Landsdómi er skylt að sýkna Geir Haarde. In dubio pro reo.

Allur var málflutningur saksókara, um sekt Geirs H. Haarde, í viðtengingarhætti. 

Hugsanlega hefði hann kannski mögulega átt að prófa þetta úrræðið en samt kannski hitt. 

Allt saman í slíkri hálandaþoku og mesta mögulega vafa. 

Það er grundvallarregla hérlendis og ein af undirstöðureglum réttarríkisins.

Að allan vafa skal meta sakborningi í hag og sýkna hann þegar ákæruatriðin eru ekki hafin yfir skynsamlegan vafa.

Aðeins eitt var víst að sögn saksóknara.   

Að Geir og stjórnvöld hefðu aldrei getað bjargað bankakerfinu.      

Saksóknari benti einmitt sjálfur á að Geir hafi í rauninni staðið sig vel.

Saksóknarinn fullyrti að skyldur Geirs Haarde hafi verið við íslenskt samfélag fremur en bankanna.

Og að Geir hafi eiginlega ekkert gert til að bjarga bönkunum. 

Í rauninni aðeins fylgst með, hvort þeir björguðu sér sjálfir, og þróuninni á alþjóðlegum bankamarkaði. 

Geir hafi ekki nýtt allt lánstraust íslenska ríkisins til að kaupa gjaldeyri til að lána bönkunum.

Geir hafi því forðast að gera þjóðina gjörsamlega gjaldþrota til allrar framtíðar.

Með því að koma því ekki í verk að lána allar eigur þjóðarinnar, og auðlindir, til bankanna.

Sem hefðu þá sogast ofan í svarthol og orðið að engu, eins og Geir útskýrði í ávarpi til þjóðarinnar.   

Af því að bönkunum varð ekki bjarga með neinum ráðum, eins og saksóknarinn fullyrti.

Þó hefði að mati saksóknarans verið rétt að lána eigendum Glitnis meira, t. d. fyrir afborguninni í október 2008.

Þessum sömu eigendum og skilanefndin sagði að hefðu tæmt peninganna innan úr bankanum.

Saksóknari Alþingis talaði eins og hún hefði gleymt því að bankarnir voru einkafyrirtæki en ekki ríkisbankar.

Forsætisráðherra hafði engar valdheimildir til að skipa bönkunum að minnka sig eða selja eignir.

Saksóknari sagði að ekki hefði verið við því að búast.

Að stjórnir bankanna hefðu viljað grípa til aðgerða sem hefðu leitt til taps fyrir stærstu hluthafa.

Hún sagði það sem sagt sjálf.

Að stærstu eigendur hefðu eðlilega ekki haft áhuga á að selja eignir bankanna á brunaútsölu á árinu 2008.

Öll vitnin voru sammála um að ekki hefði verið hægt að selja, eignir á því ári, nema á stórlega niðursettu verði.

Stjórn lögaðila er almennt ekki heimilt að gefa höfuðstól fyrirtækisins eða meira til.

En saksóknarinn lætur eins og forsætisráðherrann hefði mátt brunaselja eignir bankanna.    

Aðeins Sigurður Einarsson og Hreiðar Már töldu að hægt hefði verið að selja meiri eignir fyrir skaplegt verð. 

Og af hverju gerðu þeir það þá ekki sjálfir?

Svo kvartaði saksóknari yfir því að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi ekki verið upplýstur.

Björgvin nýtti sér tækifærið þegar Jón Sigurðsson þjóðhagfræðingur lét af störfum hjá NIB.

Jón var til fjölda ára forstjóri Þjóðhagsstofnunar og í tvö ár fulltrúi norðurlandanna í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Var einnig viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, NIB.

Vorið 2007 settist Jón Sigurðsson í bankaráð Seðlabanka Íslands á vegum Samfylkingarinnar.   

Þessi mesti toppmaður, í hagfræði, sem vinstri menn, og jafnaðarmenn, hafa nokkurn tíman átt.

Gerðist sem sagt formaður stjórnar íslenska fjármálaeftirlitsins, um áramótin 2007/2008, að beiðni Björgvins. 

Þar með vissi enginn ráðherra meira um stöðu bankamála á Íslandi, icesave, edge o. s. frv. 

Hafandi slíkan trúnaðarmann og ráðgjafa auk sérfræðinga viðskiptaráðuneytisins. 

Enda gerðu þeir Jón og Björgvin allt sem þeir gátu, á þessum tíma, til að bjarga stöðunni.

Eins og þegar þeir fóru, með fleirum, að hitta fjármálaráðherra Breta án vitundar formanns Samfylkingarinnar.

Þeir þurftu hvorki leyfi Ingibjargar Sólrúnar eða ráð hennar.  

Og ekki upplýsingar eða ráð frá Geir Haarde, umfram það sem þeir þegar vissu.   

Þá var Jón Þór Sturluson, hagfræðingur,  aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar. 

Og hagfræðilegur ráðunautur Samfylkingarinnar og formannsins. 

Jón Þór Sturluson var í bankaráði Seðlabankans árið áður og var þar vel kunnugur málum. 

Í ræðum Björgvins G. Sigurðssonar, á þessum tíma, var alveg ljóst að hann var mjög vel upplýstur um gang mála. 

Og ekki þeim Jóni Þór, eða Jóni Sigðurðssyni, að kenna hvort Björgvin skildi nokkuð í þeim. 

Enginn dómari í Landsdómi, eða saksóknarar þar, eru þess umkomnir að gerast dómarar yfir Geir H. Haarde.

Kannski gerði Geir það allt saman einmitt viljandi að hætta ekki frekar, framtíð ríkisins og þjóðarinnar.

Og sé það svo er hægt að fullyrða að það hafi verið alveg nákvæmlega rétt mat hjá Geir.

Hefði verið farið í það tímalega að safna öllum mögulegum gjaldeyri, þegar lánstraustið var meira.

Og hann lánaður íslensku bönkunum, væri þjóðin fullkomlega og endanlega komin á vonarvöl.

Það sáu menn þegar Lehman Brothers bankinn fór á hausinn og allt bankakerfi heimsins riðaði til falls. 

Í dag getur engin sett sig í spor Geirs Haarde, á þessum tíma, og fullyrt að hann hafi gert eða ekki gert.

Eitthvað með saknæmum hætti.  


mbl.is Sakfelling Geirs blasi við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef þeir sakfella Geir, þá eru hinir 62 líka sekir um eitthvað.  Og svo margir þeirra eru á þingi ennþá - augljóslega glæponar samkvæmt því... hvað þá?

Ásgrímur Hartmannsson, 15.3.2012 kl. 20:04

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Ásgrímur.  

Þá þyrfti að taka alla fyrir sem hafa setið á Alþingi frá því þegar EES samningurinn var samþykktur. 

Og svo allar götur síðan. 

Viggó Jörgensson, 15.3.2012 kl. 22:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viggó það er málið en sekt Geirs er ekki minni fyrir það og ekki nokkur eiasta ástæða fyrir því að sleppa honum af því bara!

Sigurður Haraldsson, 15.3.2012 kl. 23:44

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki svona refsiglaður Siggi.

Annað hvort á að ákæra og dæma alla þá sem eiga "sök" á málinu.

Að dæma einn fyrir alla er alveg forkastanlegt.

Svona eins að við sendum þig til Bretland til að sitja af þér málið fyrir okkar hönd.

Þú keyptir þér flatskjá var það ekki?  

Viggó Jörgensson, 16.3.2012 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband