29.11.2011 | 16:29
En friðargæslan fær 430 miljónir til að byrja með.
Í gær ákváðum við í norrænu velferðar Samfylkingunni að splæsa 140 miljónum á Landspítalann.
Maður tálfellir bara af gleði út af öllu sem Jóhanna mín hefur gert fyrir fólkið í landinu.
Nú þarf maður ekki að drepast lengur úti á tröppum spítalans.
Allt annað að geyspa golunni í hlýjunni á heitri biðstofunni. Vonandi er hún upphituð en þar er þó logn.
Verst ef þetta dregur úr þessum 6.000.miljónum sem Össur minn fær í utanríkisferðakostnað og risnu.
Í t. d. hitteðfyrra fékk íslenska friðargæslan 347 miljónir á fjárlögum 2010 sem dugði auðvitað engan veginn.
Þess vegna var bætt við 168 miljónum, á fjáraukalögum, þannig að alls fékk friðargæslan 515 miljónir árið 2010.
Í ár átti friðargæslan einungis á fá 341 miljón á fjárlögum en fjárlaganefnd, náði að átta sig, og bætti 89 miljónum við.
Þannig fær friðargæslan 430 miljónir samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012. Össur þarf þá ekki að skammast sín hjá NATÓ.
Þessar 140 miljónir Landspítalans koma vonandi ekki niður á framlagi friðargæslunnar á fjáraukalögum.
Sem betur fer ætlar Steingrímur minn og Jóhanna að hækka framlagið til friðargæslunnar um 26% á fjárlögum.
Það þýðir að framlagið á fjáraukalögum ætti þá að verða 211 miljónir.
Og alls verði þá framlagið til friðargæslunnar 641 miljónir á árinu 2011.
En nú er þetta allt í uppnámi ef ríkisstjórnin færi svo að spreða meiri peningum í sjúkrahúsin.
Ekki gengur að skerða þessar 6.000. miljónir sem Össur þarf til að kynna okkur í útlöndum.
Árni Páll segir að við séum að einangrast á alþjóðavettvangi og ekki lýgur hann eins og venjulega.
Svo fara sem betur fer eitthvað um 1.100. miljónir kr. úr menntamálaráðuneytinu í kynningarmál um ESB.
Það hjálpar Össurri að þurrka mestu tárin út af þessum erfiðleikum.
Svo var í fjáraukalögum verið að spreða heilum 5 miljónum á foreldra langveikra barna.
Og ekki nóg með það, 12,8 miljónum hent í öldrunar- og endurhæfingarstofnanir. Hvar á þetta bara að enda?
Og það í fólk sem kannski nær ekki einu sinni að kjósa ríkisstjórnina næst.
Sem betur fer sparaðist 261 miljón í tannlæknisþjónustu frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir.
Hvað á þessi skríll að gera við tennur? Ekki var langamma með tennur og varð þó 94 ára.
Svo spörðustu líka 1.060. miljónir í barnabætur og 1.189. miljónir í fæðingarorlofssjóð.
Allt of heitt í húsunum hjá þessu liði ef það getur sífellt verið að fjölga þessum ungum sínum.
Sem flýja svo til Noregs hvort sem er. Norðmenn geta þá sem best splæst í tennur upp í þetta dót.
Eins og Steingrímur minn er alltaf að segja ykkur, þá hefur ríkisstjórnin náð stórkostlegum árangri í efnahagsmálum.
Með því að koma sífellt meiri kostnaði á norska ríkissjóðinn. Og af því að skríllinn hér heima á ekkert til að kaupa fyrir.
Svipuð snilld og þegar félagi Castró tæmdi fangelsin og sjúkrahúsin, á Kúbu, til Florída.
Kommarnir eru sko ekki eins vitlausir og þeir eru. Það skuluð þið í íhaldinu athuga, svínin ykkar.
Og nú ætlar Jóhanna mín að láta, Gylfa Arnbjörnsson, úthluta 200.000. kr. í jólabónus á línuna.
Þá geta kannski einhverjir látið opna hjá sér hitann um jólin. Maður klökknar bara.
Ekki fékk Bjartur í Sumarhúsum jólabónus, vanþakklátu svínin ykkar sem ætlið ekki að kjósa velferðina næst.
Launþegar fá allt að 200 þúsund í jólabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2011 kl. 04:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.