Ómar og Gísli á Uppsölum.

Ómar Ragnarsson er einn besti sonur þjóðarinnar eins og menn vita.

Aldrei hef ég skilið vegferð hans í stjórnmálum. 

Sjálfur kynnti fyrir okkur annan merkan Íslending Gísla heitinn á Uppsölum. 

Þar sá Ómar manna best við hvernig lífskjör þjóðin byggi ef hún hefði aldrei tæknivæðst.

Aldrei byggt raforkuvirkjanir, hafnir, mjólkurbú, brýr, verksmiðjur eða símamöstur. 

Aldrei lagt vegi, raflínur, flugvelli, skólpveitur, hitaveitu eða yfirleitt lagt af stað inn í nútímann. 

Gísli heitinn þurfti í raun og veru ekkert af þessu í sinni tilveru.  

Ísland er ekki Gala pagos. 

Við búum hér íslenska þjóðin.

Höfum fengið landið lánað frá forfeðrum okkar og eigum að skila því til afkomenda okkar. 

Og við eigum að ganga vel um en landið getur ekki verið ósnert. 

Við þurfum að lifa af landsins gæðum. 

Og ef við viljum ekki deila lífskjörum Gísla heitins þá þurfum við að virkja nær allt sem hagkvæmt er að virkja. 

Vonandi gröfum við einn daginn allar ál- og stálverksmiðjur og seljum raforkuna gegnum sæstreng.    

Þá gengur ekki að seljandinn sé einkaaðili og því síður Kínverska ríkið. 

Við lifum ekki af því.  


mbl.is „Því verr sem virkjunin gengur, því betra fyrir bankann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ómar er flottur hann á ekkert nema þakkir skilið frá okkur.

Sigurður Haraldsson, 4.9.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt.  

En ég skil samt ekki pólitíkina hans. 

Gerir þú það Siggi?

Viggó Jörgensson, 4.9.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband