Skrifstofumenn að fljúga.

Flugstjórinn var reyndar ekki í stjórnklefanum en það er annað mál.

Það hefur komið í ljós að flugmennirnir sem voru frammi í stjórnklefanum.

Höfðu ekki fengið þjálfun til að fljúga sjálfir (handfljúga) í farflugshæð. 

Á það getur reynt ef hraðamælar verða óvirkir en þá fer sjálfsstýringin af. 

Og það var það sem gerðist í þessu tilfelli að ísing lokaði tímabundið fyrir hraðamælisinntök. 

Yngri flugmaðurinn sem sat í flugstjórasætinu vildi endilega reyna að leysa málið sjálfur þó að hann gæti það ekki.

Hann virðist óafvitandi hafa haldið stýripinnanum aftur en auk þess notaði hann rangar aðferðir. 

Hann leit ekki í gátlistann heldur reyndi að stilla vélina af með áfallshorni, og vélarafli, sem áttu við lægri hæðir. 

Hann endaði svo tvisvar í ofrisi en hélt lengst af að hann væri á of miklum hraða. 

Yngri flugmaðurinn tók hvorki við leiðbeiningum eldri flugmannsins né leyfði honum að taka stjórnina.

Eldri flugmaðurinn var með mesta reynsluna á þessa vélargerð af flugmönnunum þremur. 

En hann hafði ekki tekið námskeið í að handfljúga í farflugshæð. 

Slíkt námskeið hafði Air France aðeins látið flugstjórann sitja en þau eru í flughermi. 

Eldri flugmaðurinn hugsaði of mikið um að kalla á flugstjórann í stað þess að einbeita sér að fluginu sjálfu. 

Tölvukerfið í Airbus er orðið allt of ógagnsætt fyrir flugmennina. 

Af því að yngri flugmaðurinn hélt stýripinnanum aftur, án þess að flugmennirnir vissu það. 

Þá fór trimmið á hæðarstýrinu einnig í botn, til hækkunar, án þess að flugmennirnir vissu það.

Flugmennirnir finna ekki í stýripinnanum rétt átak frá flugstýrunum utan á flugvélinni, tölvan er á milli. 

Á ofrisinni flugvél af gamla skólanum finna menn að þeir eru ofrisnir, þegar ekkert átak þarf á stýrin.

Yngri flugmaðurinn var að basla við að halda flugvélinni láréttri þar sem hún valt til hliðar inni í óveðursskýi. 

Hefði hann haft rétta tilfinningu frá stýrunum, hefði hann frekar áttað sig á ofrisinu. 

Flugmennirnir gerðu byrjunarmistök strax í upphafi þegar þeir misstu út hraðamælanna og fóru í ofris. 

Með röngum stillingum setti yngri flugmaðurinn vélina í ofris eftir að hafa ranglega hækkað flugið.  

Með því að fara ekki rétt út úr ofrisinu, fóru þeir fljótlega inn í annað ofris sem þeir komust aldrei út úr.  

Í viðbót skellti tölvukerfið á þá um 18 bilanaboðum sem flest máttu bíða eða birtast á öðrum skjám.

Flugmennirnir höfðu um 4 mínútur, til umráða, til að leysa málin þar til þeir skullu á hafinu í flötu ofrisi. 

Ég hef áður sagt að enginn þyrfti að efast um að mennirnir kynnu ekki fljúga en tek það til baka. 

Þeir kunnu það ekki.

Yngri flugmenn Airbus véla hafa aðallega verið að horfa á sjálfsstýringar fljúga vélunum.

Og eru ekki einu sinni sendir á þau námskeið sem þó eru í boði. 

Þökk sé Air France, Airbus og oftrú á tæknina, þá eru þeir einsskonar skrifstofumenn að stilla takka.   

Nú nýlega varð aftur flugatvik hjá Air France þar sem flugmaðurinn gerði svipuð mistök í byrjun. 

Hann sagði hreint út að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann var að toga í stýripinnann.

Það er eitthvað mikið að. 

  


mbl.is Rannsókn á flugslysi að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það að bjarga hlutum sem komnir eru í óefni hvort sem það er á flugvél, bílum, skipum eða öðrum tækjum byggir fyrst og fremst á tilfinningu þess sem er við stjórnvölinn. Við slíkar aðstæður er sjaldnast mikið hægt að ráðfæra sig við tölvur eða mælitæki, stjórnandinn verður að sjórna útfrá þeirri tilfinningu sem hann fær frá tækinu og sinni reynslu á því hvernig tækið lætur að stjórn.

Með sífellt meiri sjálfvirkni og hjálpartækjum hlítur að verða meiri og meiri líkur á að þessa tilfinningu vanti þegar á reynir. Kunna ungir ökumenn í dag að nauðhemla án ABS?

Einar Steinsson, 1.6.2012 kl. 22:36

2 Smámynd: el-Toro

sæll Viggó, 

miklar upplýsingar sem koma þarna fram hjá þér.  hefur þú lesið þér svona mikið til um þetta flugslys?

ef satt reynist hjá þér, þá ætti athugasemdin þín í raun að vera fréttin...og fréttin þætti þá varla nægilega merkileg til að vera athugasemd :)

el-Toro, 2.6.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Einar. 

En í fluginu mega menn ekki vinna þannig, þeir eiga að nota viðurkenndar aðferðir eftir gátlistum.

Í fluginu hefurðu ekki þessa tilfinningu fyrir því hvernig þú snýrð.

Það vitum við sem höfum verið látnir fljúgja með skerm á fyrir útsýnið utan frá.  "Hood"

Það er til að læra að tækin (þau sem eru í lagi) hafa rétt fyrir sér en ekki tilfinningin í höfðinu. 

Jafnvægisskynið okkar er í vökvafylltum túbum í miðeyranu.

Þar eru bifhár sem skynja hreyfingu á vökvanum.

Ef þú hallar hægt og rólega skynja bifhárin það ekki.

Þá veistu ekkert hvernig þú snýrð ef þú hefur ekki ytri viðmið, ótrúlegt en satt. 

Í fluginu hefuðu ekki tíma til að stunda nýjar rannsóknir.

Þú ÁTT því að fara eftir viðkenndum gátlistum sem þú hefur með þér í stjórnklefanum.

Gátlistarnir eru samdir af flugmönnum, verkfræðingum og sérfræðingum í ró og næði.

Á bak við þá liggur gífurleg rannsóknavinna, byggð á allri flugsögunni um slys og flugatvik.  

Í þessu slysi AF-447 tók hvorugur flugmaðurinn upp gátlistann til að staðfesta réttar aðferðir.

Yngri aðstoðarflugmaðurinn setti flughallann og afl hreyflanna, miðað við miklu minni flughæð en þeir voru í. 

Þetta gerði hann eftir minni.  (Pitch and power). 

Eldri aðstoðarflugmaðurinn tók heldur ekki upp gátlistann og leiðrétti ekki þann yngri,

varðandi þessar stillingar.   Hann var meira að hugsa um að kalla á flugstjórann.  

Sá eldri sagði hinum yngri að hann væri að hækka sig en ekki hvað hann nákvæmlega ætti að gera.

Sem var að fara eftir gátlistanum, alls ekki tilfinningu. 

En öllu hinu er ég sammála þér um að tölvutæknin hefur tekið tilfinninguna frá mönnum.

Þessa sem þeir eiga þó að geta notað til að hjálpa sér.

Á ofrisinni flugvél svara jafnvægisstýrin þér ver og ver og þú finnur að átakið er nær ekkert.

Þegar tölvan er komin á milli þín og vængflatanna finnur þú þessa ekki lengur ef það er stillt þannig.

Vélin valt um tugi gráða til og frá.  Flugmaðurinn hélt að það væri út af óveðrinu. 

Áttaði sig ekki á að vélin var ofrisinn.   

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 16:03

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll el-Toro.

Já ég hef lesið gríðarlega mikið um þetta flugslys.

Þetta var miklu meira áfall fyrir flugheiminn en flest önnur flugslys í seinni tíð.  

Það var alveg óásættanlegt fyrir flugheiminn, flugmenn, flugáhugamenn og farþega.

Að risaþota af "fullkomnustu" gerð gæti bara farist í farflugi án nokkurra haldbærra skýringa. 

Síðan hefur myndin smásaman verið að koma saman.

Og við tugir þúsunda flugáhugamanna, um víða veröld, fylgist vel með.  

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 16:10

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Á neðangreindum hlekk geturðu fundið frétt um að sjálf Flugmálastjórn Bandaríkjanna hafi áhyggjur af málunum.

FAA study finds serious flaws in pilot training for handling automation

http://www.flightglobal.com/news/articles/faa-study-finds-serious-flaws-in-pilot-training-for-handling-349371/

Viggó Jörgensson, 3.6.2012 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband