Prófa þarf fyrir siðblindu.

Það er löngu kominn tími til að ákveðnar trúnaðarstéttir samfélagsins þurfi að standast sálfræðiprófanir.

Flugfélög hafa t. d. sett væntanlega flugmenn sína í sálfræðirannsóknir með góðum árangri. 

Þar er vissulega verið að reyna að útiloka aðra hluti en þyrfti að gera með t. d. presta.

Að minnsta kosti er orðið löngu tímabært að herða ráðningaskilyrðin hjá ákveðnum stéttum.

Sá sem er siðblindur þegar hann fer í skóla er ennþá siðblindur þegar hann útskrifast. 

Og hann er ennþá siðblindur þegar hann er kominn í lögreglubúning eða prestshempu.

Eða orðinn barnakennari, barnalæknir, baðvörður já eða bankastjóri.   

Því miður. 

 


mbl.is Prestur játar 280 kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.crisiscounseling.com/articles/psychopath.htm

GB (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 08:50

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir fyrir hlekkinn GB.

Viggó Jörgensson, 14.1.2012 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband