13.12.2012 | 10:25
Búið að lofa Þór einhverju embætti?
Það er hefur verið nokkuð augljóst, allt kjörtímabilið, að Þór Saari styður ríkisstjórnina.
Er eitt af því sem gerði kleyft að niðurlægja Jón Bjarnason fyrir að standa með Íslandi á móti ESB.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hverju ríkisstjórnin launar Þór Saari.
Hans hlýtur að bíða þægileg innivinna eftir kosningar.
Liggur við að manni verði flökurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari eru með skástu þingmönnum á alþingi. Ég sé ekkert að því þótt þau styðji málefni sem þau trúa á sama hvaðan það kemur. Ég tek það fram að ég styð EKKI þessa ríkisstjórn sem hefur svikið almenning og heimilin. En ég held að þessir tveir nýju þingmenn séu ekki spillt eins og hin. Þess vegna styð ég þau. Er eitthvað betra að vera á móti öllu, jafnvel þótt það komi almenningi vel? Jón Bjarnason er gamaldags hreppapólitíkus sem minnti stundum á einræðisherra í málflutningi sínum. Gott að losna við hann.
Margret S (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 18:20
Sæl Margret S.
Ég tek orð fyrir þessu sem þú segir um störf þessarra þingmanna, ég hef ekki þekkingu til að meta störf þeirra í heild.
Og fellst svo að hitt sem þú segir geti einnig verið rétt.
Kærar þakkir fyrir innlitið og gleðileg jól.
Viggó Jörgensson, 13.12.2012 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.