Farðu heldur í gömlu flokkanna.

Það þarf að bæta starfssemi gömlu stjórnmálaflokkanna.

Lausnin er ekki að hlaupa alltaf burt og reyna að stofna nýja flokka.

Það hefur heldur ekki sýnt sig til árangurs hingað til. 

Það vantar flest annað en fleiri flokkabrot og frekara sundurlyndi á vinstri væng stjórnmálanna.  

Birgitta Jónsdóttir hefur verið þokkalegur fulltrúi fólksins á götunni.

En aðeins þokkalegur því að hún er allt of hlynnt núverandi ríkisstjórnarformi. 

Sem fyrir hennar hatt væri alveg skiljanlegt ef að forystumennirnir væru ekki þetta afhroð. 

Þau Jóhanna og Steingrímur eru afspyrnulélegir vinstrimenn, og hreinlega svikið hagsmuni fólksins í landinu.

Þau hafa í rauninni aldrei haft áhuga á neinu nema eigin framapoti og persónulegum metnaði.

Sú frábæra kona Margrét Frímannsdóttir lýsti Steingrími vel í endurminningum sínum.  

Þau Jóhanna og Steingrímur hafa sem sagt metnaðinn en hvorki menntun, gáfur eða hæfileika til að vera stjórnmálaleiðtogar.

Og þar sem þessir eiginleikar eru ekki til staðar hefur reynslan heldur ekki kennt þeim neitt sem gagnast þjóðinni.

En þau hafa þjálfað sig prýðilega í að bola öllu hæfileikafólki burt.

Sem er helsta einkennið á fólki sem gerir sér grein fyrir að það er komið í hlutverk sem það ræður ekkert við.  

Íslenskir vinstri menn eru afbragðsfólk og velviljaðir eins og best verður á kosið.

Þeir eru hins vegar heldur barnalegir í raunveruleikanum þar sem stefnan er yfirleitt tálsýn.  

Og vinstri mönnum hefur gjörsamlega mistekist að koma sér upp gagnlegum forystumönnum.      

Þeim Jóhönnu og Steingrími veitir sannanlega ekki af aðhaldinu.

Þau eru ekkert annað vitleysingar í stjórnmálunum og stjórnarstörfin samfelld röð af aulamistökum.

Í afneitun sinni eru þau orðinn föst í eigin lygavef.

Svo mörg eru mistökin að þau eru hreinlega orðnir raðlygarar í samfelldri þvælu sinni um málsatvik. 

Það er ekki hlutverk stjórnarandstöðuþingmanna að vera varahækjur sitjandi stjórnar.

Eins og þau hafa verið Siv og Guðmundur Steingrímsson.

Þau í Hreyfingunni hafa líka, líklega af óvitaskap, verið hækjur þeirra Steingríms og Jóhönnu.

Leiksýningin þegar þau Jóhanna og Steingrímur töluðu við Hreyfinguna.

Áður en þau spörkuðu í Jón Bjarnason, er gott dæmi um þetta hækjuhlutverk Birgittu og félaga.

Svo kom fljótlega í ljós að þingmönnum Hreyfingarinnar var meira í mun að halda þingsætunum út kjörtímabilið.

En að losa þjóðina við þessa lélegustu vinstri menn Íslandssögunnar úr ríkisstjórn.    

Birgittu hefði verið nær að taka sér Vigdísi Hauksdóttur til fyrirmyndar.

Hver af bestu getu hefur reynt að halda ríkisstjórninni við efnið.

Ég man bara ekki í svipinn eftir stingandi fyrirspurn frá Birgittu.

Eins og um hver sé nákvæmlega ferðakostnaður Össurar á ári.

Í landi þar sem tæki sjúkrahúsanna eru að gefa sig.

Það hljóta að vera nokkur hundruð miljónir á ári.  

Slík endemi varðar íslenskan almenning meira um.

En gönuhlaup Birgittu á eftir sveimhuganum Julian Assange. 

Ég held að almenningur vilji ekki greiða þingfararkaup fyrir Wikileaks.   

 

 

 

 


mbl.is Hefur hug á frekari þingsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það verður að segjast eins og er Birgitta er ekki sá þingmaður sem fólk sæist eftir.

Vilhjálmur Stefánsson, 31.10.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Að mínu mati er það hárrétt hjá þér Vilhjálmur. 

Og þá erum við að tala um fólk almennt. 

Viggó Jörgensson, 1.11.2012 kl. 00:01

3 identicon

Og hvernig þingmanni er fólk eins og Vilhjálmur að sækjast eftir?

Skúli (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 01:16

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef þú ert að spyrja mig Skúli?

Þá er ekkert almennt svar til við því´. 

En fólk verður hins vegar að sjá að stjórnmálamenn séu einbeittir í hugsa um hagsmuni þess. 

Eltingaleikur við Wikileaks var ekki það sem mest var áríðandi fyrir íslenskan almenning. 

Viggó Jörgensson, 1.11.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband