Þeir semji stjórnarskrá sem vit hafa á því.

Af þeim sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku var meirihlutinn lögfræðingar.

Allflestir höfðu þá setið á þingum og komið að stjórn í sinna heimaríkja, bæði sem nýlendna og sjálfstæðra ríkja. 

Sumir voru ríkisstjórar, dómarar, lögmenn en flestir höfðu þeir unnið að sjálfstæðisyfirlýsingu og stofnsamningi Bandaríkjanna. 

Þarna voru aðalmennirnir Benjamin Franklin snillingur, George Washington 1. forseti BNA, James Madison 4. forseti BNA og Alexander Hamilton. 

Edmund Randolph, George Mason, Morris ríkisstjóri, James Wilson, John Dickinson og Roger Sherman

Kvattir áfram af lögfræðingunum John Adams 2. forseta BNA og Thomas Jefferson 3. forseta BNA. 

John Adams, menntaður í Harvard, var þá sendiherra í London en hann hafði m. a. ritað uppkast að stjórnarskrá fyrir Massachusetts. 

Þar sagði hann kenningar Lockes, Sidneys, Rousseau og Mably í framkvæmd en meðal þeirra var reglan um þrískiptingu ríkisvaldsins. 

Thomas Jefferson var þá sendiherra í París en hann hafði dregið upp sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1776 með aðstoð Adams, Franklin og Sherman.    

Roger Sherman var lögfræðingur, og þingmaður, er hafði komið að samningu og ritað undir öll skjölin fjögur: 

Bandalagssamninginn, árið 1774, ("Articles of Association" sem lagði grunninn að "Continental Association").

Sjálfstæðisyfirlýsinguna, árið 1776, ("Declaration of Independence"),

Sambandssáttmála fullvalda ríkja, árið 1778,  ("Articles of Confederation" sem var stofnskjal "federal constitutional republic").

og stjórnarskrá Bandaríkjanna, árið 1787,  ("United States Constitution").    

Auk ofangreindra hvíldi aðalvinnan á eftirtöldum yfirburðamönnum: Charles Cotesworth Pinckney, Charles Pinckney, Elbridge Gerry, Hugh Williamson, John Blair, John Rutledge, Jonathan Dayton, Luther Martin, Nathaniel Gorham, Oliver Ellsworth, Pierce Butler, Robert Morris, Rufus King og William Paterson

Ekki var búið að finna upp háskólagreinar eins og stjórnmálafræði.

Að stjórnarskrárgerðinni komu helstu stjórnspekingar Bandaríkjanna er sátu yfir ritun hennar í heilt sumar. 

Þeir höfðu sem sagt numið stjórnlagafræði eða lagt sig eftir stjórnspeki um langan aldur. 

Þeir vissu allt sem skipti máli í lýðræðissögunni frá borgríkjum Grikkja, Lýðveldi Rómverja og allt til sinna daga. 

Þekktu Magna Carta, Bill of right, hugmyndir Montesquieu, Coke, Hobbs, Burke, Blackstone og hinna ofangreindu.

Í nútímanum eru það einkum lögfræðingar og stjórnmálafræðingar sem verða að leggja stund á stjórnskipunarrétt í námi.

Einnig er komið inn á ýmsa gagnlega þætti í námi heimspekinga, sagnfræðinga og guðfræðinga.

Það tekur áratugi, í rauninni starfsævina, að verða boðlegur stjórnlagafræðingur.

Sem fær er um að semja stjórnarskrá ásamt öðrum sambærilegum sérfræðingum í stjórnspeki.

Hérlendis stóð ekkert á fjölda manna að bjóða sig fram til að skrifa hér nýja stjórnarskrá.

Fæstir þeirra höfðu þá numið stjórnskipunarétt, eða stjórnspeki, hvorki í skóla eða af eigin rammleik.

Að minnsta kosti hafði nær enginn þeirra ritað eitthvað um hugmyndir sínar á þessu sviði.

Ef þeir höfðu þá nokkra minnstu raunhæfu hugmynd yfirleitt nema að þjóðfélagið ætti að vera gagnlegt og gott.

Flestir virtust hafa algerar ranghugmyndir um hlutverk stjórnarskrárinnar í því efni.

Og virtust telja að bankahrunið og efnahagshrunið hefði ekki átt hér stað ef að stjórnarskránin hefði verið endurskoðuð.

Sumir frambjóðenda höfðu ekki sérfræðiþekkingu í neinu nema að halda sér í sviðsljósinu hverju sinni.

Aðrir voru glæsilega menntaðir einstaklingar í alls konar fræðum sem ekkert gat gagnast þeim á þessu sviði.

En allir áttu það sameiginlegt að treystast til að ljúka af þessu lítilræði á fáeinum vikum. Vinnubrögð sem aldrei gátu gengið upp.

Ekkert liggur á að semja hér nýja stjórnarskrá.

En sé til þess vilji á að fá til þess lagaprófessora t. d. þau Sigurð Líndal, Björgu Thorarensen og Eirík Tómasson.

Kannski þyrftu þau að taka sér frí frá lagakennslu og dómarastörfum en hvað með það.

Þau myndu svo velja sér aðra sérfræðinga til að vinna með sér að málinu.

Lögfræðinga, heimspekinga, stjórnmálafræðinga eða hverja aðra sem þau kysu.

Þau réðu því sjálf hvernig staðið væri að vinnunni og hversu mörg ár hún tæki.

Málið væri unnið í góðri samvinnu við alla stjórnmálaflokka og fyrir opnum tjöldum eins og kostur væri.

Allir sem vildu gætu svo sent inn athugasemdir, hvað sem hægt væri að gera með þær.

En auðvitað er einnig hægt að halda áfram í ruglinu og verði ykkur þá að góðu.


mbl.is „Vanhæft þing, svo mikið er víst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Viggó þú ferð með sama rakalausa bullið og fyrirrennarar þinir sem skrifa fyrir útgerðarhirðina. Ekki stafur um hvað sé að stjórarskránni sem er vel skrifuð og ekkert aðfinnslu vert í efni hennar eins og hver maður sér sem les plaggið.

Varðandi bullið um bandarísku stjórnarskránna þá var það kosið stjórnlaga þing sem setti saman þá merku stjórnarskrá og sama átti sér stað litlu seinna þegar sú franska var skrifuð af stjórnlaga þingi.

Þið ættuð að hætta að fárast út af ferli stjórarskrárinnar sem var eins lýðræðislegt og hugsast gat. Segðu okkur hvað efnislega þú hefur á móti stjórnarskránni án þessa að lepja upp rakalaust kjaftæði annara kvislinga útgerðarinnar.

Ólafur Örn Jónsson, 9.2.2013 kl. 01:00

2 Smámynd: Björn Emilsson

Allt þetta rugl um nauðsyn á nýrri stjórnarskrá, er allt tilkomið frá Jóhönnu forsætis, til að unnt væri að þröngva Islandi inní Evrópusambandið.

Björn Emilsson, 9.2.2013 kl. 01:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumir virðast hafa gleymt því að það var lögfræðingur sem var hér lengi leiðtogi, og varð svo fyrstur seðlabankastjóra heims til að setja sinn á hausinn.

Svo voru amerísku landsfeðurnir snöggtum skárri mannbrekkur en sneypurnar sem skríða út úr viðskiptaskólum Íslands með svokölluð lögfræðiskírteini.

Guð forði okkur frá því að núverandi kynslóð "lögfræðinga" komi nálægt því að setja lög hér á landi framar. Þeirra helsta framlag til fræðigreinarinnar hefur verið að setja götótt lög og finna leiðir framhjá þeim.

Með örfáum undantekningum þó.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2013 kl. 02:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi ágæti pistill þinn er hér í "tvíriti", Viggó. Ég hef ekki yfirfarið, hvort efri gerðin er nákvæmlega eins og sú neðri, en hér í þeirri neðri eru athugasemdir komnar, og því væri rétt af þér að "svæfa" efri versjónina og hafa þessa eina í birtingu.

Og áð'ur en ég kem með neina efnislega aths., þá er ég sammála honum Birni hér.

Jón Valur Jensson, 9.2.2013 kl. 02:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er mjög sammála megininntaki þessa pistils þíns, með áherzlu á að lögspekinga þurfi að verki til að verl eigi að vera við endurskoðun stjórnarskrár, ekki einhverja róttæka umbyltingar-hugsjónaæsingamenn né velmeinandi kjána með almennt blaður sem erfitt verður að taka neinum alvörutökum í túlkun og framkvæmd. (Dæmi úr tillögum "ráðsins" ófarsæla: "5. gr. Skyldur borgaranna. ... Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna ..."!)

Sjálfur hef ég margsagt, að réttast hefði verið við stofnun stjórnlagaþings (sem lögbrjótandi sósíalistar snuðuðu þjóðina um), að Hæstiréttur og Lagastofnun HÍ hefði verið falið að tilnefna um 5-7 lögfræðinga í það stjórnarskrárþing, til að gefa því festu og rétt samhengi og afstýra versta klaufaskapnum hjá amatörunum og dilletöntunum.

Lítið gagn var að þeim 2 eða 3 lögfræðingum, sem 30 alþingismenn skipuðu í "ráðið", enda ekki miklir bógar í lögfræði.

En einu er ég ekki sammála hjá þér. Það var nefnilega ekki almennur skilningur (og ekki heldur meðal frambjóðendanna) að verkefni þeirra, sem veldust til stjórnlagaþings, væri "að skrifa hér nýja stjórnarskrá," heldur að endurskoða gildandi stjórnarskrá, einkum þá tvo þætti hennar, en ekki að umbylta henni allri. Þetta var líka alveg ljóst af tillögum Þjóðfundar 2010.

Þorvaldur Gylfason hefur hins vegar komizt á flug í sínum hástemmdu ímyndunum um eigið og annarra mikilvægi í þessari amatöragrúppu, sem lét sig hafa það að taka ólöglegu boði 30 alþingismanna, já, þvílíkt flug, að honum hefur tekið að hafa þetta lið með sér, marga hverja andvaralitla, en aðra meðvirka í ýmsum vélræðisgreinum stjórnarskrártillagnanna sem þau unguðu út að 4 mánuðum liðnum (og höfðu þar með nýtt sér þá tvöföldun setutímans, sem hinir 30 alþingismenn buðu þeim upp á og freistaði eflaust margra kauplágra; þarna fengu þau 4 x þingfararkaup).

Svo hleður þetta lið hvað undir annað með skjalli og meðgjöf (sbr. eilíf boð Péturs í Útvarpi Sögu fyrir "stjórnlagaráðsmenn" -- suma þrisvar -- í sérþætti á stöð hans fyrir þjóðaratkvæðið 20. okt. sl., á sama tíma og hann þverskallaðist gersamlega við hvatningum um að fá löglærða sérfræðinga til að ræða og yfirfara málin, t.d. Sigurð Líndal, Róbert Spanó, Björgu Thorarensen, Ágúst Þór Árnason, Skúla Magnússon o.fl.).

Jón Valur Jensson, 9.2.2013 kl. 02:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þvílíkt flug, að honum hefur tekizt ...

Jón Valur Jensson, 9.2.2013 kl. 02:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... til að VEL eigi að vera ... (í 2. línu í seinna innlegginu).

Jón Valur Jensson, 9.2.2013 kl. 03:00

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Ólafur Örn.

Ekki byrjar þetta nú vel hjá þér.

Eins og aðrir sem eru rökþrota og geta ekki haldið uppi málefnalegum umræðum þá byrjar þú á að nota orðið bull.

Það er tjáning þín á einu skoðanaskiptunum sem þú ræður við; bull.

Svo heldur þú þig á sömu slóðum, auðvitað; og ferð að gera mér upp skoðanir sem ég hef ekki.

Ég er enginn útsendari þeirrar útgerðarhirðar sem þú þekkir einhvers staðar.

Þú veist greinilega ekkert um mínar skoðanir en treystir þér samt til að fullyrða um þær.

En ég hvet þig eindregið til að halda áfram að skrifa.

Og vonandi kemur sá dagur að þú getir farið að setja smá vit saman við.

Sem ég vona að þú hafir.

Viggó Jörgensson, 9.2.2013 kl. 18:52

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hárrétt hjá þér Björn.

Þakka þér.

Viggó Jörgensson, 9.2.2013 kl. 18:53

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón Valur og kærar þakkir fyrir að rifja þetta upp.

Ég nennti ekki fylgjast nákvæmlega með því hvað þessir áhugamenn voru að gera, eða hvað þau töldu sig vera að gera.

Ég heyrði ávæning af því að þetta væri dönsk stjórnarskrá þannig að semja þyrfti nýja.

Og svo viðurkenni ég fúslega að ég hef aldrei lesið þessar tillögur þeirra og ætla ekki að gera.

Vissi allan tímann að þessu yrði hent í ruslið og taldi þeim tíma sóað sem færi í að liggja yfir því.

Viggó Jörgensson, 9.2.2013 kl. 19:07

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Guðmundur.

Þér hefur oftast tekist betur til en nú.

Málið snýst ekki um lögtækna eða lögfræðinga sem slíka.

Nema að því leyti að þeir, ásamt stjórnmálafræðingum, verða að taka kúrsa í stjórnskipunarrétti.

Þar er þá kominn grunnur til að byggja á.

Washington var sjálfmenntaður og síst verri fyrir það.

Málið er að þeir sem taka að sér að semja stjórnarskrá hafi meira en hundsvit á því.

Það hafa menn ekki nema hafa lesið einhver ósköp um þessi mál og hugleitt þau til fjölda ára.

Og einnig það er ganglaus viðleitni ef vitið vantar yfir höfuð.

Í höfuðið.

Viggó Jörgensson, 10.2.2013 kl. 12:39

12 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Í mínu stutta andsvari eru meiri rök gegn pistlinum en í öllum pistlinum og andsvörum þínum Viggó. Þú nefnir ekki eitt atriði sem er svo stórkostlega að í stjórnarskránni nýju að það fái ekki staðist!

Það er öllum ljóst hvaðan andstaðan við stjórnarskrána er komin og hverjir standa að baki herferðinni sem á sér stað gegn stjórnarskránni. Menn mega segja annað en sannleikurinn er sagna bestur í þessu eins og öðru.

Ólafur Örn Jónsson, 11.2.2013 kl. 02:52

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Ólafur Örn. 

Nú líst mér betur á þig.

Ég var hreinlega ekki með nein rök gegn því sem þú kallar stjórnarskrána nýju.

Ég hef ekki lesið hana og ætla ekki að gera.

Ég var að gagnrýna ástæðuna fyrir þeim hlaupum og verklaginu við þá samningu.

Þú kallar það réttilega stjórnlagaþing, það sem stóð yfir í fjóra mánuði sumarið sem bandaríska stjórnarskráin var samin.

En hvernig var að því staðið?

Það voru ÖLL ríkin sammála um að þetta skyldi gera.  Og öll þjóðin stóð þar á bak við.

Það var því umboð frá öllum stjórnmálaöflum um að hefja þessa samningu á stjórnarskrá.

Ríkisstjórnin núverandi aflaði sér ekki stuðnings allra stjórnmálaflokka til þess að hefja þessa vegferð.

ÞAR ER GRUNDVALLARMUNUR og þar með var verkið algerlega vonlaust frá upphafi.

Og þess þá heldur sem það var augljóslega aðeins liður í því að koma okkur inn í ESB.

En hinn þátturinn sem munar á milli upphaflegu rituninni á bandarísku stjórnarskránni og þessu sem nú var verið að semja.

Er hverjir voru þar að semja stjórnarskrá.

Þetta voru menn sem voru að koma út úr frelsisstríði, búnir að stofna ríkjabandalagið með stofnsamningi,

þeir voru búnir að skrifa stjórnarskrár fyrir sín heimaríki, þeir höfðu samið sjálfstæðisyfirlýsinguna, þeir höfðu samið yfirlýsinguna um stofnun bandaríkjanna sem samband fullvalda ríkja í norður Ameríku.

Þetta voru lögfræðingar með próf frá Harvard sem höfðu verið lögmenn, dómarar, þingmenn og ríkisstjórar.

Þetta voru helstu mannréttindafrömuðir sögunnar eins og Jefferson og Madison.

Þeir voru búnir að lesa, læra og stúdera alla lýðræðissöguna frá upphafi til enda.

Svo heldur þú bara að menn geti hérlendis tekið sér frí frá þjóðþrifastörfunum, úr beitingunni eða eftir vetrarvertíðina 

og hlaupið í spor þessarra manna.

Guð hjálpi mér bara og allir englarnir með.   

Viggó Jörgensson, 11.2.2013 kl. 23:11

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú skal heldur ekki halda að ég sé einhver útsendari þeirra sem þú kallar útgerðarhirðina.

Hér á þessum hlekk er það nýjasta sem ég skrifaði um það mál og mínar skoðanir á því máli.

http://www.viggojorgens.blog.is/blog/viggojorgens/entry/1280171/

En ekki veit hvor að þú hefur bundið vonir við að það mál yrði leiðrétt með því að við gengjum í ESB eða fengjum nýja stjórnarskrá.

En þá var það misskilningur.

Það er miklu flóknara mál en svo.

Ekki óleysanlegt en miklu meira mál en að flón eins og Jóhanna, Össur og Steingrímur leysi það.

Viggó Jörgensson, 11.2.2013 kl. 23:21

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo segirðu Ólafur Örn þetta:

.               . "...Í mínu stutta andsvari eru meiri rök gegn pistlinum en í öllum pistlinum og andsvörum þínum Viggó..."

Trúir þú þessu sjálfur???

Viggó Jörgensson, 11.2.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband