En kemst slíkt bann í gegnum Fulltrúadeildina?

Samtök framleiðenda og eigenda skotvopna eru með sterkustu hagsmunahópum Bandaríkjanna.

Það er óhætt að segja að þeir eigi ákveðna þingmenn eins og Baugur á hérlendis forsætisráðherrann og fleiri þingmenn. 

Í Bandaríkjunum fer enginn í stjórnmál nema eiga fjársterka aðila að til að borga offjár í kosningasjóðinn. 

Hér heima þurfti Baugur aðeins að greiða kr. 60.000., í prófkjörssjóðinn,  fyrir Jóhönnu.  

Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti árið 2008 rétt einstaklinga til að eiga skammbyssur, riffla og haglabyssur.

Að samkvæmt stjórnarskránni megi einstaklingar eiga slík vopn til veiða og sjálfsvarnar.

Rétturinn tók skýrt fram að setja mætti ýmiss konar skorður við sölu á skotvopnum og hverjum selja þau.

Nær enginn vafi er á að heimilt yrði að banna t. d. hríðskotabyssur, önnur sjálfvirk skotvopn og jafnvel hálfsjálfvirk.

Vandræði Obama liggja í því að Repúblikanar eru með meirihlutann í Fulltrúadeildinni.

Og í þeim flokki eru vitleysingar eins og þingmaðurinn sem sagði að starfsmenn Sandy skólans hefðu átt að vera vopnaðir. 

Sem sagt þjóðfélag þar sem allir eru að miða skotvopnum á alla, líka á börnin í skólanum.  

Von að vel gangi. 

   


mbl.is Obama vill banna hríðskotavopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vá. Einhvern daginn þarf ég að segja þér frá íslending sem heitir Steingrímur Njálsson. Hann er 1 maður. Semsagt nógu stórt úrtak til að representa alla íslendinga, sem eru þá nauðsynlega alveg eins og hann.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2012 kl. 23:01

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég bíð spenntur Ásgrímur.

Viggó Jörgensson, 21.12.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband