Áburðartankurinn er fyrirstaðan.

Það er stórkostlegt að þristurinn sé enn í flughæfu ástandi.

Og alveg frábært ef Þristavinafélaginu tækist að gera hana aftur að farþegavél.

Þegar áburðartankurinn var settur í vélina þegar hún varð landgræðsluvél.

Þá skilst mér að tankurinn hafi að einhverju leyti orðið hluti af burðarvirki vélarinnar.

Og ekki einfalt, eða ódýrt, að breyta því aftur. 

Stórkostlegt ef það tekst og snilldarviðbót við ferðaþjónustuna.  

Það er nefnilega alveg þorandi að fljúga með gömlum vélum í umsjón íslenskra flugvirkja.

En ekkert sem menn ættu að gera í þriðja heiminum, þar sem litlir aurar eru í viðhaldið. 

Af vanefnum eru flugvélar þar samt sem áður stimplaðar flughæfar af þarlendum flugvirkjum.  

Og slysatíðnin eftir því.  

Landflestum afrískum flugfélögum er bannað að fljúga til Evrópu út af slælegu vélaviðhaldi.

 

 


mbl.is Þristinum breytt í farþegavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband