Fullkomlega óþolandi.

Hvers konar kjarnorkusprengingar auka geislamagnið í veröldinni.

Meiri mengun er einfaldlega ekki það sem jarðarbúa vantar.

Hvort sem það er geislun, eitur eða eitthvað sem eykur hnattræna hlýnun og eyðingu ósonlagsins. 

Svo eru þetta glæpamenn sem stjórna Norður Kóreu er sóa þjóðarauðnum í að halda sér við völd.

Landið er eitt stórt fangelsi þar sem fólkið lepur dauðan úr skel.

Allt saman í boði Kínverja sem halda þessum glæpalýð við völd.

Þeir sem vilja kynna sér ástandið þarna ættu að lesa bókina Engan þarf að öfunda sem kom út núna eitt árið.  


mbl.is Sprengdu kjarnorkusprengju í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýsing þín gæti næstum átt við Bandaríkin einnig :)

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 13:03

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hún gerir það Jón Páll.

Nema að þar er allt gert eftir lögunum.

Sem yfirstéttin þar semur.

Sem lýðurinn er svo vitlaus að kjósa yfir sig.

Af því að yfirstéttin á fjölmiðlanna og matar bullið ofan í lýðinn.

Sem hefur það látið yfir sig ganga að þar getur enginn farið í framboð nema hafa til þess auð fjár.

Frá yfirstéttinni auðvitað.

Sama þróun er að verða hérlendis.

Þú þarft að passa þig Jón Páll.

Og líklega fleiri.

Viggó Jörgensson, 12.2.2013 kl. 14:12

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sjáðu svo íslensk stjórnmál.

Sigmundur Davíð er auðmaður sem flokkseigendafélag Framsóknarflokksins setti í formannsstólinn.

Í flokkseigendafélaginu eru þeir Halldór, Finnur, Ólafur, Þórólfur og fleiri auðmenn.

Sjáðu Sjálfstæðisflokkinn, þar settu auðmenn Bjarna Benediktsson í formannsstólinn.

Hann er auðmaður sjálfur, fulltrúi gamalla valdaætta.

Og hver ætlar sér að taka við í borginni?

Jú það er auðmaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

O. s. frv.

Viggó Jörgensson, 12.2.2013 kl. 14:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var þó neðanjarðar, en geislun verður því staðbundin og mun ekki berast í andrúmsloftið. Hinsvegar hvarflar ekki að mér að verja stjórnarhætti þessa bananaríkis. Og ég er algjörlega sammála því að þetta er fullkomlega óþolandi. Þess vegna er ágætt að rifja það upp hverjir það eru sem hafa orsakað langmest af þeirri óþolandi geislamengun sem borist hefur í andrúmsloftið undanfarna áratugi og safnast þar upp.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_nuclear_weapons_tests

Bandaríki Norður Ameríku: 1054, þar af 331 í andrúmsloftinu.

Sovétríkin: 715, þar af 219 í andrúmsloftinu. Einnig má nefna sprengingu sem varð í kjarnaofni #4 í Chernobyl, líklega vegna mannlegra mistaka.

Frakkland: 210, þar af 50 í andrúmsloftinu.

Bretland: 45, þar af 21 á áströlsku yfirráðasvæði, flestar þeirra í andrúmsloftinu.

Kína: 45, þar af 23 í andrúmsloftinu.

Indland: 6 (allar neðanjarðar)

Pakistan:  6 (allar neðanjarðar)

Norður Kórea: 3 (allar neðanjarðar)

Svo var ein tilraun gerð í Indlandshafi (undir yfirborði sjávar) sem engin þjóð hefur gengist við en er almennt talin vera afrakstur leynilegs varnarmálasamstarfs Ísraels og Suður-Afrískra aðskilnaðastjórnvalda.

Loks má nefna röð sprenginga sem urðu í kjarnaofnum #1-4 í  Fukushima Daiichi vegna blöndu af slýsum og mistökum í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju. (Kjarnaofnarnir sem brugðust voru bandarísk hönnun.)

Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að minnast á þetta: http://en.wikipedia.org/wiki/Atomic_bombings_of_Hiroshima_and_Nagasaki

Bandaríkin: 2, báðar í andrúmsloftinu. Jafnframt fyrstu sprengingarnar sem dauðsföll af völdum geislunar hafa verið rakin til með beinum hætti, og langsamlega banvænastar á öllum slíkum mælikvörðum.

Niðurstaða: Bandaríki Norður Ameríku hafa orsakað fleiri kjarnorkusprengingar í andrúmsloftinu og dauðsföll vegna geislavirkni heldur en öll önnur þjóðríki á jörðinni til samans.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 16:56

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir fyrir þessa samantekt Guðmundur.

Held nú samt að það sem gert er neðanjarðar endi í grunnvatninu fyrir rest.

En það er reyndar ekki aðalatriðið heldur hitt að glæpamenn séu komnir þarna með kjarnorkuvopn.

Hitt vissum við að kaninn er orkusóði og mengunarsóði.

Þeir eru að byrja að koma því að hjá þjóðinni Obama og fleiri.

Viggó Jörgensson, 12.2.2013 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband