"...þegar yfirheyrslur FBI fóru fram hér á landi..."

Var ekki Ögmundur Jónasson að gefa það út að hann hefði strax sent FBI mennina úr landi?

Og nú segir í frétt mbl.is "... haustið 2011 þegar yfirheyrslur FBI fóru fram hér á landi..."

Það var aldeilis ekki á Ögmundi að heyra að FBI hefði fengið að yfirheyra hér einn eða neinn. 

Hvað snýr hér upp eða niður?


mbl.is Íslenski hakkarinn fæddur 1992
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er brot á alþjóðasáttmálum og að öllum líkindum landráð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 13:08

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er ekki landráð í skilningi almennra hegningalaga Guðmundur.

En kann að vera brot á alls konar lögum og sáttmálum.

Það fer eftir því hvernig var að þessum málum staðið. 

Ef þú samþykkir að spjalla við erlenda lögreglumenn þá er ekkert við það að athuga. 

Svo fremi sem þér er ekki sagt að þér sé það skylt. 

En þeir hafa ekkert lögregluvald hérlendis og mega ekki starfa hérlendis sem lögreglumenn.

Örugglega þó inni í sendiráði viðkomandi ríkis vegna mála sem varða þegna þess ríkis

og mála sem áttu sér stað í því ríki eða í sendiráðinu og varðar það ríki. 

Önnur lögreglustörf þeirra inni í sendiráðinu þyrfti að greina sérstaklega.  

Viggó Jörgensson, 5.2.2013 kl. 14:11

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það sama ætti við um erlend skip eða flugvélar sem hér væru stödd. 

Viggó Jörgensson, 5.2.2013 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvergi þekkist það í lýðfrjálsu ríki að lögregluyfirvöld virði ekki landamæri annars ríkis. Framganga þeirra FBI manna á sér ekkert fordæmi að mér sé kunnugt nema þar sem bandarísk yfirvöld fara með ófriði eiuns og t.d. í Írak. Þar hefur tekist að koma ástandinu í betra horf enda enginn viti borinn maður sem sakni einræðisherans, nema vopnabraskarar kannski.

Mér finnst Ögmundur hafa gert hárrétt og undrast að verið sé agnúast út í allt sem hann gerir.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2013 kl. 09:42

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Málið snýst ekki um að FBI hafi ekki virt landamæri Guðjón.

Þeir höfðu samráð við Ríkislögreglustjóra, Ríkissaksóknara og Innanríkisráðuneytið.  

Ég er heldur ekki að agnúast út Ögmund fyrir að hafa sent FBI úr landi. 

Hann barði sér á brjóst, eins og þegar hann réðist að forstjóra Útlendingaeftirlitsins, og lét að því liggja að FBI hefði ekki náð að aðhafast hér nokkuð.

Svo virðist vera að koma í ljós að FBI hafi unnið hér í viðtölum í nokkra daga áður en Ögmundur fór að aðhafast eitthvað. 

Hér er eitthvað sem ekki gengur upp hjá Ögmundi.

Viggó Jörgensson, 7.2.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband