Voru þetta ekki einkabankar? Enginn var kunnugri málum en Björgvin.

Saksóknari Alþingis talaði eins og hún hefði gleymt því að bankarnir voru einkafyrirtæki en ekki ríkisbankar.

Forsætisráðherra hafði engar valdheimildir til að skipa bönkunum að minnka sig eða selja eignir.

Saksóknari sagði að ekki hefði verið við að búast. 

Að stjórnir bankanna hefðu viljað grípa til aðgerða sem hefðu leitt til taps fyrir stærstu hluthafa.

Hún sagði það sem sagt sjálf.

Að stærstu eigendur hefðu eðlilega ekki haft áhuga á að selja eignir bankanna á brunaútsölu á árinu 2008. 

Öll vitnin voru sammála um að ekki hefði verið hægt að selja eignir á því ári nema á stórlega niðursettu verði. 

Stjórn lögaðila er almennt ekki heimilt að gefa höfuðstól fyrirtækisins eða meira til. 

Aðeins Sigurður Einarsson og Hreiðar Már töldu að hægt hefði verið að selja meiri eignir. 

Og af hverju gerðu þeir það þá ekki?

Björgvin G. Sigurðsson nýtti sér tækifærið þegar Jón Sigurðsson þjóðhagfræðingur lét af störfum hjá NIB.

Jón var til fjölda ára forstjóri Þjóðhagsstofnunar og í tvö ár fulltrúi norðurlandanna í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Var einnig viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins, seðlabankastjóri og nú síðast bankastjóri norræna fjárfestingabankans. 

Þessi mesti toppmaður í hagfræði sem vinstri menn og jafnaðarmenn hafa nokkurn tíman átt.

Gerðist sem sagt formaður íslenska fjármálaeftirlitsins um áramótin 2007/2008 að beiðni Björgvins G. Sigurðssonar.

Það með vissi enginn ráðherra meira um stöðu bankamála á Íslandi. 

Hafandi slíkan trúnaðarmann og ráðgjafa.

Enda gerðu þeir Jón og Björgvin allt sem gátu, á þessum tíma, sem þeir gátu til að bjarga stöðunni. 

Og skiptir þar engu þó að þeir hefðu þar aðrar skoðanir, eða aðferðir, en aðrir. 

Eins og þegar þeir Björgvin og Jón fóru að hitta fjármálaráðherra Breta án vitundar formanns Samfylkingarinnar. 

Þeir þurftu hvorki leyfi hennar eða ráð.  


mbl.is Ekkert rætt um vandamál bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband