Viljum við svona þjóðfélag?

Er það rétt leið að ég búi til myndband um nágrannann. 

Þar sem ég slít úr samhengi samræður okkar í garðinum. 

Og sendi svo myndbandið til vinnuveitanda hans og fjölmiðla, auk þess að birta það á netinu.

Af því að ég hef á tilfinningunni að hann hafi gert eitthvað af sér.

Er það þjóðfélagið sem við viljum búa í? 


mbl.is Ábyrg afstaða að slíta á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru skrif á  blogginu ekki að stórum hluta einmitt svona. Hlutir slitnir úr samhengi, mistúlkaðir og teygðir, hálfsannleikur eða hrein ósannindi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Stundum er það vafalaust Axel Jóhann.

Þeir sem leyfa athugasemdir fá hins vegar snarlega leiðréttingu þar.

Þarna er gengið skrefinu lengra.

Eitthvað, sem ég veit ekki hvað er, er sent á vinnuveitandann og til fjölmiðla sérstaklega.

Viggó Jörgensson, 31.10.2012 kl. 18:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf að upplýsa þetta mál hið snarasta. Að bera einhvern röngum sökum er að mínu mati alveg jafn alvarlegur glæpur og hinn meinti glæpur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2012 kl. 19:04

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég veit ekkert um þetta mál eða hvort þetta er eitthvað mál. 

Það er ekki hlutverk okkar almennings að rannsaka mál og dæma í þeim á netinu eða í fjölmiðlum í beinni útsendingu. 

Til þess höfum við sérstakar stofnanir, lögreglu og dómstóla.  

Hitt er ég búinn að segja almennt.

Sá sem hefur rökstuddan grun um lögbrot á að snúa sér til rétta yfirvalda og láta þau sjá um málið. 

Viðkomandi yfirvöld hafa það lögmælta hlutverk að kanna hvort að til séu gögn

sem styrki grunsemdir um að afbrot hafi verið framið.

Og jafnframt að gæta að þeim atriðum sem benda til þess að málið sé tilhæfulaust, byggt á misskilningi

og viðkomandi sé saklaus. 

Það fer svo eftir atvikum hvert menn eiga að snúa sér.

Það getur verið að um málið eigi að tilkynna til eftirlitsstofnanna.

Byggingarnefnd eða barnaverndarnefnd í viðkomandi sveitarfélagi.

Eða til ríkisstofnunar sem hefur lögsögu um land allt.

Það gæti verið Siglingamálastofnun, Fjármálaeftirlitið, Vinnueftirlitið, Tollgæslan, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun o. s. frv. 

Það er þá slíkra stofnanna að fara með málið til frekari athugunar hjá lögreglu standi lög til þess. 

Með mál sem varða refsingu samkvæmt almennum hegningalögum er almennt rétt að snúa sér beint til lögreglunnar. 

Viggó Jörgensson, 31.10.2012 kl. 23:58

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Viggó,

Þetta er stórskrítið mál að sjá fyrir mig sem hef ekki búið á Íslandi síðan 1996.  Ég benti á það á youtube að þetta "vídeó" hefði engar staðfestanlegar upplýsingar.  Því var ekki sérlega vel tekið!  Ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um þennan mann áður í íslenskum fjölmiðlum (segir svosem ekki mikið annað en hvað ég er úti að aka;) og get engan vegin dæmt eitt né neitt út frá þessu víðfræga youtube vídói.  Ef menn ætla að gera vídeó, í öllum bænum munið eftir að setja vídeó þáttinn INN;)  Ef þetta myndband hefði SÝNT viðkomandi ræða saman, óklippt, þá hefði það verði allt annar hlutur.  Það er auðvelt að breyta röddum - bara með þeim forritum sem ég hef gæti ég sennilega breytt minni rödd til að hljóma eins og Ólafur Ragnar, eða Jóhanna Sigurðardóttir.  Segir bara ekki nokkrun skapaðan hlut.

Mér skilst að þetta tal sé eitthvað sem hafi átt sér stað fyrir 2 eða 3 árum, áður en þessi maður hóf störf hjá Landsbjörgu.  Því er tímasetningin sérlega skrýtin í ljósi þess að skv. því sem ég hef lesið að Landsbjörg er að fara í söfnunarátak þessa dagana.  Mér finnst því þetta lykta af einhverju öðru en fréttaflutningu af þessum gjaldeyrisbrotum.  Sérkennilegt mál!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 1.11.2012 kl. 15:35

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Vildi bara bæta við að á youtube er þetta myndband kallað "General Manager Landsbjorg" sem mér finnt benda til að þetta sé sett fram frekar á hendur Landsbjörgu en einstaklingnum.  Af hverju ekki "Guðmundur Örn Jóhannsson" ?  Skrítið...

Arnór Baldvinsson, 1.11.2012 kl. 15:37

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega fyrir þessar verulega góðu athugasemdir bæði hér að ofan og aðrar þær sem ég hef séð frá þér hjá öðrum.

Ég get ekki annað en tekið undir allt sem þú segir. 

Svo hef ég heyrt hafðar eftir ýmsar setningar út þessu myndbandi.

Til dæmis að í viðskiptum þurfi ekki allir að vita allt.  

Það hefur að minnsta kosti átt við um öll þau viðskipti sem ég hef tekið þátt í, sem öll hafa verið heiðarleg.

Samkeppnisaðilar og gagnaðilar geta auðvitað ekki fengið að vita allt um gagnaðilan. 

Svo hef ég heyrt að rætt hafi verið um að stofna mörg fyrirtæki til að gera einhver viðskipti ógangsærri. 

Hér heima hlaupa forsvarsmenn fyrirtækja reglulega í ársreikningaskrá til að skoða ársreikninga samkeppnisaðila.

Bara af þeirri ástæðu einni getur verið ástæða til að stofna mörg fyrirtæki utan um ákveðin viðskipti.

Svo er sérstök stétt manna; endurskoðendur sem meðal annars reyna að finna út allar löglegar leiðir til að minnka

skattgreiðslur eða fresta skattgreiðslum ef þröngt er um rekstrarfjármagn.

Þar getur stundum verið hagræði að stofna mörg óskyldari fyrirtæki í stað þess að vera með samstæðureikningsskil.

Þessi áform segja mér heldur ekkert. 

Svo var mér sagt að menn hafi rætt um að hagnast af viðskiptunum

og að einhver ætti að fá greiddar prósentur í umsýslulaun. 

Hvorugt eru neinar fréttir fyrir mér. 

Þeir sem eru í viðskiptum stunda þau til að hagnast og þeir sem aðstoða við þau eða eru milliliðir fá prósentur.

Hefur sömuleiðis verið eðli viðskipta í árhundruð. 

Þarna getur hvað sem er verið á ferðinni fyrir mér.

En það sem er ámælisvert er hversu menn eru alltaf viljugir til að trú öllu illu upp á náunga sinn.

Og þurfa bara eiginlega ekki neitt af neinum haldbærum gögnum til að byrja að reyta æruna af fólki.

Þáttur fjölmiðla er þar oft stórkostlega ámælisverður. 

Kærar þakkir fyrir innlitið og bestu kveðjur.   

Viggó Jörgensson, 2.11.2012 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband