Þessi stjórnsýsla er hárrétt. Ráðuneytið er ekki fasteignasala né leigumiðlun.

Aðilar innan EES eiga rétt á kaupa fasteign með venjulegum lóðaréttindum.

Þeir eiga alls engan rétt á að kaupa Grímsstaði á fjöllum.

300 ferkílómetrar eru ekki venjuleg lóðarréttindi.

Og ef aðilar innan EES mega ekki kaupa þá mega aðilar utan EES alls ekki kaupa.

Útlendingar mega yfirhöfuð ekki kaupa neitt umfram venjulega leigulóð sem fylgir fasteigninni.

Erlent hlutafélag má svo alls ekki kaupa neitt.

Furðulegt að óbyggðanefnd sé ekki búin að skera úthagan af þessari jörð.

Þó að venjuleg jörð í landbúnaðarnotum hafi staðið næst miðhálendinu.

Er fráleitt að jörðinni tilheyri fleiri hundruð ferkílómetrar umfram landbúnaðarþarfir.

Og þó að rolluskjáturnar hafi hlaupið upp um fjöll og firnindi þá voru þær löngu komnar inn á þjóðareignina.

Ríkinu ber að taka eignarnámi þessa jörð að mestum hlut.

Og eignarnámsbæturnar eiga að miðast við eðlilegt jarðarverð í landinu.

Þessi jörð er svo mest úthagi og óbyggilegar auðnir yfir snjólínu.

Og verðið þá eftir því.

Þó að mín ætt hafi frá landnámi átt útikamar upp við Hofsjökul.

Þýðir það alls ekki að ég eigi Langjökul, Hofsjökul og Vatnajökul.

Af því að hinir voru ekkert að merkja sér þetta líka.

En ef þetta rollukot Grímsstaðir eiga allt þetta land, þá á ég Vatnajökul og fiskimiðin fyrir sunnan land.

Sennilega makrílinn líka.

Þarf að ræða það nÚBó, ösBó, Ápóó,  Jóbó og Stóbó. 

En við munum sigra....Crying

fyrirgefðu potaði ég í augað þér? 


mbl.is „Þessi stjórnsýsla er með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband