12.9.2011 | 23:19
Sendisveinn Baugs og Jóns Ásgeirs ?
Hagfræðingurinn Illugi Gunnarsson er ekki einn af þeim mörgu alþingismönnum.
Sem eru algerlega ófærir um að vera þar.
En Illugi á alveg eftir að segja okkur.
Hvað hann var að gera hjá Jóni Ásgeir Jóhannessyni í höfuðstöðvum ICELANDAIR.
Nóttina sem Glitnir var tekinn yfir.
Þar var einnig Bjarni Benediktsson núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Það getur ekki farið saman að vera alþingismaður fyrir okkur íslenskan almenning.
Og vera núverandi, eða fyrrverandi, sendisveinn hjá fyrrum eigendum Baugs.
Heiðarlegir menn eða ekki.
Hvort?
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að verða eftir næstu alþingiskosningar.
Sú kjölfesta í íslenskum stjórnmálum sem hann hefur alltaf verið.
Stétt með stétt og svo framvegis.
Verður flokkurinn að skúra rækilega út alla sem hafa gert tæknileg mistök.
Við kúlalánatöku, verðbréfaviðskipti, sjóðsstjórn, sölu á röngum hagskýrslum.
Og hverju öðru sem ekki þolir skoðun og er andstætt siðferðisviðhorfum kjósenda.
Frambjóðendur verða að hafa hreina samvisku, hreint sakavottorð, hreinan skjöld, hreint borð.
Og það telst ekki hreint.
Sem legið hefur innan um skítaklepra í óhreina þvottinum hjá Samfylkingunni.
Illugi aftur á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2011 kl. 01:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.