Forsetinn ræður hvort dómnum verður fullnægt.

Samkvæmt bandarískum herlögum er forsetinn einráður um það hvort að dauðadómum yfir hermönnum er fullnægt.

Sá frægi uppljóstrari Bradley Manning var stálheppinn að hafa demókrata í Hvíta húsinu.

Bush forseti var áður ríkisstjóri í Texas og skrifaði viðstöðulaust upp á dauðadóma á færibandi. 

Hefði hann verið í Hvíta húsinu og Rumsfeld varnarmálaráðherra hefði Bradley ekki átt von á góðu. 

Bradley braut nefnilega af sér sem hermaður í stríði sem er mjög alvarlegt mál samkvæmt herlögum. 

Sem sést svo sem á því að herinn hefur meðhöndlað Bradley eins og skepnu.

Og margir farnir að skammast sín fyrir þar vestra. 

Svo mjög að fangelsinu var hreinlega lokað, þessu sem hann sat í fyrst.  

http://www.quantico.usmc.mil/activities/display.aspx?PID=588&Section=SecBn
mbl.is Hermaður gæti hlotið dauðadóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

sæll Viggó,

 eitthvað var talað um það, þegar þetta gerðist...að þessi robert bales hefði ekki verið einn að verki.  en að því komust nefnd á vegum afganska þingsins sem mætti á svæðið til að rannsaka atburðinn.

fann nú ekki eins margar greinar og mig minnti að ættu að vera til um þetta.  en augljóslega er þetta viðkvæmt mál í bandaríkjunum, þar sem fréttum af sömu fréttunum er hlaðið inn á netið, svo erfiðara sé að finna þær fréttir sem töluðu um að Bales hefði ekki verið einn að verki.

hérna er ein frétt, sem ég fann eftir stutta leit.

http://www.salon.com/2012/03/21/did_sgt_bales_have_help/

el-Toro, 20.12.2012 kl. 10:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já þakka þér þennan hlekk á þessa grein.

Hlutirnir eru sjaldnast eins og þeir sýnast á þeim bænum eins og við höfum oft rætt. 

Viggó Jörgensson, 21.12.2012 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband