28.10.2011 | 19:56
Ég á fiskabúr.
Mínir bankar hafa ekkert afskrifað ennþá af mínum persónulegum skuldum.
Frekar en hjá þeim sem eru svo vitlausir að borga alltaf, á endanum.
En nú sér maður nýjan flöt á málinu.
Ef þeir sem eru í sjávarútvegi og fiski fá afskriftir.
Þá þarf ég að tala betur við bankann.
Ég á nefnilega fiskabúr sem er ekkert nema endalaus taprekstur.
Fyrir utan stofnfjárfestinguna, þar sem ég var kjölfestufjárfestir, þá hefur þetta kallað á viðhald og útgjöld út í eitt.
Sumir fiskarnir hafa hoppað út á gólf, og leyft sér að drepast þar, án þess að tryggingafélagið tæki þátt í tjóninu.
Og alltaf skuldu þeir gera þessar gólfæfingar þegar eigendur kvótans eru af bæ.
Og þannig orðið of seint að setja þá á pizzu, í pottrétt eða súshi.
En það verður áreiðanlega tekið vel á móti mér í bankanum á mánudaginn.
Þegar ég útskýri að ég þurfi afskriftir eins og aðrir.
Er alla ævi hafa tapað á fiski.
Afskrifuðu 10,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.