Fangelsi og glæparíki í boði Kínverska ríkisins.

Það er alþjóðasamfélaginu til háborinnar skammar að nokkrir glæpamenn geti haldið heilli þjóð í gíslingu. 

Fyrst og fremst er þetta á ábyrgð kommúnistaríkisins í Kína.  

Forystumenn glæpaflokksins í Norður Kóreu hafa sér svo eins og einvaldskonungar miðalda. 

Til að kóróna ósvífnina hafa Kínverjar svo látið þessa glæpamenn komast yfir kjarnorkuvopn. 

Einmitt það sem Gaddafi dreymdi um.  

Svo vilja íslenskir landráðamenn fá umboðsmanna kínverska ríkisins inn á gafl á Íslandi. 

Dulbúinn sem ljóðelskan auðmann. 

Best að trúa bara litlu í einu var gamalt íslenskt ráð frá þeim tímum sem skynsemin réði för. 


mbl.is Snjómokstur í N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Innilega sammála!

Friðarsinnar eru löngu búnir að sýna og sanna að það skiptir engu máli hvernig land fer með sína eigin þegna, svo framalega sem það sé ekki stríð.
Þannig máttu drepa landa þína endalaust, en engin má farast við að frelsa fólk í stríði, þótt það sé oft langtum minni tölur.

Teitur Haraldsson, 24.12.2011 kl. 01:33

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Teitur.

Það er mikill tvískinnungur í þessu öllu. 

Af hverju skildi Össur t. d. hjálpa Palestínumönnum en ekki Norður Kóreumönnum?

Svo við tökum bara handhægt dæmi hérna að heiman.

Af hverju er forseti Íslands í svo miklu vinfengi við glæpastjórnina í Kína? 

Er það samboðið virðingu okkar? 

Af hverju þrýstir alþjóðasamfélagið ekki meira á Kínverja út af mannréttindamálum þar og í Norður Kóreu.

Við erum búin að kaupa draslið af þeim, fyrir fáránlega hátt verð, þannig að þeir hafa orðið fjárráð til að kaupa okkur upp. 

Kínverjar eiga samt svo mikið hjá Bandaríkjamönnum að þeir hefðu átt að geta þrýst meira á þá.   

Það hefur kannski snúist við.

Svo eru Bandaríkjamenn með búðirnar á Gvantanamo á Kúbu þar er einn tvískinnungurinn enn. 

Við Íslendingar ættum samt að geta óhræddir mótmælt hvers konar ósvinnu. 

Við verslum hvort sem er aðallega við Evrópu.  

Viggó Jörgensson, 24.12.2011 kl. 17:44

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Kína er auðvita undirmálsríki, verkalíðurinn er á launum og vinnuaðstöðu sem fangar á vesturlöndum láta ekki bjóða sér.
Þeir eru EKKI jafningar vesturlanda að þessu leiti.

Það hlítur að vera að þegar atvinnuleysi fer yfir 30% almennt í löndum Evrópu, hugsum við okkur um að loka á Kína og færa þannig viðskiptin hingað heim.

Teitur Haraldsson, 24.12.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband