Hnignun samfélagsins og hrun þess framundan.

Víst eru um það að Jón Gnarr Kristinsson er drengur góður sem á að nýta hæfileika sína til að gera grín að samtíð sinni. 

Á því sviði er hann svo mikill snillingur að hann hefur fíflað sauðheimskan almenning til að kjósa sig í borgarstjórn. 

Þar sem hann þiggur á aðra miljón króna á mánuði fyrir að gera alls ekki neitt.

Enda getur hann ekkert á þeim sviðum þjóðþrifamálanna sem hann hefur aldrei kynnt sér neitt.  

Ef þetta er ekki stórkostlegt grín þá ekki hvað?

Svo kvarta þessir kjósendur yfir kjörum sínum, hruni og vesöld.

En ætla áfram að styðja til góðra verka þá vesalinga sem ekkert kunna til þeirra.    

Það er þá von á góðu.

 
mbl.is Jón Gnarr í 5. sæti í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar get ég menntað mig til að starfa sem fulltrúi þjóðarinnar? Er það kennt í lögfræðinni?

Já, og er samasemmerki á milli þess að vera grínisti og vesalingur?

Páll (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:21

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eru verkirnnir alveg að drepa þig núna ? ...........

Níels A. Ársælsson., 13.12.2012 kl. 13:52

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Páll.

Þeir menn sem ég hef kynnst og voru hæfastir til að stýra sínu samfélagi

VORU BÆNDUR SEM ALDREI VORU Í SKÓLA.

Alla sína daga höfðu þeir lagt það á sig að fylgjast gríðarlega vel með öllum gangi þjóðmálanna og voru auk þess víðlesnir eins og mögulegt var.    

Þeir höfðu líka djúpa þekkingu á mannlífinu, eðli mannsins, því gangverki sem við köllum þjóðfélag og undirstöðu þess. 

Þeir byggðu allt sinn líf á þeirri fyrirhyggju sem kom þjóðinni í gegnum aldirnar, hvað sem yfir gekk.

Undir stjórn þessarra manna hefði aldrei orðið neitt hrun.  Reyndar heldur ekki eyðslufylleríið á undan hruninu. 

Við höfum átt fullt af svona fólki sem var hæft til að sitja á Alþingi og stjórna þar landsmálunum eins og best var hægt á hverjum tíma.

En það fólk hafði lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að ná þeirri hæfni.

Ég hef sagt það mörgum sinnum, hér á síðunni, að þeir sem eru fífl þegar þeir fara í skóla eru líka fífl þegar þeir útskrifast.

Jón Gunnar Kristinsson er ekki vesalingur. Hann er yfirburðamaður á sínu sviði sem er grín.

En frá upphafi hefur Jón ekki leynt því að hann vissi ekkert um borgarmálin.

Hann hefur ekkert ofreynt sig á að setja sig inn í borgarmálin og leynir því ekkert heldur.  

Þú þarft að vera mjög vel gefinn til að geta orðið frábær grínisti og það er Jón augljóslega. 

Þú þarft líka að vera mjög vel gefinn til að verða skurðlæknir.

Til þess að geta orðið skurðlæknir þarftu að leggja á þig mikla vinnu. 

Ætlarðu að láta einhvern skera þig upp sem segir þér að hann kunni ekkert í skurðlækningum?

Nei þú gerir þá kröfu að hann sé langlærður sérfræðingur á því sviði.   

Sömu kröfu verður að gera til þeirra sem vilja stjórna samfélaginu.

Það verður að sjást að þeir hafi þá þekkingu og hæfileika sem til þess þarf.

Þakka þér innlitið.

Viggó Jörgensson, 13.12.2012 kl. 15:52

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Níels.

Það er gaman að þú skyldir nefna þetta.

Ég hélt í morgun að ég væri dauður.

Fann bara hvergi til.

Viggó Jörgensson, 13.12.2012 kl. 15:53

5 Smámynd: Stjörnupenni

Rosalega fer þetta í taugarnar á mér...

Maðurinn heitir ekki Jón Gunnar Kristinsson, hann heitir Jón Gnarr Kristinsson.
Ef þú ætlar að moka yfir borgarstjórann ættirðu í það minnsta að leggja metnað í að ná nafninu rétt.

Stjörnupenni, 13.12.2012 kl. 15:54

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég las bók Jóns; Ég er indjáni 

Þar sá ég ábyggilega að hann var skírður Jón Gunnar Kristinsson en hefði farið að nota Jón Gnarr sem listamannsnafn. 

Eins og þú segir, þá sé ég í þjóðskránni að hann hefur breytt nafni sínu í Jón Gnarr Kristinsson og leiðrétti nafnið hans þá að sjálfsögðu.

Og bið hann og alla aðra afsökunar og þakka þér ábendinguna. 

Viggó Jörgensson, 13.12.2012 kl. 16:02

7 identicon

Heill og sæll Viggó.

Ertu til í að nafngreina þessa bændur sem þú ert svo hrifinn af?

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 16:03

8 identicon

Ef þú ert að hrauna svona yfir hann reyndu þá koma með einhver góð rök fyrir því af hverju hann sé svona hrikalega slæmur fyrir borgarbúa. Innihaldslaust væl hjálpar engum en uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða

jón (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 23:59

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Hörður.

Nei ekki þessa sem ég þekkti til persónulega.

Ekki ástæða til að draga minningu þeirra inn í þessa umræðu og draga athyglina frá kjarna málsins. 

Sem er sú krafa mín að þeir sem bjóða sig fram til opinberra starfa séu hæfir til að taka þau að sér. 

En þeir sem tóku við "miðalda"þjóðfélagi og skiluðu því af sér með glæsibrag -miklu betra þjóðfélagi en þeir tóku við - 

eru augljóslega þeir sem ég er almennt að vísa til, þó að ég hafi kynnst nokkrum eintökum sjálfum og öðrum af afspurn.  

Þeir hefðu nefnilega líka getað klúðrað því stórkostlega en gerðu það ekki.  

Viggó Jörgensson, 14.12.2012 kl. 01:10

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón.

Ég vísa í það sem ég sagði í athugasemd nr. 4.

Ef þú hafðir aldrei áhuga á skurðlækningum, lærðir ekkert um skurðlækningar og kannt því ekkert í skurðlækningum þá áttu ekki að taka þær að þér.

En þrátt fyrir það - af því að það væri í boði - værir þú á launum sem skurðlæknir hjá LSH,

og tækir skýrt fram í blaðaviðtölum að þú kæmir ekki inn á skurðstofuna á sjúkrahúsinu en gæfir stundum fuglunum á lóðinni brauð.

Það sem Jón Gnarr segir sjálfur í fjölmiðlum er algerlega sambærilegt.

Að hann geri bara ekki nokkurn skapaðan hlut í Ráðhúsinu nema fara stundum út að tala við endurnar á tjörninni.

Mér finnst þetta bara ekki boðlegt. En ef að þér finnst þetta allt í lagi þá mættir þú gjarnan segja mér hvert stefnir.

Og hvar þú haldir að þjóðfélagið endi ef að menn þurfa almennt ekki að vera hæfir til að gegna þeim störfum er þeir ráða sig í.

En ég sagði aldrei að hann væri svo hrikalega slæmur.

Heldur það sem hann segir sjálfur að hann viti ekkert hvað hann er að gera þarna og geri bara ekkert sem sjáanlega skiptir máli.

Alveg væri mér sama ef hann væri á örorkubótum, ellilífeyri eða listamannslaunum og gerði svo ekki neitt.

En hann fær þarna laun fyrir að vera leiðtogi borgarbúa bæði í nútíðinni og til framtíðar.

Það er aðalstarfið en ekki að vera fjölmiðlafulltrúi gagnvart útlöndum.

Vilji hann leggja sig eftir slíkum störfum á hann bara að ráða sig, í landkynningarmál, hjá Össuri í Utanríkisráðuneytið.

Í Ráðhúsinu á hann að vera að hugsa um málefni Reykvíkinga sérstaklega.

Dæmi: Hvaða atvinnustarfssemi hefur hann sett af stað í Reykjavík?

Viggó Jörgensson, 14.12.2012 kl. 02:10

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Annars erum við Jón Gnarr langfrændur úr Reykhólasveitinni.

Þannig að ef ég ráðfærði mig við Ragnar Reykás eða Steingrím 

þá segði ég á morgun að Gnarrinn ætti að vera borgarstjóri og forsætisráðherra ......

Viggó Jörgensson, 14.12.2012 kl. 02:25

12 identicon

'Dæmi: Hvaða atvinnustarfssemi hefur hann sett af stað í Reykjavík?'

Miðað við allt klúðrið hjá þeim sem voru á undan honum þá finnst mér þetta vera frekar spurning um: Hversu miklu hefur hann klúðrað?
Ég hef ekki tíma til að fylgjast með þessu öllu saman en ég hef ekki orðið var við að hann sé að eyða hálfum milljarði í kofa niðrí bæ(óli F). Ekki hef ég heldur tekið eftir því að stefna hans sé að taka lán fyrir öllum fjandanum(OR) og fá svo ofurvexti og meira í bakið.

Annars hef ég smá spurningar fyrir þig:

Hefuru séð þættina The Wire??

Og hverja kaustu í síðustu borgarstjórnarkostningum?

jón (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 11:27

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Jón.

Það er vissulega rétt að Gnarrinn hefur ekki hagað sér eins og framsóknarmaður í sjóðum almennings.

En það er ekki þar með sagt að það sýkni hann af því að gera alls ekkert sem sjáanlega kemur að gagni.

Nema þetta síðasta að vilja leyfa hverri fjölskyldu að eiga fjórar hænur.    

Ég hef ekki séð Wire sem skilst að séu frábærir þættir.

Kaus enga. 

Viggó Jörgensson, 19.12.2012 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband