Á aðeins við um ákveðin svæði.

Gamla Reykjavík er byggð á litlum tanga.

Viðvarandi skortur er því á ákveðnum gerðum af eignum á eftirsóttustu svæðunum.

Í fasteignasölufræðum er þetta vel þekkt og á við um miðborgir um allan heim, óháð efnahagsástandi. 

Þetta vita allir þeir er þurftu að stunda nám og þreyta próf til að öðlast fasteignasöluréttindi. 

En eðlilega ekki þeir sem fengu réttindin send heim í pósti. 

Nú í vikunni var sagt frá kaupum rússneskrar stúlku á einhverri dýrustu íbúð veraldar í New York. 

Við suðurenda Miðgarðs með útsýni norðurs yfir garðinn (Central Park).

Það er rangt að telja eftirspurn, eftir slíkum eignum, vísbendingu um fasteignamarkaðinn í heild.

Í áratugi hafa fleiri viljað búa í ákveðnum hverfum Reykjavíkur en rúmast þar.  

Og sé um rétta svæðið að ræða verður smá saman eftirsóknarverðara að búa þar, hvað sem húsnæðinu líður. 

Fyrir aldarfjórðungi þótti, fjársterkari kaupendum, ekki eftirsóknarvert að búa á svæðinu umhverfis Lindargötu. 

Í rauninni alveg frá Skúlagötu til norðurs upp að Sundhöll, frá Snorrabraut og niður á Lækjartorg. 

Sama mátti segja um svæðið við höfnina, Túnin og Norðurmýrina nema Háteigsveg.  

Flest svæði í Hlíðunum, Þingholtunum og kringum Tjörnina og Landakot, voru og eru eftirsóknarverð.  

Sama má segja um Seltjarnarnes og vesturbæinn sunnan Hringbrautar.  

Í austurhlutanum var það Laugarásinn til suðurs, Safamýrin, Fossvogurinn og Endarnir.

Þegar hverfi verða eftirsóttari eru það oft námsmenn og listamenn sem hefja innreiðina. 

Þessi þróun er t. d. núna í gangi í East End í Lundúnum. 

Önnur dæmi sem Íslendingar þekkja vel er af Harlem í New York og svæðinu umhverfis íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. 


mbl.is Skortur á lúxuseinbýlishúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband