ESB er siðblindan uppmáluð.

Í ESB er almenningur undrandi á að seint gangi að uppræta skattsvik, undanskot, skattasniðgöngu og tilvist skattaskjóla. 

Mest eru menn, í hinum siðmenntaða heimi, hissa á að ESB sé ekki búið að uppræta slíkt á sínu svæði. 

En komast svo að því að á slíku er alls enginn áhugi hjá yfirstjórn sambandsins og von að hægt gangi.

Þeir eru nefnilega sjálfir þeir spilltustu á byggðu bóli Vesturlanda.

Af hverju í veröldinni eiga þessir ágætlega launuðu menn ekki að greiða sömu skatta og aðrir til sinna heimalanda?

Ekki er langt síðan að endurskoðendur ESB birtu hneykslanlega skýrslu um spillingu hjá aðstoðarmönnum þingmanna ESB. 

Þar var ekkert nema hrein mútuþægni á ferðinni.  

Meira að segja Bandaríkjamenn ásökuðu ESB um að fylgja verndarstefnu gagnvart vogunarsjóðum. 

Síðast þegar fréttist gekk lítið að koma stefnu G20 ríkjanna um skattsvik í framkvæmd.

Þar þvældust Lúxemburgarar mest fyrir ásamt Bretum með sínar spillingareyjar; Jersey, Bermuda, Bresku Jómfrúreyjar og auðvitað Caymans.

Enda græða Bandaríkin, Bretland og Þýskaland mest á alþjóðlegri fjárglæpastarssemi og skattsvikum.  

Nema hvað.   Þó ekki almenningur, venjulegir skattgreiðendur eða ríkissjóður þeirra í þessum löndum.

Sama var uppi í tengingnum um áætlanir G20 ríkjanna um aðgerðir gegn peningaþvætti. 

Þar voru ESB ríkin sömuleiðis slóðarnir, ríki eins og Austurríki með austantjaldsglæpina allt um kring.  

Hvað skyldi það verða næst?   


mbl.is Með lægri laun en embættismenn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt að heyra þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2013 kl. 21:32

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og því miður ómótmælanlega sannleikur Ásthildur Cesil og gaman að heyra frá þér.  

Viggó Jörgensson, 4.2.2013 kl. 21:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Viggó minn. Það sorglega við þetta er að hér er fullt af fólki sem ætti að vita betur, en heldur að eina von okkar sé að ofurselja okkur þessu bákni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 09:04

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já þettu eru orðin trúarbrögð hjá því fólki.

Hefur ekkert með það að gera hvort það veit eitthvað, sér eða heyrir. 

Þau eru bara hætt að trúa sínum eigin skilningarvitum.  

Viggó Jörgensson, 5.2.2013 kl. 10:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega mín upplifun líka, trúarbrögð en ekki skynsemi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband