Össur ætti fara til Súdan.

Það væri tilbreyting í að eitthvað gagn væri af þvælingi Össurar um heiminn.

Hann ætti að hraða sér til Súdan og mótmæla kröftuglega þessari villimennsku.

Ef hann t. d. hótaði að setjast að í Súdan myndu þeir náða þessa stúlku strax.

Og ef það dugar ekki að hóta þá að Jóhanna komi sjálf og þess óski þeir ekki. 


mbl.is Verður grýtt til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Finnst þér þetta virkilega eitthvað til að gantast með?

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.6.2012 kl. 22:40

2 identicon

Ja, mér fannst þetta allavega fyndið.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 01:17

3 identicon

Algörlega sammála þér Bergljót.

Var ekkert svo fyndið hvort eð er, að mínu mati....(sorry Viggó). OOoog nei ég er ekki Samfylkingarmaður, sem er eitthvað sár fyrir hönd Össurrar og Jóhönnu.

Adam (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 08:08

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bergljót. þér getur ekki verið alvara. Það er ekki hægt að bjarga heiminumþÞað eru milljarðar ofan á milljarða sem þurfa hjálp. Hvað eigum við með að vera að spá í önnur mál en okkar. Það að hver og ein þjóð geri sitt besta heima er að bjarga heiminum. Sérð þú að Össur kæmi með tíu konur til íslands til þess að eftir komi hundrað og fleiri. Því vilt þú þessari þjóð svo illt að þú viljir blanda hana með fólki frá öllum þjóðarbrotum. Segðu mér það. Þú sér allstaðar í heiminum að blöndun þjóða hefir reynst illa. Hvað verður Evrópa eftir 20 ár.  

Valdimar Samúelsson, 3.6.2012 kl. 08:14

5 identicon

Enginn gantast með Össur eða Jóhönnu. Þau auglýsa sig best sjálf.

En mér er hugsað til SÞ. Hvaða samkunda er það eiginlega, sem ekki er búin að útiloka þjóðir frá samtökunum sem hafa þessi lög? Jú það er olía í Sudan og þá eru allir hlutir í lagi. Fjölþjóðahringir sem nýta olíuna (Shell,BP, o.m.fl.) sem sagt allt í lagi á meðan þeir getað mjólkað olíugróðan. Clintonladyin berst nú með oddi og egg fyrir því að ráðist sé inn í Sýrland og Iran því þær þjóðir nýta olíulindir sýnar í þágu landsins. Sjá hvernig búið er að fara með Írak og Libýu. Síðan er sennilega beðið eftir að forseti Venezuela drepist úr krabbanum. Þá verður þar tekið til hendinni. Íslendingar eiga ekki að vera svona helv... meðvirkir. Haga í einu og öllu efftir Sossafífluinum í Svíþjóð sem eru á góðri leið með að virkja öll norðurlönd til múslimskrar trúar og þá komum við að því.... hvað verða þá mörg ár þangað til að farið verður að grýta okkar kvenkynsafkomendur?????

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 09:57

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er að meina það Bergljót.

Að eina gagnið sem Íslendingar gætu gert í heiminum. 

Sé að mótmæla stríði og ofbeldisverkum við öll möguleg tækifæri.

Í þessu tilliti eru þau Jóhanna og Össur, jafn gæfulaus og Þorgeir Hávarsson. 

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 16:25

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo eru það púlshestarnir Oddný og Steingrímur sem stjórna landinu hvort sem er.

Þannig að hér yrði enginn héraðsbrestur þó að Jóhanna skryppi af bæ.

Hún skilur ekkert í þessu hvort sem er. 

Sem er jú nákvæmlega ástæðan fyrir því að hún vill að ESB stjórni hér fyrir sig.

Hvar Össur er að leika sér skiptir engu máli yfirleitt.

En gæti gert það í þessu máli. 

Ef hann bjargaði lífi þessarar stúlku þá hefði hann þó gert eitthvað gagn á kjörtímabilinu.

Og svo veistu Bergljót að ég hef í mörg ár fordæmt umskurð og annað ofbeldi gagnvart konum. 

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 16:45

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Valdimar. Ég vil þér varla að vera svo heimóttalegur að hafa ekki farið úr landi hingað til, og á ég þá við til Evrópu. En hafirðu gert það ættirðu að sjá að Evrópa er öll samansett af alheims þjóðarbrotum og þarf engin 20 ár í viðbót til að það gerist.

Ég er jafnréttissinni og álít að allir eigi jafnan tilverurétt á þessari jarðkúlu sem við byggjum, enginn ætti að vera rétthærri en annar. Þess vegna hryllir mig við fréttum af þessu tagi, þar sem ekki einu sinni eru venjulegir lágkúrulegir íslenskir rasistar að verki, heldur karlremba og kvenfyrirlitning sem hefur átt sér stað mjög lengi innan þess samfélags sem þessi unga kona á heima í.

Viggó. Það sem ég meinti með þessum skrifum mínum var hreinlega að mér er fyrirmunað að skilja að það sé neitt fyndið við meðferðina og dóminn yfir stúlkunni og hvernig hægt er að blanda Össuri og Jóhönnu í málið, líklega til að gera það enn fyrndnara?

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.6.2012 kl. 20:36

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.

Þið Bergljót og Adam eruð eitthvað sár fyrir hönd Össurar og Jóhönnu.

Ég virði það og skil.

Ekki vildi ég vera Samfylkingarmaður í dag eins og þau hafa hagað sér.   

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 22:00

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Aldrei komið nálægt Samfylkingunni eða kosið hana. Ég er ekkert sár fyrir hönd neins, en á mjög erfitt með að skilja hvernig nokkur getur virt og skilið það sem hann skilur ekki. Auðveldasta lausn í heimi er að búa til sjónarmið annarra, virða þau og skilja á eigin forsendum, án þess að horfast í augu við að skilningurinn og virðingin er fyrir eigin hugarfóstri og kemur þeim sem á að vera svona vel skilinn ekkert við.

M.b kv.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2012 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband