörgensson, 12.3.2013 kl. 19:34

14 identicon

Ég leyfi mér að efast um að það sé almennt að ferðamenn kaupi 14000kr minjagripi. Og allir sem hafa áhuga á sögu vita að þær þjóðir sem urðu fyrir því að Evrópumenn fluttu menningarverðmætin út í skipsförmum hér áður fyrr taka mjög hart á þannig hegðun. Þetta er ekki mjög ólíkt því þegar reynt er að fara með fálka eða egg úr landi hér. Þeir sem hafa einhvern áhuga á svona hlutum vita hvað má og hvað má ekki, þó aðrir sjái ekki mun á fálkaunga og kjúklingi.

Það er ekki gefið að allir Íslendingar sem lenda í fangelsum erlendis séu bara fáfróðir afdalamenn sem lentu óvart í því að brjóta reglur sem þekkjast ekki í sveitinni.

Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 22:56

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jæja en hversu líklegt er að sleppa með marmaraplötu þegar allur farangur er alltaf gegnumlýstur.

Ef þú vissir að þú værir með ólöglega marmaraplötu þá væri það alveg fráleitt hjá þér að ætla að smygla henni með flugi.

Ef þú værir svona fróður um þetta allt saman þá vissir þú jafnframt að það væri algerlega vonlaust.

Þar sem tollverðir skoðuðu alltaf allt sem augljóslega væri úr steini í farangrinum.

Þeir sem eru í því að smygla slíku nota örugglega sjóleiðina eða allar aðrar leiðir en með flugfarangur.

En ég var ekki þarna og veit ekki hvernig þetta kom allt til.

Hefði allt að einu einungis átt að varða sekt á staðnum miðað við að verulega hæpið er að einhver brotavilji hafi verið til staðar.

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 01:37

16 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi hugsanlegt verð á tyrkneska túristamarkaðnum sem er að selja "ekta plast úr Dauðahafinu" og aðrar viðlíka gersemar með blessun yfirvalda, þá er ekki allt sem sýnist. Gengi sænsku krónunar er helmingi sterkara en íslensku krónunnar, ef umreiknað er úr sænskum yfir í aðra mynt er allt eins líklegt að að ólukkusteinninn hafi kostað ca 7000 en ekki 14000 eins og hann hefði kostað okkur, Davíð hefur því metið þetta eins fólk gerir að gripurinn væri þess virði.

Langar mikið að vita hvort sölukerlingin er enn að störfum að selja þjóðarfornmuni til ferðamanna eða situr hún líka í fangelsi, ef hún er líka í fangelsi þá veitti henni ekki síður af hjálp, kannski á hún líka börn sem bíða hennar, sendisveinnin sem fór til að aðstoða Davíð ætti að spyrjast fyrir um hana í leiðinni.

Kannski er það besti mælikvarðinn hvort leyfa eigi þjóðum að eiga aðild að evrópubandalaginu að skoða hvernig er búið að fangelsismálum, sjúkum og öldruðum í landi þeirra ekki í orði heldur á borði.

Sólbjörg, 13.3.2013 kl. 09:08

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég hef fengið hugskeyti frá þér Sólbjörg.

Því ég var einmitt að hugleiða í morgun hvort að sölukonan gengi enn laus en nennti ekki að blogga um það.

Við höfum að minnsta kosti ekkert heyrt um að Davíð Örn hafi verið fenginn í einhvers konar sakbendingu til að þekkja hana.

Furðulegt að tyrknesk yfirvöld hafi einungis áhuga á lögbrotum útlendinga í þessum málum?!

Þetta er frábær punktur hjá þér að Davíð Örn er auðvitað á sænskum launum í múrverkinu.

(Það var útaf starfi hans við múrverk sem honum fannst svona steinplasta áhugaverð og það skil ég vel.) 

Í morgun las ég svo að þetta hefðu verið 30 evrur en hvað með það.   Virkar tvöfalt verð fyrir okkur hér heima. 

Í upphafi var það fyrst og fremst dauðarefsingin hjá Tyrkjum sem að stöðvaði alla möguleika þeirra.

Hún var aflögð árið 2004 en það megum við Evrópubúar eiga að við höfum hert vel að tyrkneskum yfirvöldum.

En betur má ef duga skal. 

Evrópuráðið fóstrar mannréttindasáttmála Evrópu. 

Evrópusambandið hefur gert átak í að taka mannréttindamálin upp á sína arma.

Ætlar sér áreiðanlega að yfirtaka Evrópuráðið eins og annað. 

En það er þó alveg á hreinu að Tyrkir verða ekki teknir uppí af Evrópu fyrr en þeir hafa lagað til hjá sér í þessum málum.  

Viggó Jörgensson, 13.3.2013 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband