Þeir semji stjórnarskrá sem vit hafa á því.

Af þeim sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku var meirihlutinn lögfræðingar.

Allflestir höfðu þá setið á þingum og komið að stjórn í sinna heimaríkja, bæði sem nýlendna og sjálfstæðra ríkja. 

Sumir voru ríkisstjórar, dómarar, lögmenn en flestir höfðu þeir unnið að sjálfstæðisyfirlýsingu og stofnsamningi Bandaríkjanna. 

Þarna voru aðalmennirnir Benjamin Franklin snillingur, George Washington 1. forseti BNA, James Madison 4. forseti BNA og Alexander Hamilton. 

Edmund Randolph, George Mason, Morris ríkisstjóri, James Wilson, John Dickinson og Roger Sherman

Kvattir áfram af lögfræðingunum John Adams 2. forseta BNA og Thomas Jefferson 3. forseta BNA. 

John Adams, menntaður í Harvard, var þá sendiherra í London en hann hafði m. a. ritað uppkast að stjórnarskrá fyrir Massachusetts. 

Þar sagði hann kenningar Lockes, Sidneys, Rousseau og Mably í framkvæmd en meðal þeirra var reglan um þrískiptingu ríkisvaldsins. 

Thomas Jefferson var þá sendiherra í París en hann hafði dregið upp sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1776 með aðstoð Adams, Franklin og Sherman.    

Roger Sherman var lögfræðingur, og þingmaður, er hafði komið að samningu og ritað undir öll skjölin fjögur: 

Bandalagssamninginn, árið 1774, ("Articles of Association" sem lagði grunninn að "Continental Association").

Sjálfstæðisyfirlýsinguna, árið 1776, ("Declaration of Independence"),

Sambandssáttmála fullvalda ríkja, árið 1778,  ("Articles of Confederation" sem var stofnskjal "federal constitutional republic").

og stjórnarskrá Bandaríkjanna, árið 1787,  ("United States Constitution").    

Auk ofangreindra hvíldi aðalvinnan á eftirtöldum yfirburðamönnum: Charles Cotesworth Pinckney, Charles Pinckney, Elbridge Gerry, Hugh Williamson, John Blair, John Rutledge, Jonathan Dayton, Luther Martin, Nathaniel Gorham, Oliver Ellsworth, Pierce Butler, Robert Morris, Rufus King og William Paterson

Ekki var búið að finna upp háskólagreinar eins og stjórnmálafræði.

Að stjórnarskrárgerðinni komu helstu stjórnspekingar Bandaríkjanna er sátu yfir ritun hennar í heilt sumar. 

Þeir höfðu sem sagt numið stjórnlagafræði eða lagt sig eftir stjórnspeki um langan aldur. 

Þeir vissu allt sem skipti máli í lýðræðissögunni frá borgríkjum Grikkja, Lýðveldi Rómverja og allt til sinna daga. 

Þekktu Magna Carta, Bill of right, hugmyndir Montesquieu, Coke, Hobbs, Burke, Blackstone og hinna ofangreindu.

Í nútímanum eru það einkum lögfræðingar og stjórnmálafræðingar sem verða að leggja stund á stjórnskipunarrétt í námi.

Einnig er komið inn á ýmsa gagnlega þætti í námi heimspekinga, sagnfræðinga og guðfræðinga.

Það tekur áratugi, í rauninni starfsævina, að verða boðlegur stjórnlagafræðingur.

Sem fær er um að semja stjórnarskrá ásamt öðrum sambærilegum sérfræðingum í stjórnspeki.

Hérlendis stóð ekkert á fjölda manna að bjóða sig fram til að skrifa hér nýja stjórnarskrá.

Fæstir þeirra höfðu þá numið stjórnskipunarétt, eða stjórnspeki, hvorki í skóla eða af eigin rammleik.

Að minnsta kosti hafði nær enginn þeirra ritað eitthvað um hugmyndir sínar á þessu sviði.

Ef þeir höfðu þá nokkra minnstu raunhæfu hugmynd yfirleitt nema að þjóðfélagið ætti að vera gagnlegt og gott.

Flestir virtust hafa algerar ranghugmyndir um hlutverk stjórnarskrárinnar í því efni.

Og virtust telja að bankahrunið og efnahagshrunið hefði ekki átt hér stað ef að stjórnarskránin hefði verið endurskoðuð.

Sumir frambjóðenda höfðu ekki sérfræðiþekkingu í neinu nema að halda sér í sviðsljósinu hverju sinni.

Aðrir voru glæsilega menntaðir einstaklingar í alls konar fræðum sem ekkert gat gagnast þeim á þessu sviði.

En allir áttu það sameiginlegt að treystast til að ljúka af þessu lítilræði á fáeinum vikum. Vinnubrögð sem aldrei gátu gengið upp.

Ekkert liggur á að semja hér nýja stjórnarskrá.

En sé til þess vilji á að fá til þess lagaprófessora t. d. þau Sigurð Líndal, Björgu Thorarensen og Eirík Tómasson.

Kannski þyrftu þau að taka sér frí frá lagakennslu og dómarastörfum en hvað með það.

Þau myndu svo velja sér aðra sérfræðinga til að vinna með sér að málinu.

Lögfræðinga, heimspekinga, stjórnmálafræðinga eða hverja aðra sem þau kysu.

Þau réðu því sjálf hvernig staðið væri að vinnunni og hversu mörg ár hún tæki.

Málið væri unnið í góðri samvinnu við alla stjórnmálaflokka og fyrir opnum tjöldum eins og kostur væri.

Allir sem vildu gætu svo sent inn athugasemdir, hvað sem hægt væri að gera með þær.

En auðvitað er einnig hægt að halda áfram í ruglinu og verði ykkur þá að góðu.


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Viggó, góð grein hjá þér, ef sama fólkið heldur áfram að ráða hér og hefur ráðið stjórnarskrármálinu þá fer að verða umhugsunarefni hverjir standa við skurðarborðin á sjúkrahúsunum í framtíðinni, allir geta haldið á hníf og skorið og ef sérfræðimenntunina vantar þá verður útkoma aðgerðarinnar væntanlega í líkingu við þessa stjórnarskrárbreytingu. Slátrarinn vildi vel en skurðaðgerðin hans heppnaðist ekki sem skyldi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 08:26

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega Kristján.

Ég hef einmitt verið hugsi yfir þessari þróun að kjötskurðarmaðurinn fari kannski að skera upp fólk.

Eins og núna er í borgarstjórastólnum maður sem þverskallast við að kynna sér borgarmálin og getur þar engu svarað. 

Viggó Jörgensson, 9.2.2013 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband