Eða hærra hlutfall dýrafitu og minni fiskneysla?

Þessar rannsóknir eru lofsvert framtak og vekja upp fleiri spurningar. 

Mér nákomnir karlmenn hafa fengið þennan sjúkdóm eins og þarna er sagt frá.

En það var ekki aðeins að þeir drykkju meira af mjólk heldur neyttu þeir mögulega meiri dýrafitu yfirleitt.

Mögulega meiri dýrafitu en kaupstaðabúar sem höfðu greiðari aðgang að fiski og það nýjum fiski. 

Og neyttu mögulega einnig minna af grænmeti en einhverjir aðrir. 

Einnig yrði fróðlegt að vita hvort einhver hormón í mjólkinni hefðu áhrif í þessu sambandi. 

Einnig þekkist að systur þessarra karlmanna séu í aukinni hættu vegna brjóstakrabbameins. 

Og enn mætti spyrja um mögulega tengingu við mjólk, dýrafitu eða hormón í fæðunni.     

Þá væri fróðlegt að heyra af áhrifum reykinga í þessu sambandi.

Í öllu falli verður stórfróðlegt að heyra af áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði.  

Glæsilegt að eiga slíka vísindamenn í landinu.  


mbl.is Mjólk og krabbi í blöðruhálskirtli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur einhver athugað um notkun saltpéturs í fæðu sveitafólks í þessu samhengi en í sveitum var borðað mun meyra af söltuðum og reyktum mat en við sjáfarsíðuna og í hann var notaður saltpétur og oftast var bara slumpað á magnið en það er vitað að saltpéturinn er krabbameinsvaldur en það var ekki vitað þá enda svotil nýbirjað að nota hann almennt í mat svo mér sýnist þessi niðurstaða vera frekar hæpin með mjólkina enda Íslendingar miklir mjólkurþambarar bæði fyrr og síðar og hefðu þá átt að vera löngu útdauðir ef þetta er ástæðan fyrir auknu blöðruhálskrabbameini hjá körlum á þessu tímabili.

Kolbrún Ingibjörg (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 18:07

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Kolbrún Ingibjörg.

Það hefur lengi verið vitað að saltpétursnotkun stuðlar að myndun magakrabbameins.

Magakrabbamein er eitt af fáum krabbameinum sem nú er á undanhaldi og það sér þrjár skýringar.

Það fyrsta er að minna er neytt af saltkéti en áður. 

Það næsta er að minna er notað af saltpétri í þessar vörur en áður.

Og  það þriðja er að meira er neytt af C vítamíni er hindrar nítröt í að verða nítósamin sem er hið krabbameinsvaldandi efni fyrir magann. 

Og þá kemur þín tilgáta Kolbrún Ingibjörg hvort að þetta saltpéturskjöt geti haft áfhrif á krabbamein í blöðruhálskirtli.

Viggó Jörgensson, 2.1.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband