Væri ekki nær að endurbyggja þá?

Hverju breytti það að fá nýtt flokkakerfi?

Ekki alveg það sem þjóðina vantar. 

Meira stríð í stjórnmálunum um stjórnmálin sjálf. 

En ekki um fólkið í landinu. 

Öll flón og flóafífl í forystu, hvert í sínu flokksbroti. 

Af öllu aumu er sést hefur á seinni tíð. 

Er bröltið á Besta flokknum og brotlending hans á velli stjórnmálanna. 

Þar sem flokksmenn hafa svo ráfað eins og vofur í sprengjulosti. 

Öndvegisfólk úr listum og skemmtanalífi, féll þar einfaldlega fram af sviðinu.   

Væri þá ekki heldur ráðið að hreinsa til í gömlu flokkunum?  

Og kjósa svo fólk með einhverja getu og glóru.   

Til að vinna á þeim vettvangi?  


mbl.is „Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held það bara líka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.10.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já við höldum það Ingibjörg.

En hvert höldum við?

Framsókn Um hvað snýst sú stefna? Á móti ESB, passa Óla, Finn,Halldór,Þórólf Gunnlaug.... ?

Samfylkinguna Snýst eingöngu um ESB ekki satt?

Sjálfstæðisflokk Þeir sem vilja atvinnulífið í gang, á móti ESB með LÍÚ, móti höftum ?

VG Þeir sem vilja grænt (ekkert) atvinnulíf, með og móti ESB, með höftum?

Viggó Jörgensson, 11.10.2011 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband