Dæmi um ofbeldi og sadisma frekar en klám.

Dæmin sem prófessorinn nefnir af "gonzo" klámi er af ofbeldi og sadisma þó að það sé í búningi "kynlífs".

Þeir sem virkilega hafa gaman af því að sjá konur tárfella út af sársauka við kynferðislegar athafnir.

Eru fyrst og fremst ofbeldismenn með öfugsnúið hugarfar.

Eðlilegum karlmönnum finnst fjarstæða að meiða konur sínar vísvitandi. 

Íslenskar konur láta heldur ekki fara svona með sig.

En þetta er enn ein áminningin um að vanda kynhegðun sína til að verða ekki fórnarlamb lyfjanauðgunar.  

Þar sem ofbeldismenn geta farið með konuna, eða karlinn, að sjúklegri vild.   


mbl.is Klámiðnaðurinn niðurlægir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En þetta er enn ein áminningin um að vanda kynhegðun sína til að verða ekki fórnarlamb lyfjanauðgunar. "

VOTT ÐE FOKK????

Ertu í alvörunni að meina það sem þú skrifar?

Það er ekki fórnarlömbum nauðgana af neinu tagi að kenna að þeim sé nauðgað. Vel gert hjá þér að koma ábyrgðinni yfir á fórnarlömbin.

Ég hef sjálf lent í að fá lyf í glasið mitt og ekki gerði ég neitt annað en að sitja á bar með vinkonu minni og spjalla við hana. Harðgift og ekki klædd "gálulega" eða nokkuð slíkt. Ég var þó heppin að ég er með viðkvæman maga og kastaði fljótt upp sem gerði áhrif lyfsins minni og komst heim með aðstoð vinkonu minnar og starfsfólksins á barnum. Ef mér hefði verið nauðgað þá hefði það ekki verið mér að kenna á nokkurn hátt...ekki heldur þó ég hefði setið þarna nakin og daðrað við einhvern.

"Íslenskar konur láta heldur ekki fara svona með sig." Konur og aðrir stjórna því voðalega lítið hvernig er komið fram við það. Við getum brugðist við á ýmsan hátt en við stjórnum því ekki hvort að einhverjum sikk einstaklingi detti í hug að misþyrma okkur.

Og það er blindni að halda að það séu eingöngu ofbeldismenn með öfugsnúið hugarfar sem horfi á þessa tegund kláms... Það má líka spyrja sig hvernig varð þessi einstaklingur til? Einmitt með áhorfi og mötun á þessu efni sem hefur þessi áhrif á einstaklinga, sem eru jú kannski viðkvæmari fyrir. En það er sannað að karlmenn (og kvenmenn) sem horfa mikið á klám þurfa stöðugt grófara efni til að finna þessa örvun sem verið er að leita eftir.

ÞEtta er viðbjóðslegur bransi sem lítillækkar konur, gerir þær að söluvöru og spilar út á eymd þeirra kvenna sem lenda í þessu ógeði. Það er ekki til neitt sem heitir "hamingjusama hóran" eða "hamingjusama klámmyndaleikkonan". Það er ekki erfitt að finna viðtöl við klámmyndastjörnur sem lýsa þeim viðbjóð sem viðgengst í þessum bransa... Flestar þeirra hafa lent þarna eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi, lent í eiturlyfjaneyslu o.þ.h.

Margrét (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 14:36

2 identicon

Sammála skoðunum Margrétar.

Níels (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 18:14

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góður strákur Níels.

Sýndu nú femínistakerlingu þetta í kvöld.

Aldrei að vita. 

Ekki missa vonina... 

Viggó Jörgensson, 17.10.2012 kl. 18:25

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér innlitið Margrét.

Ég held að sumum kynsystrum þínum finnist umræða um kynferðisofbeldi aðeins vera fyrir konur.

Ég hef ekkert leyfi til að gera þér upp þá skoðun.

Ef einhver karlmaður opnar munninn, til annars en að samþykkja femíniskan rétttrúnað, þá kemur þessi þreytti frasi.

Að hann telji að fórnarlamb ofbeldisglæpa hafi á einhvern hátt boðið öðrum að beita sig ofbeldi.

Það er líka ákveðin tegund af ofbeldi að gera manni upp slíkan hugsunarhátt.

----

Að fólk eigi að vanda kynhegðun sína.

Er aðeins það sem ég hef eftir Sigurlaugu Hauksdóttur félagsráðgjafa á Neyðarmóttökunni.

Helsta sérfræðingi landsins um þessi mál.

Viggó Jörgensson, 17.10.2012 kl. 18:29

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo þekki ég til tveggja svona dæma eins og þú lýsir af barnum Margrét.  

Veistu að barþjónunum er ekki einu sinni öllum treystandi. 

Þú gætir hafa verið pöntuð af öðrum viðskiptavini sem vonaðist eftir að vinkona þín hypjaði sig. 

Það er ekki lengur öruggt að fara ein eða einn á salerni á íslenskum veitingahúsum.

Þar hafa margar nauðganir átt sér stað. 

Það er ekki lengur öruggt að ganga heim.

Og dæmin sanna að það er ekki einu sinni öruggt að fara ein í leigubíl.

-----------

Ég hef ekki trú á að íslenskar konur leyfi mönnum að troða limnum ofan í hálsinn á þeim þar til þær tárfella af sársauka. 

En ég trúi því að kynsystur þeirra í ýmsum löndum verði að láta sig hafa það og ýmislegt verra.

Í þeim löndum þar sem þær hafa bara ekkert með það að gera hvað gert er við þær yfirleitt.

Og þær umskornar, barðar, afmyndaðar, sýrubaðaðar eða einfaldlega kveikt í þeim ef þær eru að múðra eitthvað að ráði. 

Og eins og þú tel ég að menn þurfi að vera með öfugsnúið hugarfar til að láta ofbeldisefni hafa áhrif á sig til hins verra. 

Þó að þú orðir það þannig að þeir þurfi að vera  "...jú kannski viðkvæmari fyrir..." 

Og trúi þér alveg að þeir þurfi sífellt grófara efni. 

Og enn er ég sammála þér um að hin hamingjusama hóra geti ekki verið til. 

Og skrifa athugasemdalaust undir síðustu þrjár línurnar hjá þér. 

Baráttukveðja.     

Viggó Jörgensson, 17.10.2012 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband