30.11.2011 | 05:06
Samþykkja glæparíki - Leyfði þjóðin það?
Fulla samúð hef ég með palestínsku þjóðinni.
En ekki hryðjuverkasamtökunum HAMAS sem stjórna þar.
Ekki frekar en Baath flokki Saddams í Írak, glæpalýð Gaddafi í Líbýu, glæpaflokki kommúnista í Norður Kóreu eða Kína.
Allt voru þetta sérstakir vinir Steingríms J. Sigfússonar sem nær galaði upp golunni vegna stuðnings okkar við Íraksstríðið.
Ef hann væri í nokkru sambandi við eigin málflutning.
Hefði hann borið þetta palestínumál undir þjóðaratkvæði.
En það sem Steingrímur gagnrýndi mest í stjórnarandstöðu virðist gilda um alla nema hann sjálfan.
Rosalega er aumingja maðurinn lasinn.
![]() |
Heit umræða um ályktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:07 | Facebook
Athugasemdir
Erum við þá ekki líka glæpaþjóð, skv. þessari einföldun þinni?
Hafsteinn Viðar (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 11:05
Erum við þá ekki líka glæpaþjóð, skv. þessari einföldun þinni?
Baldur Skuggason, 30.11.2011 kl. 11:25
Ekki rugla saman ríki og þjóð Baldur.
Þýska þriðja ríkið var glæparíki en þýska þjóðin var ekki glæpaþjóð.
Ríki stjórnað af hryðjuverkamönnum er glæparíki.
Þjóðin fórnarlamb.
Viggó Jörgensson, 30.11.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.