Þetta heitir málskotsréttur en ekki neitunarvald.

Lög taka gildi þó að forseti synji því að undirrita þau.

Það er því ekki rétt að kalla það neitunarvald. 

Þetta er málskotsréttur forseta til þjóðarinnar sjálfrar.

Hinum eina handhafa löggjafarvalds á Íslandi.

Þjóðin afhendir fulltrúum sínum á Alþingi og forseta sínum, umboð til að fara með löggjafarvaldið. 

Tímabundið og með skilyrðum stjórnarskrárinnar og hins óskráða samfélagssáttmála.

Þegar forseti synjar að undirrita lög, hverfur lagasetningarvaldið frá þessum umboðsmönnum. 

Til þjóðarinnar sjálfrar sem er eigandi landsins, þjóðfélagsins og umbjóðandi löggjafarvaldsins í landinu. 

Og þá ákveður þjóðin ein, án aðkomu forseta eða Alþingis, hvort þau lög skuldi halda gildi sínu eða ekki. 

Forsetinn er þarna, eins og endranær, þjónn þjóðarinnar sem afhendir þjóðinni löggjafarvald sitt. 

Þegar hún ákveður að taka löggjafarvaldið til sín.

Og þarf því ekki að eiga fallexi eins og múgurinn í París forðum. 

Það er hins vegar sjálfsagt að slá henni upp, óski stjórnarherrar eftir því. 

Með orðum sínum eða gjörðum, landráðum eða öðrum djöfulskap. 

Umboðslaus ráðsmennska með ESB umsókn, stappar þar nærri.      


mbl.is Embættið pólitískt eftirsóknarverðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband