Kínverjar koma með sitt eigið verkafólk, tæki og búnað.

Í Svíþjóð voru Kínverjar með stórt fasteignaverkefni sem RÚV sagði frá nú nýlega.

Til að vinna verkið fluttu Kínverjar inn eigið verkafólk.

Sem var ekki á sænsku taxtakaupi.

Heimamenn fyrir austan eru verulega glámskyggnir ef þeir halda að þeir séu að komast í feit mál.

Ef þá langar til að börnin þeirra verði þrælar Kínverja.

Er einfaldara fyrir þá að flytja til Kína.

Að selja landið í heildsölu, til útlendinga, er þeim ekki siðferðilega heimilt.

Ótrúleg skammsýni.


mbl.is Óska eftir viðræðum við Huang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Vafasamir heims-eigenda-bankar eiga nú þegar stóran hluta af jörðum Íslands, og engum finnst neitt athugavert við það?

Ég mæli með þessum ágæta Kínverja umfram nafnlausa/heimsálfulausa heimsbanka-"eigendur" á Íslensku landi.

Fréttamenn á Íslandi verða að fara að kynna sér staðreyndir mála frá grunni staðreynda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2011 kl. 02:35

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Anna Sigríður.

Þeir eiga svokölluð óbein eignaréttindi.  Veð.

Það er grundvallarmunur eða að selja erlendu ríki heil eða hálf héruð.   Svona nýtt Hong Kong. 

Viggó Jörgensson, 5.9.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband