12.2.2013 | 13:24
"...ekki sérlega trúverðugt..." segir Þráinn og gerir svo illt verra.
Þráinn Bertelsson segir það slæmt fyrir fylgi VG að hálfur þingflokkurinn sé farinn.
Og ekki sé það til að bæta við fylgið að mest sé andstaðan við ríkisstjórnina í VG.
Í öðru orðinu segir hann að það sé ekki trúverðugt en í hinu orðinu hótar hann svo sjálfur að hætta að styðja stjórnina.
Og í þetta skiptið er það út af þeim óskapnaði er mun vera í stjórnlagafrumvarpinu sem meira að segja ríkisstjórnin hefur nú afsagt.
Árið 1835 voru umræður um bandarísku stjórnarskrána í Öldungadeildinni þar.
Þá sagði öldungadeildarþingmaðurinn John Young að til þess að skilja stjórnarskrána þyrfti aðeins að skilja merkingu orðanna þar.
Að sögn var tilgangur með ritun nýrrar stjórnarskrár að hún yrði venjulegu fólki bæði skýr og skiljanleg.
En nýlega sáum við í fréttum að prófessorinn í stjórnskipunarrétti hefði gefið þessu stjórnlagafrumvarpi falleinkunn.
Og það nýjasta er að einhver sprenglærð Feneyjanefnd skilur ekki hvað ákvæði þess eiga að merkja.
Og þetta klúður vill nú Þráinn Bertelsson knýja í gegnum þingið.
Allt er það í stíl hjá Þráinni.
Þráinn hótar að hætta að styðja stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.