FSA var of lítið sjúkrahús fyrir svo flókið og alvarlegt ástand.

Það er óskemmtilegt að, öllu leyti, að lesa dóminn í þessu máli. 

Hörmulegt fyrir alla aðila.

Tvennt stendur þó upp úr. 

Eitt að árið 2004 var FSA of lítið sjúkrahús til að meðhöndla svo veika sjúklinga.  

Eftir fyrri aðgerðina hefði átt að flytja drenginn suður. 

Að læknir komist ekki, þegar í stað, til sjúklings á gjörgæsludeild.

Þegar gjörgæsluhjúkrunarfræðingur kynnir nýjar og óvæntar áhyggjur af fárveikum sjúklingi.

Auk þess sem lækninum gafst ekki tóm til að huga að sjúklingnum. 

Og hraða þeim rannsóknum og meðferð er betur hefðu dugað. 

Sannar að sjúkrahúsið var of lítið til að sinna slíkum sjúklingum. 

Ekki er gerlegt að halda við sérfræðikunnáttu, og þjálfun, á allt of litlum sjúkrahúsum.  

Þrátt fyrir að blóðgjöf hafi verið hugleidd, fyrr þann dag, var rétt blóð ekki til reiðu á deildinni. 

Kalla þurfti starfsfólk, utan úr bæ, til að mæla blóðgildi, taka röntgenmyndir eða taka til blóðgjöf. 

Og við öndunarerfiðleika, fallandi blóðþrýsting og ómælanlega súrefnismettun í blóði. 

Voru þeir læknar, utan úr bæ, er fyrstir komu vakthafandi sérfræðingi til aðstoðar. 

Ekki öll neyðarlyf á endurlífgunarvagni. 

Ekki einu sinni neyðarbjalla, nema þessi venjulega.   

Engum er greiði gerður. 

Að halda úti starfssemi er ekki stendur undir nafni. 

Og skal ekki kenna starfsfólki um slíkar aðstæður.  

Hitt er stendur upp úr. 

Er spurningin hvers vegna heilsugæslan sendi drenginn ekki á FSA. 

Til skoðunar, hjá skurðlækni, deginum fyrir fyrri aðgerðina.  

Þá var ljóst að auk uppkasta og kviðverkja hafði drengurinn hækkuð hvít blóðkorn og hækkað CRP.  

Fullkomin ástæða til að, fylgjast með og,  útiloka botnlangakast, hvað þá meir. 

Skildist mér á læknum Landspítala fyrir löngu.   

Við allt saman bætist að dæmdar skaðabætur eru fáránlega lágar.

Oft aðeins brot af vinnutapi aðstandenda. 


mbl.is Stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband