Má hann ekki koma suður?

Prófessor við Háskóla Íslands hlýtur að þurfa að koma við í Háskólanum.

Á háskólasvæðinu er Þjóðarbókhlaðan, bókasöfn háskóladeilda og ýmsir sérfræðingar.

Til dæmis bókasafnsfræðingar og sérfræðingar í upplýsingatækni.

Sem þurfa að vera fræðimönnum innanhandar í gagnaöflun. 

Ekki alveg fráleitt að umræddur fræðimaður gæti einnig átt erindi í Þjóðminjasafnið, Þjóðskjalasafn og fleiri stofnanir. 

Svo ekki sé nú minnst á skraf og ráðagerðir við aðra fræðimenn í háskólasamfélaginu hér syðra. 

Meira að segja ekki ólíklegt að slíkur prófessor ætti erindi til Kaupmannahafnar og þyrfti að sitja þar við. 

Nær væri að bæta Jónshúsi við upptalningarnar á starfsstöðvum prófessorsins. 

Trúlegast yrði slíkum prófessor ekki hálft úr verki ef hann væri dæmdur til útlegðar á Hrafnseyri. 

Og mætti aldrei fara út eða suður.

Með sömu rökum mætti spyrja hvað alþingismenn séu að vilja suður. 

Gætu þeir ekki sinnt starfi sínu að heiman?

Annars er ekki að sjá að Háskólinn sé að breyta gegn ályktun Alþingis þar sem stendur m. a. : 

"...Prófessorsstaðan verði við Háskóla Íslands en starfsskyldur þess sem henni gegnir verði m.a. við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða..."   (Lit- og leturbreyting V.J.)
mbl.is Leitar skýringa hjá Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög góð upptalning hjá þér.

Mig langar reyndar til að bæta við einum lið: nemendurnir :-)

Jón (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 19:05

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Jón. 

Það eina sem virðist fast í hendi með nemendur.  Er að þeir verði á sumarnámskeiðum á Hrafnseyri.

Þingsályktunin er svona: 

"...Þingsályktun um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta.

Alþingi ályktar – í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 2011 – að stofnuð verði prófessorsstaða tengd nafni hans. Prófessorsstaðan verði við Háskóla Íslands en starfsskyldur þess sem henni gegnir verði m.a. við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Staðan verði auglýst og skipað í hana á fimm ára fresti eftir almennum reglum um prófessora. Heimilt verði að endurnýja skipunartímann einu sinni. Prófessorinn hafi rannsóknar- og kennsluskyldu í sínu fagi. Eitt lykilverkefna verði að halda árlega ráðstefnur og námskeið í sumarháskóla á Hrafnseyri með innlendum og erlendum kennurum og fyrirlesurum. Við skipun í prófessorsembættið verði höfð hliðsjón af því hvernig áætlun umsækjenda um rannsóknastarf og kennslu tengist lífi, starfi og arfleifð Jóns Sigurðssonar og efli þekkingu á sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa málið þannig að prófessorinn geti tekið til starfa frá og með næstu áramótum..."

Forsætisnefnd Alþingis hafði þetta að segja í greinargerð um málið: 

"...Vel þykir fara á því að starfsstöð prófessorsins verði á heimaslóðum Jóns Sigurðssonar því höfuðviðfangsefni prófessorsins verður rannsóknir og kennsla á þeim sviðum sem tengjast lífi og starfi Jóns. Æskilegt er að prófessorinn hafi búsetu nálægt starfsstöð sinni; sú er reynslan af þátttöku vísindamanna í starfi háskólasetranna, en aðstæður vísindamanna og mat hæfnisnefndar verður þó að ráða niðurstöðu um það atriði hverju sinni..."

Viggó Jörgensson, 17.10.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband