Setja GPS senda í öll erlend ökutæki.

Það er ekki lengur um annað að ræða en að erlend ökutæki verði útbúin með innsigluðum GPS sendum.

Við komuna til landsins yrði slíkur búnaður settur í alla jeppa, trukka, rútur, mótorhjól og fjórhjól.

Þá ættu yfirvöld að geta fylgst með umferðinni um hálendið. 

Ekki er því að neita að gott gæti verið að öll ökutæki sem hálendið færu. 

Væru með slíkum búnaði, til eftirlits og til að létta leit og björgun þegar það á við   


mbl.is Óku víða utan vega og voru gripnir við iðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mjög þarft og við mætti bæta að þá væri betra að finna greyin þegar þeir villast á hálendinu.

Sigurður Haraldsson, 9.9.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og okkur sjálf Siggi...

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Viggó:þú ætlar að borga vöktunina sjálfur er það ekki?, og greiða búnaðinn sjálfur líka er það ekki?, eða ætlar þú eins og svo margir aðrir örfokkasandsverndarar að senda mér reikninginn????

Magnús Jónsson, 9.9.2011 kl. 20:37

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Magnús.

Tækninni fleygir fram.

Svona vöktun er á Tilkynningarskyldunni fyrir skip.

Ef ég skil það rétt þá verður fjandinn laus ef eitthvað merkið hættir.

Væri alveg eins hægt að hafa kerfi þar sem eitthvað lætur vita af merkjum sem ekki eru á slóðanum.

Svona búnaður kostar ekki mikið og ég vorkenni engum að leigja hann af okkur.

Bara dropi í hafið miðað við heildarkostnaðinn.

Það kostar orðið hálfa miljón eða svo að koma bíl til landsins með ferjunni.

Ég er enginn sérstakur örfokasandsverjandi.

En mér mislíkar stórlega að ýmsir útlendingar haldi að þeir megi allt hérlendis.

Viggó Jörgensson, 9.9.2011 kl. 21:45

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Viggo: Þú skautar alveg framhjá, hver á að borga vöktuninna, það kostar pen, þú veist greinilega ekki neitt um það sem þú ert að svara um hver borgar luninn þín?

Magnús Jónsson, 9.9.2011 kl. 21:58

6 identicon

Að sekta 4 ökumenn um 200.000kr. fyrir að aka utan vegar er fáránlega lág upphæð hvort sem hún er á hver einstakling fyrir sig eða alla.

Tæpar 1200 evrur er engin upphæð. Ef fólk hefur efni á að mótorhjól og kaupa farseðil til og frá Íslandi. þá eiga þeir að geta borgað í það minnsta 7-9þús. evrur, þá tala ég um hvern einstakling fyrir sig.

Íslendingar verða ahuga það að ísl. krónan er handónýtur gjaldmiðill.

Svo hefðu þeir átt að gera mótorhjólin upptæk og láta söluverðið ganga upp í þá vöktun sem þarf á þessa bjálfa.

Magnús Jónss. Það er ekkert mál að afla peninga í svona hluti eins og verndun landsins, því síðasti fávitinn er ekki fæddur ennþá.

Og spjöllin eiga að greiðast úr þeirra veski.

Þeim skal svíða, sem undir míga...

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 22:49

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Góð Jóhanna.

Viggó Jörgensson, 12.9.2011 kl. 21:43

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ha Magnús?

Var ég ekki að segja að þeir ættu að leigja af okkur búnaðinn?

Af sjálfu leiðir að innfalið í leigunni er kostnaður við vöktun.

Og segjum nú að ég viti ekkert um vöktunarmál t. d. hjá Tilkynningaskyldunni o. s. frv.

Þá kemur sú vanþekking málinu ekkert við.

Það sem ég er að segja er að þeir sem koma skuli vera vaktaðir og þeir eiga að sjálfsögðu að

greiða allan kostnaðinn af því.

Viggó Jörgensson, 12.9.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband