SÞ steypi stjórninni þarna.

Ekki er eftir neinu að bíða fyrir alþjóðasamfélagið að ryðjast inn í Norður Kóreu og steypa stjórninni þar.

Afhenda völdin þar til stjórnarinnar í Suður Kóreu sem tekur norðanmennina þá að sér.

Það yrði þá í líkingu við það sem Vestur Þjóðverjar gerðu þegar þeir sameinuðust Austur Þjóðverjum eftir að múrinn féll. 

Best væri ef fallhlífasveitir Suður Kóreumanna gætu yfirtekið stjórnarbyggingar og litla kútinn sem þar situr á forystustól.  

Stjórnin í Norður Kóreu er allra vísust til að aðstoða glæpamennina í Íran til að koma þeim upp kjarnorkuvopnum.

Og svo þeim í Afganistan og yfirleitt selja öllum hryðjuverkahópum og glæpamönnum kjarnorkuvopn sem vilja.

Mannkyninu stafar hreinlega ógn af stjórninni í Norður Kóreu. 

Þökk sé Kínverjum.  


mbl.is Öryggisráð SÞ með neyðarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll æfinlega; Viggó !

Þarna; tekur þú undir enhæfan og einhliða áróður Vesturlanda, ágæti drengur.

Hvers vegna; mega ; Suður- Afríkanar - Pakistanar og Ísraelsmenn, til dæmis, vera með sín kjarnorkuvopn í friði, á sama tíma, og Andskotast er, í Norður- Kóreumönnum ?

Persónulega; þætti mér ekkert tiltökumál, þó að Grænlendingar - Tonga- eyjamenn og Papúar á Nýju Guíneu, fengju að eiga slík vopn einnig, kærðu þeir sig um, Viggó minn.

Vitaskuld; væri Kóerumönnum (Sunnan og Norðan) heppilegast, að sameinast á ný, undir merkjum síns forna Konungdæmis, eða þá annarrs þess, sem þeir kysu, án afskipta Bandaríkjamanna - Rússa - Kínverja, eða annarra.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 20:37

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já blessaður Óskar Helgi.

Ég hlusta ekkert á einhliða áróður Vesturlanda. 

Ertu búinn að lesa bókina Engan þarf að öfunda ?  

Miðað við allar aðrar upplýsingar er ekkert sem bendir til annars en að hún sé mjög sannsöguleg.

Og lýsingarnar eru alveg hroðalegar.

Þeir hafa stutt og framkvæmt hryðjuverk, stunda dollarafölsun, dópviðskipti og er trúandi til alls. 

Þeir þarna eru engu betri en nazistar. 

Viggó Jörgensson, 13.2.2013 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband