6.6.2011 | 16:38
Taka frekar upp ný úrræði.
Reynsla Bandaríkjamanna sýnir ótvírætt að fangelsi leysa engan vanda.
Það var mjög gott skref að bjóða upp á samfélagsþjónustu í stað fangavistar, hérlendis.
Hinn dæmdi gerir þá samfélaginu uppbyggilegt gagn auk þess sem hann sjálfur, og fjölskylda, verða fyrir lágmarks skakkaföllum.
Það þarf að halda áfram á þessari braut.
Sá sem ekki getur haldið sig á réttum kili á höfuðborgarsvæðinu ætti að dæmast í þjóðþrifastörf á landsbyggðinni.
Á stað þar sem annars hefur þurft að flytja inn starfsfólk frá öðrum löndum.
Og svo öfugt.
Náttúrubarnið sem bryti af sér á landsbyggðinni yrði svo dæmdur til að starfa við þjóðþrifastörf hinu megin á landinu, kannski 101 Reykjavík.
Að sjálfu leiddi að viðkomandi yrði að vera allsgáður til jafns við samfélag sitt.
Og hafi afbrotin verið framin í áfengisvímu yrði valinn staður þar sem ekki væri hægt að kaupa sér áfengi, aðeins gos í söluskála.
Og enn mætti halda áfram á slíkri braut.
Sá sem hlyti óskilorðsbundinn dóm fyrir ölvunarakstur yrði mögulega dæmdur til að vinna með fórnarlömbum umferðarslysa, að umferðarfræðslu í skólum o. þ. h.
Fangelsismál föst í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.