Kristján Möller segi af sér þingmennsku.

Eftir allt sem á undan er gengið þarf þjóðin að þola þetta. 

Að svo stríðalin búrhænsni séu enn á vappi í hlaðvarpanum.

Tilbúin að gogga í sig allt sem gæist þar upp úr rústunum. 

Eins og hver önnur meindýr í nýgræðingnum.  

 

   

 

    

 


mbl.is Skýrslu stungið undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki einstakt dæmi um, að ráðherrar stingi mikilvægum skýrslum undir stól. Það sama gerðist í Icesave-málinu og það með svo alvarlegum hætti, að ég hef leitt rök að því, að þar hafi a.m.k. Össur framið landráð, sjá hér: Össur biðst afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 07:07

2 identicon

Þjóðlega orðuð grein Viggó, en heldurðu að Möllerinn hreyfi sig hænufet án þess að til komi óbærilegur þrýstingur á hann, er er hann ekki algerlega veruleika-fyrrtur siðleysingi eins og aðrir sem vinna í gamla tukthúsinu við Austurvöll? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 07:13

3 identicon

Átti ekki allt að vera uppi á borðum hjá Norrænu velferðarstjórninni?, Hvað getur orðið til þess að það sem Jón Valur heldur fram verði rannsakað og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef rétt reynist?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 07:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og bæta má við:

Össur hefði átt að segja af sér bæði ráðherraembætti og þingmennsku.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 07:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni Ben. var allt of linur við hann!

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 07:29

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Notum peningana sem verið er að henda í viðræður um innlimun í ESB og borum göngin, allir sáttir

Sigurður Haraldsson, 13.1.2012 kl. 09:20

7 identicon

Er eitthvað nýtt í þessari sögu? Maður spyr sig nú bara. Þetta er 100% dæmi um það hvernig pólitík á Íslandi gengur fyrir sig.

Þetta er bara hætt að vera fyndið og fólk nennir ekki að eltast ólar við svona lagað lengur, því miður. Auðvitað ættu að vera daglegar blysfarir í kringum Möllerinn og Sigfússon þar sem þeim yrði mótmælt allt þar til þeir hundskuðust úr embættum og af Alþingi með skottið á milli lappanna.

Baldur (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 09:24

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Tjara og fjaðrir ættu betur við þá kumpána en blysfarir .... þar sem þeir gætu tekið slíku sem stuðningsyfirlýsingu.

Óskar Guðmundsson, 13.1.2012 kl. 09:54

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Borum göng til Norðfjarðar, Sigurður!

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 10:20

10 Smámynd: Dexter Morgan

In your dream. Íslenskir þingmenn segja ekki af sér, sama hvaða skandal þeir gera. En ekki var við öðru að búast af þessum fyrrum ráðherra, Kristjáni Möller. Hann stóð fyrir því, nánast upp á sitt einsdæmi að þvinga "vitlausustu samgönguframkvæmd íslandssögunnar" (Héðinsfjarðargöngin) upp á þjóðina. Þau "áttu" að kosta 6-7 milljarða samkvæmt kostnaðaráætlun(varlega áætlað KM 2001) en enduðu í 16,5 milljörðum, allt í boði skattgreiðenda. Það hefði einhversstaðar þótt næg ástæða til að ráðherra segði af sér, en NEI, ekki á íslandi. Að skjóta undan skýrslum sem ekki henta "málstaðnum" er orðin regla frekar en undantekning á hinu lága Alþingi. Ef keppt væri í "ólimpískum skýrsluundanskotum" á Ólimpíuleikunum, þá ættu íslendingar Ólimpíumeistara.

Dexter Morgan, 13.1.2012 kl. 11:35

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér Jón Valur um landráðin.

Held að það séu komin tvö, eða þrjú, ár frá því að ég rökstuddi rækilega, hér á blogginu, 

að gerð icesave samninganna mætti heimfæra til landráðakafla almennra hegningalaga. 

Um svipað leyti hóf ég að kalla stjórnarliða þjóðníðinga sem menntamálaráðherra bar sig illa undan.   

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:17

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján.

Ég hef ekki nennt að stúdera Kristján Möller.

Þeim tíma væri ekki vel varið.

Hann lítur hins vegar augljóslega ekki á sig

sem alþingismann íslensku þjóðarinnar

heldur sem alþingismann Siglfirðinga og Norðlendinga.

Slíkir þingmenn eru fortíðardraugar, dauðir og lifandi.

Sem algeralega blygðunarlaust hlaupa heim með allt það

þýfi úr almannasjóðum er þeir komast upp með.

Til fólksins síns sem ýmist er dáið, flutt burt eða að pakka niður.

Nákvæmlega eins og það er á Siglufirði.

Að hafa stolið 15 þúsund miljónum í göng til Siglufjarðar

hlýtur að vera einhvers konar íslandsmet.

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:18

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón Valur og Kristján.

Á sínum tíma rakti ég einnig að landráðabrotin vegna

icesave hafa refsiramma upp á allt að 16 ára fangelsi.

Þau fyrnast því ekki fyrr en eftir 10 ár frá broti.

Það er því eðlilegur möguleiki á að hinir seku verði

ákærðir eftir næstu kosningar ef allt verður eðlilegt.

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:24

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú færð þessi göng Siggi.

En ekki núna þegar Fjórðungssjúkrahúsið ykkar, og önnur sjúkrahús,

eiga ekki fyrir endurnýjun á tækjum.

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:26

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála Baldur og Óskar.

Jóhanna hélt einmitt að við værum að halda upp á afmælið hennar,

þegar við vorum með brennuna á Austurvelli í hitteðfyrra.

Þegar hún áttaði sig á stöðunni fór hún að lofa öllu fögru

eins og venjulega þegar fer sjóða í kamrinum undir Samfó.

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:30

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Dexter þú ert alveg með þetta.

Þakka þér og ykkur öllum, innlitið.

Viggó Jörgensson, 13.1.2012 kl. 19:31

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjarnorður Viggó, og þakka þér svörin og baráttuandann.

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 02:32

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sömuleiðis, miklu frekar Jón Valur. 

Viggó Jörgensson, 14.1.2012 kl. 06:19

19 identicon

Upplýst hefur verið um tilvisst fullkomlega háleynilegrar skýrslu Hagfræðistofnunnar Íslands um vegaframkvæmdir. Hún fannst víst undir stól.
Ljóst er að alvarleg mistök virðast hafa verið gerð við að halda henni leyndri. Við nánari skoðun hefur orðið uppvíst um að sagt hafi verið frá skýrslugerðinni sjálfri í frumvarpi til laga um samgönguframkvæmdir sem lagt var fram á þingi vorið 2010. Frumvarpið fékk síðan ítarlega umfjöllun í nefnd þingsins.
Engu líkara er en að þar hafi verið um ósýnilegt letur að ræða sem nú fyrst er að birtast mönnum, líklega vegna galla í letursmíðinni.
Alvarlegast er þó að leyniskýrslunni virðist hafa verið lekið á hinn alþjóðlega veraldarvef strax og hún lá fyrir sumarið 2010.
Reynslan af þessu leynilega málið hlýtur að vera sú að opinber gögn teljist seint leynileg.

Ingi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 19:22

20 Smámynd: Viggó Jörgensson

Gott Ingi að við erum allir sammála.

Fulltrúi samgönguráðuneytisins sem nú heitir innanríkisráðuneyti,

sagði sjálfur að menn þyrftu að gramsa inn á vef Háskólans

til að finna þessa skýrslu,

þannig að víst var verið að reyna að leyna henni.

Venjulegur Akureyringur greiðir ekki tæpar tvö þúsund krónur

til að spara sér um 10 mínútna akstur.

Nema rétt þegar lífshættulegt væri að aka um Víkurskarð.

Viggó Jörgensson, 14.1.2012 kl. 19:52

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Venjulegur Akureyringur greiðir ekki tæpar tvö þúsund krónur til að spara sér um 10 mínútna akstur. Nema rétt þegar lífshættulegt væri að aka um Víkurskarð."

Það er hrikalegt að þú þurfir að skrifa þessa augljósu staðreynd hér, Viggó. Þetta sýnir vanhugsun okkar stjórnmálastéttar. Vaðlaheiðargöngin ganga aldrei upp með þessu veggjaldi, það' yrði að sleppa þeim úr dæminu -- og reikna svo upp á nýtt!

Göng til Norðfirðinga! -- þegar við höfum efni á þeim!

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 23:37

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið! Það verður að sleppa ÞVÍ (veggjaldinu) úr dæminu og reikna svo kostnaðinn ...

Jón Valur Jensson, 14.1.2012 kl. 23:45

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þjóðin þarf auðvitað að gerbreyta hugsunarhætti sínum Jón Valur.

Velja á milli hagkvæmni og fásinnu.

Gott vegakerfi er vissulega ekki fásinna.

En verðmæti þeirra vega verða að vera í samræmi við raunveruleikann.

Tilkostnaðurinn verður að vera í samræmi við einhverja hagkvæmni.

Þakka þér aftur.

Viggó Jörgensson, 15.1.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband