Ofsóknir kommúnista á heiðarlega embættismenn.

Furðulegt að Valgerður Bjarnadóttir skuli taka þátt í ofsóknum kommúnista á ríkisendurskoðanda.

Sem byrjaði á því að harðstjórinn Álfheiður Ingadóttir ætlaði að áminna Steingrím Ara Arason.

Fyrir að tala við embætti ríkisendurskoðanda án hennar leyfis sem heilbrigðisráðherra. 

En varð að hætta við áminninguna eftir að ríkisendurskoðandi mótmælti því við Alþingi.

Að forstöðumenn ríkisstofnanna mættu ekki hafa samband við embættið án áhættu.

Um að ráðherrar færu þá að ráðast á embættismennina fyrir að sækja sér leiðbeiningar til Ríkisendurskoðunnar. 

Fyrir þetta, og fleira, hafa kommúnistar ofsótt ríkisendurskoðanda og sýnt honum fádæma dónaskap við öll tækifæri. 

Hundshaus kommúnista, Björn Valur Gíslason, er hælbítur á Sveini Arasyni.

Honum siga kommarnir ætíð út á þá sem nagaðir skulu úr skónum.   

Það er Alþingi ekki samboðið að þar skuli sitja óbermi eins og Björn Valur.

Sem kom ættingjum sínum á kaldan klaka með því að láta falla á þá miljóna skuldir.

Og það er Valgerði Bjarnadóttur engan vegin samboðið að taka þátt í aðför kommúnista að ríkisendurskoðanda.  


mbl.is Vill að ríkisendurskoðandi víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er frammistaða ríkisendurskoðanda í þessu máli til eftirbreytni? Á ekki að verðlauna hann og heiðra fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar.

Bjargvætturinn á Bessastöðum er örugglega að láta smíða orðusett til að næla á garpinn. Minna má það ekki vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er nú svo Axel Jóhann að maðurinn tók við embætti rétt fyrir hrun. 

Þá var þessi umrædda skýrsla, og það mál, þegar orðin nokkuð gömul. 

Í ársskýrslu, um það leyti, var Alþingi sagt frá málinu og enginn hreyfði athugasemdum svo vitað sé?

Ég er ekkert að verja þetta einstaka mál. 

En það er nú samt þannig að eftirlitsstofnanir eiga að reyna að bæta vinnubrögð hjá þeim sem starfa í nútímanum. 

Það er kannski ekki lengur forgangsefni að skamma löngu hætta ráðherra og löngu hætta embættismenn. 

Nema að það nýtist mönnum til eftirbreytni framvegis.

Rannsóknarnefnd Alþingis tók þar ómakið af Alþingi og skammaði stjórnsýsluna sundur og saman. 

Flest hefur líklega þó meira aðkallandi hjá Ríkisendurskoðun en þetta eldgamla mál. 

Ég reikna heldur ekki með að þar séu eins margir starfsmenn og þar þyrftu að vera. 

En þarna fór eitthvað úrskeiðis sem vissulega verður að finna að. 

Hjá Ríkisendurskoðun eins og annars staðar.

En þetta eru ofsóknir.

Þingmenn hafa logið því blákalt að Alþingi hafi aldrei vitað um málið. 

Þeir eru kerfisbundið að reyna að skapa sér stöðu til að reka ríkisendurskoðanda.

Fyrir að veita valdhöfum í stjórnsýslunni aðhald.

Sem er nákvæmlega það sem hann átti að gera fyrir hönd Alþingis og þjóðarinnar.

Að hann verði rekinn fyrir það eru einmitt það sem fólkið í landinu á ekki að líða spilltum valdhöfum. 

Viggó Jörgensson, 16.10.2012 kl. 19:04

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og til að rifja þetta betur upp þá hefur Ríkisendurskoðun oft þurft að setja út á vinnubrögð

þeirra Jóhönnu  og alveg sérstaklega Steingríms.

Hér er grein af T24.is

Samkvæmt ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra tók ríkissjóður þátt í björgun Sjóvár með 11,6 milljarða króna framlagi. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við þetta og benti á að ekki væri ljóst hvaða lagaheimildir fjármálaráðherra hefði til þessa.

Ríkissjóður tók á sig skuldbindingar vegna yfirtöku Arion banka hf. á innstæðum í SPRON hf. og yfirtöku Íslandsbanka hf. á innstæðum í Straumi-Burðarási hf. Ríkisendurskoðun taldi það ámælisvert að ekkert væri getið um þessar skuldbindingar í ríkisreikningi árið 2009 líkt og reikningsskilareglur gera ráð fyrir.

Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig staðið var að lækkun launa samkvæmt tilmælum sem ríkisstjórnin gaf út í ágúst 2009. Gagnrýnin beindist fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu.

Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir og gagnrýnt að fjármálaráðuneyti fái svokallaðar „opnar heimildir“ á fjárlögum vegna stofnfjárframlaga og útgjalda. Þannig var ekkert tillit tekið til útgjalda ríkissjóðs vegna SpKef þó vitað hafi verið að kostnaðurinn yrði a.m.k. 11,2 milljarðar króna. Þegar upp er staðið er ljóst að skattgreiðendur þurfa að standa undir allt að 25 milljörðum vegna sparisjóðsins, að teknu tilliti til vaxta. Þannig má lengi telja.

Ríkisendurskoðun hefur bent á að stórra skuldbindinga ríkissjóðs sé í engu getið í ríkisreikningi – séu utan efnahags. Þannig gefur ríkisreikningur skakka mynd af stöðu ríkissjóðs.

Þess er að vænta að Ríkisendurskoðun geri til dæmis alvarlegar athugasemdir við hvernig „fela“ á skuldbindingar ríkissjóðs vegna Vaðlaheiðaganga. 100 skýrslur Alþingi hefur fengið um 100 skýrslur frá Ríkisendurskoðun frá árinu 2008. Með þeim hefur stofnunin veitt framkvæmdavaldinu aðhald sem annars væri ekki fyrir hendi og fengið alþingismönnum í hendur tæki og tól til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Það er fullkomlega eðlilegt að þingmenn geri alvarlegar athugasemdir við að Ríkisendurskoðun gangi ekki hratt til verks og skili ekki umbeðnum skýrslum innan ákveðins tíma. En mikið væri það gleðilegt ef þingmenn eyddu jafnmiklum tíma til að ræða þær skýrslur sem þegar liggja fyrir og þeir hafa gert um skýrslu sem ekki er tilbúin.

Í þessu sambandi má benda á úttekt Ríkisendurskoðunar á ríkisábyrgðum og öðrum fjárhagsskuldbindingum sem ekki koma fram í fjárlögum eða fjáraukalögum. Skýrslan var unnin að beiðni Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og hefur legið fyrir frá því í janúar. Þar er um hundruð milljarða að ræða og gríðarlega hagsmuni, ekki síst fyrir komandi kynslóðir. En það hentar ekki meirihluta fjárlaganefndar að beina athyglinni að ríkisábyrgðum eða öðrum fjárhagslegum skuldbindingum sem ríkið hefur tekið á sig, beint og óbeint. Ekki frekar en að axla ábyrgð á að halli ríkissjóðs á síðasta ári var 52 milljörðum króna meiri en samþykkt fjárlög sem nefndin vann að. Að ekki sé talað um afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á fjáraukalögum þar sem horft var framhjá augljósum útgjöldum. Niðurstaðan var sú að hallinn var 42 milljörðum meiri en fjáraukalög leyfðu.

Einhver hefði talað um trúnaðarbrest við fjármálastjórn ríkisins af minna tilefni. „… erfitt að blekkja aðra …“ Ríkisendurskoðandi er starfsmaður Alþingis samkvæmt lögum og ber ábyrgð gagnvart því. Í annarri grein laga um stofnunina segir að forsætisnefnd Alþingis geti, „að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi“. Ef meirihluti fjárlaganefndar er á því að trúnaðarbrestur hafi orðið milli ríkisendurskoðanda og Alþingis, ber meirihlutanum að leggja til við forsætisnefnd að viðkomandi verði vikið úr starfi. Í framhaldinu verður forsætisnefnd að óska eftir samþykkis Alþingis. Komi slík tillaga ekki fram er ekki hægt að draga aðra ályktun en að um pólitískan leikaraskap hafi verið að ræða. Franski rithöfundurinn Francois de la Rochefoucauld sagði einhverju sinni: „Það er jafnauðvelt að blekkja sjálfan sig án þess að taka eftir því og það er erfitt að blekkja aðra svo þeir komist ekki að því.“ Forráðamenn vinstri ríkisstjórnarinnar og meirihluti fjárlaganefndar ættu að hafa þessi orð franska rithöfundarins í huga.

Viggó Jörgensson, 16.10.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband