Ætti ekki að koma neinum á óvart.

Margsinnis hef ég mótmælt stórkallalegum fullyrðingum þeirra Steingríms og Jóhönnu um árangur þeirra við landsstjórnina.

Árangur þeirra er nákvæmlega engin.

Allur ávinningur er á kostnað almennings er hert hefur sultarólina, misst atvinnuna, farið í skóla eða úr landi.

Fyrri ríkisstjórn lagði drög að því að landsstjórnin yrði í höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Steingrímur mótmælti því hástöfum og vildi skila láninu þaðan. 

Engu að síður hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnað efnahagsmálum landsins alla stjórnarsetu núverandi ríksstjórnar.

Um skuldastöðu landsins hef ég leyft mér að halda fram.

Að ennþá sé engan veginn öruggt að við getum greitt núverandi skuldir þjóðarinnar. 

Það þurfti einungis að rýna lauslega í stóru tölurnar til að átta sig á að staðan er hrikaleg.  

En þetta er engan vegin á hreinu ennþá.

Ætluð núverandi staða gæti batnað, en einnig gæti staðan verið miklu verri en nú sýnist.  

Allt sjálfshól núverandi ríkisstjórnar er algerlega innistæðulaust. 

Hvort við höfum það af?

Fer annars vegar eftir því hvernig skuldastaðan verður þegar öll uppgjör liggja fyrir. 

Og hins vegar eftir aflahæfi þjóðarbúsins framvegis, í erlendum gjaldeyri.  

Sem að sjálfsögðu mun alls ekki lagast eins og þarf.

Með fáráðlinga við stjórn sem ekki vilja styðja við atvinnulífið í landinu.

Mega ekki heyra minnst á virkjanir eða aukna orkusölu í neinni mynd.  

Reyna þvert á móti að kæfa allt með aukinni skattheimtu. 

Ef núverandi ríkisstjórn situr hér áfram fer landið lóðbeint til andskotans.

Þar er þó að minnsta kosti eitt atriði, í hagstjórninni, sem engum vafa er undirorpið.   

Nema hvort við sökkvum niður í neðsta.

Þannig að það verði ekki fjandinn sem faðmi okkur heldur Stalín sjálfur.  

Þá rætist æskudraumur Steingríms pílagríms-

för til Stalíns.


mbl.is Skuldum 90% meira en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband