En Össur er búinn með ferðapeninganna.

Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan ekki átt fyrir olíu.

Nema þegar skipin eru leigð niður í heim.

Og þá er reynt að kaupa olíuna í Færeyjum.

Þór verður því bara bundinn við bryggjuna, þegar heimferðarolíu þrýtur.    

Össur er nefnilega búinn að eyða öllum ferðapeningum ríkisins í ár.

Þegar við höfum dregið frá rekstur sendiráða.

Þá fær Össur, á næsta ári, fimm til sex miljarða til að delera fyrir í útlöndum.

Og til þess verðum við öll að leggjast á eitt.

Loka sjúkrastofnunum og elliheimilum.  Það lið sér ekkert til að kjósa. 

Leggja lögregluna niður, það er bölvuð íhaldsbúlla sem tekur fasta ferðamenn frá ESB en ekki Ameríku.  

Loka líknardeildum, þar hefur enginn krafta til að krota á kjörseðil.   

Og svo leggjum við niður Landhelgisgæsluna.   Spánverjarnir eru hvort sem er koma til að klára hér fiskinn. 

Allt af því að Össuri finnst svo gaman í Brussel.

Og Jóhönnu að vera laus við hann. 


mbl.is Þór kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Viggó !

Skuggaleg; - en í raun myndræn, og tiltölulega sannferðug lýsing, hjá þér.

Og; ekki síður beinskeytt ádeila á, hvar hinar raunverulegu áherzlur liggja.

Þó; hin svokallaða Lögregla, hafi nú marg sannað, ódöngun sína - í viðskiptum okkar mótmælenda og Alþingis, með því að hafa ekki þorað, að taka sér stöðu, með fólkinu í landinu, til þessa.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:45

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll höfðingi. 

Tilheyrir þú Svínfellingum, Haukdælum eða Oddaverjum???

En svo komum okkur efninu.

Þá er bara ekki mögulegt að vera meiri aumingi en svo. 

Að sparka í fólk sem liggur sínar síðustu stundir á Líknardeild.  

Ég vissi nú að kerlingin hún Jóhanna er með parkinson og Guð veit hvað annað. 

En nú hlýtur hún að vera farin að missa þvagið ef hún lætur þetta viðgangast þannig að þjónustan skerðist.  

Viggó Jörgensson, 28.10.2011 kl. 01:32

3 identicon

Sæll á ný; Viggó !

Ég er Oddaverji; að 11/16, að minnsta kosti.

Það; sem mér svíður sárast - sem og þér, er framkoman við Líknardeildirnar, sem og Öryrkjana, og yngstu og elstu kynslóðir, þessa lands, Viggó.

Sé það raunin; að hægt sé að hækka laun þingmanna, um tugi Þúsunda króna, með nokkurra missera millibili - og auka útgjöld til Utanríkisráðuneytis, skal okkur ekki undra, þó starfsfólki Sjúkrahúsa- og almennrar Heilsugæzlu, sé fækkað, á þá vegu, sem raun ber vitni.

Robert gamli Mugabe; af öllum, léti sér ekki detta í hug, slík fásinna, þar syðra, svo ég nefni fjarlæg dæmi, um neðri þrep stjórnsýslu, í veröldinni.

Með; hinum sömu kveðjum, sem fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband