Falleg sál og hjartahrein.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ber fallega sál og hreint hjarta.

En skákdrottningin er alin upp við heiðarlegar leikreglur.

Hingað til hefur hún talið að sama ætti við um refskák stjórnmálanna.

En nú er lag á Læk.

Stjórnarþingmaðurinn Guðfríður Lilja vill nú að Steingrímur geri hreint fyrir sínum dyrum.

Getur það virkilega verið að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé ekki femíisti?

Eða náttúruverndarsinni?

Eða á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Eða hafi samþykkt að Össur færi að stríða í Líbýu?

Eða standi við yfirleitt eitthvað af stefnuyfirlýsingu Vinstri grænna?

Eða hvort hann hafi leikið tveim skjöldum í Magma málinu?

Eða hvort Steingrímur ljúgi yfirleitt öllu sem hann segir?

Hér er hin unga móðir að leggja til stórhreingerningu.

Ekki svona smáræði sem gert er upp á bak eða axlir.

Vafasamt að vírbusti og vítissóti vinni á vibbanum.


mbl.is „Ég vil fá á hreint hvað átti sér stað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Steingrímur er versti Júdas sem við höfum átt!

Sigurður Haraldsson, 13.9.2011 kl. 00:59

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Verri landstjórnendur hafa ekki verið hér.

Síðan á dögum erlendra leiguhirðstjóra.

Þeirra frægastur var Smiður Andrésson sem var drepinn af landsmönnum

eins og 8 aðrir hirðstjórar, fógetar og umboðsmenn erlendra yfirvalda.

Viggó Jörgensson, 13.9.2011 kl. 01:18

3 identicon

Það er alveg furðulegt með Steingrím, búinn að gelta eins og rakki á þingi allan sinn starfsferil

svo loksins þegar hann kemst í stjórn þá er eins og hann sé að tjalda til einnar nætur og valda

eins miklu tjóni eins og hann getur á sem skemmstum tíma því hann býst væntanlega ekki

við því að komast þangað nokkurn tímann aftur. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 06:52

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Steingrímur var ekki greindari en það.

Að hann var ennþá kommúnisti þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum.

Aðhyltist stefnu sem flestir sæmilega gerðir menn höfðu þá séð að gekk ekki upp í framkvæmd.

Og enn þann dag í dag er Steingrímur að reiða sig á búhyggindi Stalíns og þeirra meðreiðarsveina.

Hann trúir því sjálfur að hann sé að bjarga og byggja upp.

En skilur ekki að þá verður hann að styðja atvinnulífið. Frjálst atvinnulíf.

Og bregður fæti fyrir álversframkvæmdir eitt af því fá sem stendur til boða.

Eins og staðan er núna.

Viggó Jörgensson, 13.9.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband