Eins og í Norður Kóreu.

Bergur Kristinsson ætti þá einnig að lesa bókina; Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick.

Þar er því lýst hvernig kommúnista glæpastjórnin reyndi að hlaða sem mestu undir höfuðborgina Pyongyang. 

Sem var eiginlega eini staðurinn sem útlendingar máttu sjá.

Landsbyggðin mátti svo vera gettó en þau voru samt meira stéttaskipt en búast mátti við.    

Einnig "skemmtileg" lýsing á skefjalausri forræðishyggju ríkisstjórnarinnar þarna.  

Sem minnti alveg feikilega á þau Jóhönnu, Össur og Steingrím.

Þau gætu einnig tekið upp slagorðin frá þeim Kim feðgum:

VIÐ GERUM EINS OG FLOKKURINN SEGIR. 

Svo voru viðbrögð stjórnvalda í Norður Kóreu við hungursneiðinni í lok síðustu aldar.

Ósköp svipuð og ríkisstjórnarinnar hér eftir hrunið. 

Á báðum stöðum lét ríkisstjórnin sem ekkert væri þó að fólk stæði í biðröðum eftir mat.

Lýsingar í fjölmiðlum, Norður Kóreu, á ástandinu í því yfirburða ríki. 

Minna einnig mjög á lýsingar fréttastofu RÚV af dýrðinni í Evrópusambandinu.

Þetta er kannski allt að koma Steingrímur?

Hér má sjá fréttaskýringaþátt RÚV um ESB: 

http://www.youtube.com/watch?v=sUvYVZvGUC0&feature=related
mbl.is Býr til gettó á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ert þú virkilega að líkja því við ástandið í Norður Kóreu ef útgerðarmenn fá ekki að nýta auðlindir þjóðarinnar til eigin auðsöfnunar nánast án þess að greiða fyrir þann afnotarétt?

 Það var í dag að koma út skýrsal að hvergi í Evrópu er lægra hlutfall en hér af þjóðinni með það lágar tekjur að það geti talist fátækt, Þetta er mikill munur frá góðærisárunum fyrir hrun þegar þáverandi stjórnarflokkar juku byrðar á þá lægst launuðu en lækkuðu þær á þá sem betur mega sín. Þá var meiri fátækt í miðju góðærinu en er nú. Þessi breyting hefur fyrst og fremst orðið vegan aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Þessi orð þín um að Jóhönnu og Steingrími sé sama þó biðraðir eftir mat lengist eru því eins mikið út úr kú og hugsast getur.

Sigurður M Grétarsson, 26.3.2012 kl. 18:46

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Sigurður.

Nei ég er ekki að bera neitt í Kóreu saman við eitthvað í sambandi við íslenska útgerðarmenn.

Samanburðurinn er að þar var öllu tjaldað til fyrir höfuðborgina, og þá sem þar voru,  á kostnað landsbyggðarinnar.  

Sem er áhyggjuefnið hjá Bergi.   Að þau í Reykjavík ætli að gera eitthvað sambærilegt.  

Ég er sammála þér að nokkrar fyrri ríkisstjórnir voru með aðra nálgun á velferðarmálin en þessi reynir að vera með.

Og það sama á örugglega við um notkun á skattkerfinu til að bæta hag hinna ver settu. 

Ég hef ekki sé nein gögn um fátækt á þeim tíma eða nú síðar, né hvaða skilgreiningar standa þarna að baki.

En er alls ekki að rengja þig neitt með þessa skýrslu.  Gætirðu sent mér hlekkinn á hana?

Ég er ekki að segja, og sagði ekki, að Jóhönnu og Steingrími hafi verið sama um að biðraðir lengdust eftir mat. 

En þeim tókst, ótrúlega lengi, að láta eins og þetta væri ekkert á þeirra vegum, og bara eins og vandamálið væri ekki til.

Þetta þjóðarhneyksli stóð því miður allt of lengi, að samlandar okkar stæðu úti í alls konar veðri, í biðröð eftir mat. 

Og var mikið sjónvarpsefni á þeim tíma, eins og þú veist.

Allt allt of seint gripu einhverjir í taumanna og breyttu fyrirkomulaginu á þessu. 

Ef þau Steingrímur og Jóhanna hefðu hagað sér í takt við þá ímynd, sem þau hafa reynt að selja okkur,

af áherslum sínum í stjórnmálum, hefðu þau upprætt, þetta niðurlægjandi fyrirkomulag, SAMDÆGURS.  En gerðu ekki. 

Falleg byrjun á fyrstu vinstri ríkisstjórninni eða hitt þá heldur.  

Þau voru nefnilega með allan hugan við Evrópusambandið en ekki fólkið í landinu.  Og þannig er það enn. 

Annað í þessum samanburði á matarröð á Íslandi og hungursneið í Norður Kóreu á ekkert við.  Út úr kú eins og þú segir. 

Hitt stendur að í báðum þessum löndum létu stjórnvöld á sér standa með aðgerðir, sér til ævarandi skammar.     

Varðandi útgerðarmenn og kvóta, hef ég lengi sagt að við þjóðin eigum kvótann, þó að stjórnmálamenn hafi leyft sér að gefa hann. 

Ég hef ekki lesið þetta nýja frumvarp.

Mín eldri afstaða var að kvótinn sé nú verndaður af eignaréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Hann verði því að taka eignarnámi af núverandi eigendum og komi fullar bætur fyrir. 

Útfærslan á því getur svo verið með margs konar hætti.     

Viggó Jörgensson, 26.3.2012 kl. 20:57

3 Smámynd: Óskar

Afhverju fara sjallabjálfar alltaf að tala um Norður Kóreu þegar bæta á kjör almennings á kostnað elítunnar?  Getur það verið vegna þess að í Norður Kóreu á 1% þjóðarinnar allt , er það ekki akkúrat þannig sem náhirðin vill hafa þetta?

Óskar, 26.3.2012 kl. 23:03

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Óskar.

Ef þú átt við mig, þegar þú talar um sjallabjálfa, þá finnst mér bara svo gaman að rifja upp árangurinn hjá kommunum.

Í þessu þjóðskipulagi sem þau stefna að; Steingrímur, Svavar, Álfheiður, Svandís, Árni Þór og hinir kommarnir.

Og hvort sem þau trúa enn á kommúnisman eða eru farin að dofna í trúnni.

Þá eru vinnubrögð þeirra, og aðferðir, þær sömu og sýndu sig að því að vera algerlega misheppnaðar í kommalöndunum.

Nú þekki ég ekki þessa náhirð þína, og veit ekki hvort hún er til, ég tilheyri henni ekki og varðar ekkert um hennar vilja.

En hafðu svo einhver málefnalega rök, svona með, í næstu færslu.

Teldur þú það til dæmis standast að ætla að þjóðnýta fiskveiðiauðlindirnar?

Ef þú hefur keypt þér íbúð, eða bíl, finnst þér það standast að Alþingi taki þetta af þér með einhverri 20 ára aðlögun?

En hvað með þá sem hafa keypt sér fiskveiðikvóta og greitt fullt verð fyrir?

Er það að bæta hag almennings að leggja lamandi hönd á atvinnulífið?

Koma í veg fyrir orkuframleiðslu og setja sjávarútveginn á hausinn?

Er það að bæta hag almennings að hækka skatta á núverandi skattgreiðendur, þannig að þeir fari á hausinn og borgi enga skatta?

Ef þú getur útskýrt það, þá skal ég kjósa VG næst.  

Viggó Jörgensson, 27.3.2012 kl. 19:41

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jæja Sigurður M. Grétarsson.

Hvar ert þú með þess skýrslu?

Þegar ég sagði þér að nokkrar fyrrverandi ríkisstjórnir hefðu verið með aðra nálgun á velferðarmálin

en sú núverandi reyndi að vera með.

Þá var það í stóru myndinni sú nálgun að því meiri sem almenn velsæld væri, því betra hefðu þeir það sem

verst stæðu.  

Nálgun núverandi ríkisstjórnar er að sparka í þá sem hafa það best og hækka á þá skatta

og reyna að skattleggja atvinnulífið þannig allir hafi það jafn skítt. 

Þá getur hún svo sagt að minni munur sé á þeim sem hafi það verst og best, en áður. 

Það sem aðallega hefur gerst hjá þessari ríkisstjórn er að þeim hefur fjölgað sem hafa stopula vinnu.

Þjóðflutningar hafa orðið úr landi og atvinnulausum hefur fjölgað gífurlega.

Jóhanna hugar þó hina atvinnulausu með því að skattprósentan þeirra sé nú skaplegri en þegar þeir voru í vinnu. 

Mestur munurinn sko.  

Viggó Jörgensson, 30.3.2012 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband