SÁÁ til skammar.

Matthías Halldórsson fyrrum settur landlæknir og lengi aðstoðarlandlæknir hefur skrifað um ritalín í Læknablaðið. 

Þar segir hann að einhverjir einstaklingar selji lyfin sín. 

Og að læknar verði að taka sig saman um að koma í veg fyrir slíkt athæfi. 

En það þýðir ekki að dæma eigi þennan sjúklingahóp fyrir dópsölu eins og fjölmiðlar gefa sífellt í skyn. 

Eða segja læknanna vera snákaolíusölumenn.

En slíkur málflutningur er algerlega óásættanlegur hjá formanni samtaka sem þiggja opinber fjárframlög. 

En það þýðir heldur ekki að réttlætanlegt sé að kalla þessi lyf einu nafni læknadóp. 

Það er fjöldinn allur af sárþjáðum sjúklingum sem þurfa á morfíni að halda. 

Og þeir eru líka til sem selja morfín sem gerir ekki allan hópinn að dópsölum.  

Heilbrigðisyfirvöld hafa hins vegar tekið þessari óábyrgu umfjöllun fagnandi til þess að réttlæta frekari niðurskurð til þeirra sem síst skyldi. 

Í stað þess að vinna vinnuna sína og finna út hverjir það eru sem misnota lyfin sín.  

Á tölvuöld væri það vandalaust, væru viðkomandi færir um að ná einhverjum árangri yfirleitt. 

 


mbl.is Tilefnislaus krossferð gegn rítalíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Að gefa börnum sterkt vanabindandi lyf, Rítalín (Methylphenidate) og ýmsar tegundir af amfetamín undir því falska yfirskyni að þau hafi athyglisbrest og ofvirkni (ADD/ADHD), sem hægt er að lækna á allt annan og skilvirkari hátt án lyfja, er ofbeldi gegn börnum og ekkert betra en ólögleg dópsala. Geðlæknar, sem hafa gert samning við lyfjafyrirtækin, sem þannig geta greætt milljónir á að uppdópa börn og unglinga löglega. Sökin liggur hjá geðlæknum, sálfræðingum og lyfjafyrirtækjum. 

Che, 5.6.2011 kl. 23:40

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Viggó, maður sér þig allsstaðar að tjá þig um þessi mál, vísar m.a. í Harvard á eyjunni.  Eru einhverjar einhlítar útskýringar á því að rítalínneysla á Íslandi er sú langmesta í heiminum?  Einhverstaðar rakst á á það að Grétar Sigurbergsson hefði skrifa út 200.000 dagsskammta af rítalíni, sérðu eitthvað samhengi milli áætlaðrar tölu ADHD-sjúkra og ávísaðra dagsskammta hjá Grétari einum?  Auðvitað er SÁÁ ekki vísindastofnun EN þar vinna vísindamenn bæði í geðlækningum sem og öðrum greinum læknisfræði og það sem mér virðist þeir hafa umfram Grétar( og kannski líka þig): þeir sjá hina hliðina.  Þeir sjá fíklana og heyra sögurnar þeirra.

Ragnar Kristján Gestsson, 6.6.2011 kl. 07:52

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Ragnar Kristján og þakka þér innlitið.

Hvar get ég fengið það staðfest að við Íslendingar notum mest ritalin í heiminum?

Skýringin gæti samt verið að við eigum lækna í fremstu röð sem fylgjast vel með, og einnig eigum við heilbrigðiskerfi í fremstu röð. 

Ég reiknaði upp skammtana hjá þessum fimm læknum sem voru birtir í fjölmiðlum.  Ég sá bara ekkert athugavert.

Ekki frekar en að augnlæknar skrifi út mest af glákulyfjum og að sá sem sinnti gláku mest, skrifaði út mest. 

SÁÁ hefur ábyggilega alveg skínandi lækna sem eru að sjálfsögðu fjölfróðir um fíkniefnaneytendur. 

En Gunnar Smári er ekki einn af læknum SÁÁ, eða er hann farinn að stunda þar lækningar?

Þeir sem komast í vímu af ritalín lyfjum eru væntanlega einhverjir sem ekki eiga að vera á lyfjunum eða nota allt of stóra skammta. 

Og svo spyr ég er eitthvað af þessum lyfjum smyglað til landsins? 

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 09:44

4 Smámynd: Che

Viggó, það hefur sýnt sig að vissar aðrar aðferðir án lyfja eru mun skilvirkari gegn meintum athyglisbresti. Þannig aðferðir ganga út á það að örva heilastarfsemina á sérstakan hátt. En það þýðir meiri vinnu fyrir geðlækna og það vilja þeir auðvitað forðast eins og heitan eldinn. Það er svo auðvelt að skrifa lyfseðil; því fleiri, þess fleiri utanlandsferðir í boði lyfjafyrirtækjanna. Geðlæknarnir þurfa nefnilega aldrei að axla ábyrgð á afleiðingunum, því að þær bitna allar á unglingunum, sem ánetjast rítalíninu, foreldrum þeirra og á endanum þjóðfélaginu.

Ef ein dætra minna greindist með athyglisbrest, þá myndi ég alfarið hafna eiturlyfjaleiðinni og nota aðrar leiðir. Ég ber enga virðingu fyrir íslenzkum geðlæknum sem halda að dóp sé eina leiðin og ég ber heldur enga virðingu fyrir íslenzkum barnasálfræðingum heldur, þvert á móti.

Che, 6.6.2011 kl. 09:49

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Che

Heilastarfssemin, lífefnafræðin, lífeðlisfræðin, er öðru vísi í þessum börnum.

Þau fara ekki í vímu af þessum lyfjum þau verða nær því að verða eðlileg.

Fyrir þessa krakka eru þessi lyf þannig ekki sjálfkrafa ávanabindandi.

Þetta er nákvæmlega eins og að gefa einhverjum með sýkingu rétt sýklalyf þannig að sýkingin hjaðnar.

Ég vann einu sinni á geðdeildunum Che. Og ég þekki fullt af fólki sem vinnur þar.

Þeir sem hafa unnið þarna alla tíð eru alveg sérstakar inndælis og gæða manneskur.

Sem myndu aldrei láta neins konar misnotkun líðast og hvað þá gagnvart börnum.  

Dyttu, held ég, frekar niður dauð.   

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 09:52

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Che

Þú getur ekki búið til saltvatn nema með því að blanda saman salti og vatni. 

Þú getur ekki leiðrétt röng efnaferli í mannslíkamanum nema með því að bæta inn efnum eða gera önnur óvirk.

Það verður ekki gert með samtalsmeðferð þó að hún geti verið prýðilegur hluti af meðferðinni. 

Þá mátt ekki vera alveg svona vondur við heilbrigðisstarfsfólkið.  

Það er til fólk sem ekki vill láta gefa börnum sínum blóð þó að líf liggi við.

Það er líka til fólk sem vill ekki láta bólusetja börn sín.  Það fólk þekkir ekki þá hörmungarsjúkdóma sem bólusetningarnar fyrirbyggja.  

Það verður alltaf til fólk sem vill sigla í gefnum lífið í vímu og mun ná sér í efni til þess. 

Fyrir allmörgum árum voru þynnar mikið notaðir einnig venjulegt gas.  

Ég þekki ekki lausnina við þessu vandamáli en hún er a. m. k. ekki að sparka í þá sem verja lífi sínu til að hjálpa öðrum.      

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 10:06

7 Smámynd: Che

Viggó, ég vil benda þér á að ég er ekki einn um þessa skoðun. Það eru margir aðrir foreldrar, sem alfarið hafa hafnað ADD sem sjúkdómi og þá sérstaklega áralangri rítalínmeðferð. Börnum þessara foreldra hefur síðan vegnað vel með öðrum skilvirkari aðferðum, sem hafa engar hliðarverkanir.

Þessar samlíkingar sem þú kemur með eru út í hött og það veiztu. Virkni bólusetninga gegn smitsjúkdómum er sönnuð og gefa líkamanum færi á að verjast skæðum sjúkdómum, þar sem ekki eru til lækningar. Samt eiga foreldrar og bóluefnisþegar að hafna bóluefnum sem innihalda kvikasifur, sem er jú eitrað. Blóðgjöf á screenuðu blóði eða blóðplasma er oft nauðsynlegt og ekkert við það að athuga. Ef þú heldur að afstaða mín sé byggð á trúarbrögðum eða að ég aðhyllist skottulækningar, þá fer því víðs fjarri, þvert á móti.

"Það verður alltaf til fólk sem vill sigla í gefnum lífið í vímu og mun ná sér í efni til þess." Ekki gleyma að nefna þá foreldra sem fá rítalín handa ofvirkum börnum sínum og selja það dópistum til að drýgja tekjurnar.

Che, 6.6.2011 kl. 11:18

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Takk fyrir góðar færslur. Góður mælikvarði á hvort fólk er með ADHD, er að það fólk sækist sjaldnast eftir að misnota rítalín/consetra. En það virðist ekki vera þekking á því hjá SÁÁ-"fræðingunum"!

Í vægustu tilfellunum gagnast örugglega samtalsmeðferðir einar og sér, og eru nauðsynlegar fyrir allt fólk sem hefur þurft að þola að lifa með þessa röskun, án hjálpar og lyfja. En að fullyrða eins og sumir gera, að samtalsmeðferð dugi ein og sér í alvarlegri tilfellum er ábyrgðarlaust tal, sem gagnast ekki nokkrum manni. Þannig afneitun á þessari röskun hefur hrakið mörg ungmenni út í stjórnlausa svartamarkaðs-neyslu, og oft endað með dauða. Fólk sem tjáir sig svona um rítalín-lyfjagjöf án þess að velta fyrir sér afleiðingunum, er ekki að hjálpa börnunum.

Og að afneita ADHD hjá fullorðnu fólki sem þarf þessi lyf til að geta verið virkt í lífinu, er gífurlega dýrt fyrir samfélagið. Stór hluti af þeim sem gista fangelsin eru með ómeðhöndlað ADHD og tilheyrandi stjórnleysi, og það er kostnaður sem Gunnar Smári Egilsson og fleiri ættu að velti fyrir sér, áður en þeir halda áfram "lækningum" hjá SÁÁ-skottulækningastöðinni, sem byggir meðferðina á AA-trúarbrögðum, en ekki faglegum vinnubrögðum vandaðra lækna!

Merkilegt hvernig fáfróðir og vanhæfir einstaklingar hafa valist til að tala niður gagnsemi rítalín lyfja umfram önnur lyf? Það er eins og takmark SÁÁ sé að sem fæstir ADHD-sjúklingar fái reglu á heilastarfsemina og minnki afbrot og óreglu! Þá gæti orðið atvinnuleysi á afeitrunar-trúarbragða-meðferðarstöðinni SÁÁ? Orri Harðarson skrifaði góða bók, Alkasamfélagið, sem lýsir á mjög réttan hátt hvernig trúarbragða-meðferðin hjá SÁÁ er í raun!

Ætlar Gunnar Smári ekki að banna hjartalyf líka? Er ekki hægt að misnota þau og komast í vímu? Það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að hjá þessum Gunnari Smára, að tjá sig á svo ábyrgðarlausan hátt um þessi lyf, sem bitnar á sjúku fólki! Er ekki bara hægt að byrja á að taka lyfin af hjartasjúklingum og setja þá bara í megrun eða einhverja aðra meðferð? Þetta er dæmisaga og samlíking sem allir skilja að gengi aldrei! 

Umræðan um lyfjamisnotkun er tekin úr öllu raunveruleika-samhengi af fjölmiðlum og fréttablöðum þessa lands, og er fjölmiðla og blaðamanna-stétt til skammar, ásamt SÁÁ! Og landlæknir lætur þessa áróðurs-fjölmiðlun viðgangast, sem setur hann í það ljós að hann sé vanhæfur landlæknir, sem lætur trúarbragða-"fræðinga" SÁÁ-klíkunnar komast upp með svona marklausa áróðurs-herferð, sem hjálpar engum en skaðar þá sem síst skyldi!

Það á að samtengja sjúklinga og lyfjaskrár strax, og hætta þessum lyga-áróðri, sem verndar einungis óheiðarlega lækna á kostnað vandaðra og hæfra lækna og sjúklinga. Líf margra liggur við, og óafsakanlegt að ekki skuli vera búið að samtengja skrárnar fyrir löngu!

Kann landlæknir kannski ekki á tölvu? Eða ræður landlæknir engu öðru en því hvernig hann eyðir laununum sínum? Er skrýtið að maður spyrji?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2011 kl. 12:13

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Che.

Ég reikna með að kannski allir foreldrar óskuðu sér að börnin þeirra væru án lyfja.  

En börn geta verið misjafnlega staðsett á ADHD rófinu.

Náist árangur án lyfja, er það gott, en segir mér bara að þau börn hafi ekki skorað hátt í greiningunni.

Allir skora eitthvað á ADHD rófinu, en að vera undir 30 telst eðlilegt.

Og það er einnig þannig um marga aðra sjúkdóma af þessu tagi.

Þannig telst það eðlilegt að maður sé þunglyndur eftir að hafa misst einhvern nákominn, það er einnig kallað sorg.

Það telst ekki sjúklegt þunglyndi fyrr en það er byrjað að trufla líf viðkomandi.

Að hann geti alls ekki sofið, hætti að mæta í vinnu eða skóla, hvað þá ef viðkomandi leggst hreinlega í rúmið.

Bóluefnin hérlendis hafa verið vel valin og að ýmsu gætt, t. d. áður fyrr af Margréti Guðnadóttur cand. med., veirufræðingi, prof. emeritus.

Er þér kunnugt um að það hafi verið kvikasilfur í bóluefni hérlendis?

Ég hefði veðjað á að þú værir trúlaus þannig að það hefði aldrei hvarflað að mér að telja þig einhvers konar trúarkreddumann.

Þessa fáu einstaklinga sem eru að misnota lyfin sín, eða barna sinna, á bara að finna og skrúfa fyrir þann leka. Og ef einhver persónuverndarákvæði standa því í vegi, á bara að afnema þau.

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 12:26

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Anna Sigríður

Ég þekki ekkert til innviða SÁÁ.

Ég sé á heimasíðu þeirra að þar starfa fjórir læknar: 

Þórarinn Tyrfingsson, læknir, eins og flestum er kunnugt. 

Guðbjörn Ómar Björnsson, sérfræðingur í lyflækningum og öldrunarlækningum. 

Sverrir Jónsson, sérfræðingur í heimilislækningum. 

Valgerður Árný Rúnarsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum. 

Þessir læknar hafa svo sjálfir sérhæft sig í meðferð þeirra sem eru fíknir í áfengi og önnur efni. 

En umfram það hafa þessir læknar ekki fengist við geðlækningar nema sem læknanemar og aðstoðarlæknar.

Þeir eru ekki sérfræðingar í geðlækningum. 

En ég efast ekkert um að þarna fari fram ágætt starf sem samfélaginu ber að þakka betur en gert er. 

Og ég fagna því ef Guðstrú nýtist sem meðferðarúrræði og getur gefið einhverjum hald og traust.

Og þó að við séum ósátt við ummæli formannsins hjá SÁÁ megum við ekki hrapa í sömu ógæfu og hann.  

Við eigum að styrkja SÁÁ sem mest við megum, bæði í orði og verki.  

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 12:53

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þess má svo geta að Valgerður Árný Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ

er varaformaður Birnu Jónsdóttur í stjórn Læknafélagsins. 

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 13:01

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Vandamálið er að SÁÁ nær ekki að hjálpa nema broti af þeim sem þangað leita, og þess vegna er starfið einungis gott fyrir þá fáu sem ekki þurfa að fara aftur og aftur með tilheyrandi andlegu niðurbroti, vegna þess að trúarbrögð AA-hjálpa ekki ADHD-sjúklingum.

Þar með er þessi svikni hópur útskúfaður af samfélaginu, sem leiðir til enn fleiri sjúkdóma, óreglu og afbrota. Fangelsisvist er víst ekki alveg ókeypis, til að hýsa þessa útskúfuðu sjúklinga sem fá þann stimpil frá SÁÁ, að þeir séu aumingjar, ef þeir ná ekki að láta AA-trúarbrögðin lækna sig.

Og svona trúar-aðferðir við að lækna fólk, þurfa ekki heila sjúkrastofnun, fyrir sanntrúað hugarfar. Það væri nær að þjóðkirkjan sæi um slík mál, nóg er af kirkjum á Íslandi. 

Fólk verður að kynna sér hvernig starfsemin hjá SÁÁ er, áður en það metur þessa stofnun sem þarfa og faglega stofnun, sem hjálpar þó bara sumum af sínum sjúklingum, og útskúfar öðrum frá samfélaginu, með stimpilinn aumingi, fyrir að læknast ekki af guðsorði og þunglyndislyfjum einum og sér.

Það er fá úrræði fyrir þá sviknu, og verst settu ADHD-sjúklinga, nema fangelsin og undirheimarnir, ef Grétar Sigurbergsson kemst ekki yfir að hjálpa þeim öllum. Fólk má ekki loka augunum fyrir þeirri staðreynd.

Ég er ekki að gagnrýna SÁÁ til að klekkja á einhverjum, heldur vekja fólk til umhugsunar um hvernig þessum málum er í raun háttað hjá þessari stofnun.

Hvers vegna beita þeir Gunnar Smári Egilsson og Þórarinn Tyrfingsson sér ekki fyrir að samtengja sjúkra og lyfjaskrár? Er eitthvað skrýtið að maður krefjist þess að þessir menn hætti að afvegaleiða umræðuna um lyfjamisnotkun, í staðinn fyrir að leysa vandann á réttu stöðunum?

Hver er ábyrgð landlæknis á að sjúkra og lyfjaskrár séu enn árið 2011 ósamtengdar, og hvað drepur það marga?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2011 kl. 13:32

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl aftur Anna Sigríður.

Í gangfræðaskóla fékk ég áhuga á fíkniefnavörnum og tók þátt í að gefa út blað um þær er dreift var í framhaldsskólanna. 

Ég sat einnig allmarga fundi og ráðstefnur um þessi mál. 

Á þeim árum var Jóhannes Bergsveinsson geðlæknir, aðalfræðarinn á þessu sviði.  

En að þessu slepptu þá veit ég nær ekkert um áfengisvarnamál eða meðferð á áfengissjúklingum eða þeirra sem nota önnur efni.   

Ég geri enga kröfu til SÁÁ um að þeir meðhöndli ADAH, það eiga geðlæknar að gera að undangengnum rannsóknum. 

Og það eru fleiri geðlæknar en Grétar sem sinna þeim málum.  ADAH samtökin geta væntanlega bent mönnum á þá. 

Hins vegar væri það afskorið ef læknarnir hjá SÁÁ væru að afneita þessum sjúkdómsvöldum.  Veistu til þess?   

Ef einhver þjáist af áfengissýki, þunglyndi og ADAH eru líkur á því að ADAH valdi áfengissýkinni og þunglyndinu. 

Það þarf þá vitanlega að meðhöndla allt þetta þrennt. 

SÁÁ meðhöndlar að minnstra kosti áfengissýkina og svo geðlæknar þunglyndið og ADAH. 

Það er ekki hægt að kenna almennum samtökum um eitthvað sem fer afvega við eftirlit með lyfjamálum.  

Best gæti ég trúað að allt of miklar reglur um persónuvernd séu þar að þvælast fyrir.

Þær reglur eru löngu komnar á það stig að nýtast afbrotafólki best. 

Það er stjórnvalda í þessu landi að beita þeim ráðum sem duga. 

Ef þau eru þá fær um að taka á nokkru máli yfirleitt. 

Nema að sparka í þá sem liggja best við. 

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 14:13

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Anna Sigríður 

Svona okkar á milli þá tel ég þennan Gunnar Smára hafa hlaupið fram í málinu, út af talsverðri hvatvísi

Vegna athyglisbrests hefur hann ekki náð að kynna sér viðurkennda lyfjameðferð á fullorðum með ADHD.

Svo sýnir ferill mannsins að hann er ofvirkur í besta lagi.    

Þeir sem hafa prýðilegan skammt af öllu þessu eru með fyrirbæri sem er kallað ADHD.  

Ég er búinn að fyrirgefa Gunnari Smára Egilssyni. 

Viggó Jörgensson, 6.6.2011 kl. 14:47

15 Smámynd: Che

Anna Sigríður, ég veit ekki hvort það var sneið til mín þegar þú talaðir um að samtalsmeðferð væri tilgangslaus, því að það var ekki það sem ég átti við heldur aðrar aðferðir, sem innibera sértæka vitsmunalega og líkamlega þjálfun samtímis. Þeir sem hafa reynt þá aðferð vitna um að hún gefi góðan árangur, alveg án þess að börnin fái speed. Einhver á öðru bloggi hefur nefnt, að ADHD án meðferðar valdi eiturlyfjanotkunar síðar meir og setti samasemmerki á milli. Það eru ýkjur. Það getur verið, að sumum vegni það illa í lífinu, að þeir leiti á náðir eiturlyfja, en það er ekkert lögmál. Það er nærtækara að ætla að börn og unglingar, sem fá rítalín daglega árum saman verði svo háðir því að þeir geti ekki hætt. Rítalín, amfetamín, crack og kókaín virka þannig að neytandinn er einbeittari, skarpur og hörkuduglegur meðan áhrifin vara, en síðan kemur cold turkey og verður sem áður og þá þarf annan skammt osfrv. Þetta gerist þegar rítalín (eða amfetamín) er undirstaða meðferðarinnar og lítið annað sem örvar. Vanabindingin kemur snemma. Á þessari síðu hér er saga foreldra um dauðsfall sonar sem orsakaðist af rítalín sem hann fékk við ADHD, vel þess virði að lesa. Þar kemur líka fram að það hafa orðið 186 dauðsföll vegna notkunar á rítalíni milli 1990 og 2000 sem voru tilkynnt til FDA MedWatch, en að sá fjöldi tilkynninga sé einungis 10%-20% af öllum raunverulegum tilfellum. Þannig að þeir sem segja, að rítalín sé alveg skaðlaust eru að breiða yfir sannleikann.

Varðandi bóluefni: Ég veit að það hefur verið notað kvikasilfur í sumt bóluefni hérlendis, það hef ég fengið upplýst. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar biðji skólahjúkrunarfræðinga sérstaklega um að regluleg, nauðsynleg bólusetning (di-te-pol, MMR, meningitis o.fl.) verði framkvæmd með bóluefni sem ekki inniheldur kvikasilfur (sem á að virka sem hvati, en hefur í sumum tilfellum valdið heilaskaða á mjög ungum börnum). Þetta er önnur umræða en um gott og slæmt bóluefni sem tengist því hvort vírusinn í bóluefninu sé passífur eða aktífur. Í síðarnefndu tilfellinu veikist barnið af bólusetningunni. Ég geri ráð fyrir því að það sé nægilegt gæðaeftirlit með þessu, þótt framleiðendur reikni með vissri áhættu, sem ætti auðvitað að vera núll, annað er ósættanlegt.

Che, 6.6.2011 kl. 20:24

16 identicon

Þetta ætla ég að skrifa til Che.

Nú er ég þessi svokallaði sjúklingur með ADHD og tek Rítalín að staðaldri og þú nefnir að þetta lyf sé ávanabindandi og fólk eigi bara alls ekki að taka þetta og alls ekki gefa börnum þetta. Núna er ég búinn að taka Rítalín í mörg ár og þegar ég var búinn að vera að taka þetta í eitt og hálft ár þá fannst mér ég vera búinn að ná það góðum tökum á lífi mínu að ég hætti að taka Rítalín og hætti því í meira en ár og fannst mér það ekkert mál að hætta að taka það, eina ástæðan að ég fór aftur að taka það var vegna þess að fólk í kringum mig fann breytinguna s.s einbeitingarleysið í vinnunni varð meira gleymdi oft hlutum sem fóru í taugarnar á maka og var það þannig að fólkið í kringum mig fann langmestu breytinguna á mér eftir að ég hætti að taka Rítalínið.

Svo hættu að setja þig á háan hest að tala niður til fólks sem tekur Rítalín og talar eins og fólk sem gefur börnunum sínum sem eru með ADHD Rítalín eins og það séu slæmir foreldrar og það séu til aðrar lausnir og blablabla.

Kynntu þér allar hliðar á málum og kynntu þér hvernig Rítalín virkar á fólk með ADHD áður en þú talar um vímu og annað bull. Því fólk sem er með ADHD og tekur rítalín verður ekki eitthvað duglegra eða skarpara eða fer í vímu við það að taka Rítalín. Fólk með ADHD sem tekur Rítalín verður rólegra á auðveldara með að halda einbeitningu getur setið kjurt og annað þvíumlíkt sem fólk eins og þú tekur sem sjálfsögðum hlut og það er gersamlega óþolandi þegar fólk eins og þú setur þig á háan hest og þú veist allt betur en þeir sem standa í þessu.

Það væri álíka vitlaust að ég færi að tjá mig um SÁÁ og áfengisvandamál Íslands, því ég veit akkurat ekkert um það mál og enginn sem stendur mér nærri á við áfengisvandamál að stríða þannig að það væri óábyrgt og vitlaust af mér að tjá mig um það eins og þú tjáir þig um ADHD.

hjörleifur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:32

17 Smámynd: Che

Það sem þú skrifar, Hjörleifur, styður nákvæmlega það sem ég skrifaði. Um leið og þú hættir að taka rítalínið, þá verður allt eins og áður. Einbeitinguna færðu ekki aftur fyrr en þú ferð svo að taka lyfið aftur.

Og svo talaði ég ekki niður til þín, ég var bara að benda á, að lyfjagjöf af rítalín getur ekki orðið langtímalausn, því að lyfið læknar ekki orsökina eins og þú sjálfur staðfestir.

Che, 6.6.2011 kl. 23:36

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Che

En er ekki fullt af fólki á lyfjum ævilangt, þó að lækning sé í sjónmáli? 

S. s. við gláku, sykursýki, flogaveiki, MS, háum blóðþrýstingi, hárri blóðfitu o. s. frv. 

Verður ekki bara að hafa það að ADHD fólk sé á þeim lyfjum ævilangt úr því að þau hjálpa fólki að hámarka lífsgæði sín? 

Viggó Jörgensson, 7.6.2011 kl. 00:28

19 Smámynd: Che

Sumt af þessu er hægt að lækna (t.d. gláku með skurðaðgerð/ígræðslu. Vissulega eru ekki tekin lyf við gláku!) annað ekki. Ég veit ekki til að það sé enn hægt að lækna sykursýki 1 en lyf sem bæta líf MS-sjúklinga eru vissulega komin á markað, þótt það sé af óskiljanlegum ástæðum aðeins gefið fáum. En það er ekki sambærilegt. Ef hægt væri að lækna MS varanlega án lyfja og hjálpartækja, og ef það væri hægt að lækna sykursýki 1, þá er ég 100% viss um að sjúklingar myndu vilja það frekar en að vera á lyfjum eða sprauta sig daglega með insúlíni. Það er líka það sem er mitt point, að það eru til aðrar betri aðferðir til að meðhöndla athyglisbrest en með geðlyfjum.

Hins vegar eru óhefðbundnar (alternative) lækningar ekki velséðar af hinu opinbera, sem veigrar sér við að niðurgreiða þótt það virki í mörgum tilfellum (sjáið bara hvað langan tíma það tók áður en nálastunguaðferðin var viðurkennd sem lækningaaðferð á Vesturlöndum). Einstaklingar, sem ekki eru efnaðir eiga þá erfitt um vik við að afla fjármuna til þannig óhefðbundinna meðferða/aðgerða. Hið opinbera kerfi (og lyfjafyrirtækin) vilja helzt hafa alla sjúklinga á lyfjum allan tímann við hverju sem er. Það finnst TR og læknum eðlilegasti hlutur!

Í greinum sem ég hef lesið á netinu um ADHD og rítalín, þá virkar það alveg eins á athyglisbrostna/ofvirka og það virkar á venjulegt fólk. Þannig að ef ég færi að taka rítalín eða speed til að hámarka lífsgæði mín, þá myndi mér örugglega líða betur og kannski komast upp úr hyldýpi þunglyndisins. Og gæti einbeitt mér betur og fundizt ég geta gert ýmislegt sem ég hafi ekki getað áður. En ég vil það ekki. Bæði vegna þeirra hliðarverkana sem svona geðlyf hafa (svefnleysi, aukinn blóðþrýstingur o.fl.), og vegna þess að þegar ég mundi hætta að taka þessi lyf, þá myndi ég hrapa ég niður í hyldýpið aftur. Þetta á líka við þá sem hafa athyglisbrest, eins og Hjörleifur hefur einmitt staðfest: Hættu að taka lyfið og allt verður eins og áður. Enginn læknast. Ekki fyrr en aðrar aðferðir eru notaðar í staðinn fyrir lyfin.

Að ætla að lækna athyglisbrest með rítalíni er eins og að ætla sér að lækna litblindu með LSD. Til að viðhalda áhrifunum, þá neyðist fólk til að halda áfram að taka lyfin reglulega árum og áratugum saman. Það er ekki gott til lengdar, þótt skammtímaáhrifin geti gert einstaklingum kleift að komast í gegnum daglegt líf til skamms tíma. En eins og ég hef skrifað áður: Lækning er betri en lyf, sem fela einkennin.

En nú held ég að ég láti þessar athugasemdir nægja. Aðrir verða líka að komast að.

Che, 7.6.2011 kl. 01:21

20 Smámynd: Che

Og þótt það komi efninu ekki beint við, þá vil ég nefna, að tregða og óbilgirni lækna hafa stundum stefnt lífi barna í bráða hættu. Ég mun skrifa dæmi um slíkt á öðrum stað.

Che, 7.6.2011 kl. 01:25

21 identicon

Bíddu aukaverkanir af því að taka Rítalín segir þú vera svefnleysi. Og þú segir að rítalín virki alveg eins á fólk með ADHD og venjulegt fólk ? Rítalín er amfetamín skylt lyf og eins og þú vilt kalla það speed þá virkar það þannig á venjulegt fólk að það verður svakalega virkt og getur áorkað meiru en áður s.s en allavegna virkar það alls ekki þannig á mig það róar mig ég hef aldrei á ævi minni sofið eins vel, get klárað hluti sem ég byrja á og margt fleira en það virkar alls ekki þannig á mig að ég verði svakalega virkur heldur róar lyfið mig niður og ef þú heldur því fram að rítalín róar líka niður fólk sem er ekki með ADHD. Þú getur horft á þetta svona ég t.d þegar ég fékk greininguna þá tók ég t.d próf sem mælir ADHD í fólki og fékk úr því prófi 98 af 100 í athyglisbrest og 97 af 100 í ofvirkni, en þess má geta að prófið er þannig að ef þú færð undir 93 þá ertu líklega ekki með ADHD og ef þú skorar 93-97 þá þyrfti að skoða þetta betur og ef þú skorar yfir 97 þá er ADHD svokallaður stjórnvaldur að þínu lífi og þannig hefur þetta einfaldlega verið allt mitt líf eða þangað til ég fór að taka þessi lyf. Þú segir að margar aðrar leiðir séu til og lækning sé til við ADHD, geturðu frætt mig betur um þetta þar sem ég hef bara einfaldlega ekki heyrt þetta áður. Þekki nokkuð marga með ADHD og sumir komast af án þess að taka lyfin en aðrir ekki en aldrei hef ég heyrt nokkurn af þessum aðilum tala um lækningu við ADHD.

hjörleifur (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 07:16

22 Smámynd: Che

Hjörleifur: Ef þú ferð inn á þessa leitarsíðu, þá sérðu ríkt úrval af heimildum sem fjalla um meðferð athyglisbrests án lyfja (adhd, non-drug treatment). Þótt það sé fróðlegt, að lesa þær allar, eru þær mismunandi og verður að lesa með gagnrýnum huga. Ein af heimildunum er safn af heimildum og fréttagreinum um meðferð án lyfja (sjá hér). En þær sýna, að rítalínmeðferð ein sér læknar ekkert. Einnig er breytt mataræði ekki nóg þar eð orsakir ADHD og ADD (ofvirkni/athyglisbrests) eru af taugafræðilegri röskun í heila (sjá hér) og/eða af genetískum toga (sjá hér), sem leiðir af sér atferlisröskun, en atferlisröskun er ekki orsökin. Lyf geta aðeins falið einkennin. Allt of margir geðlæknar stimpla börn ("greina") með athyglisbrest og ofvirkni, stundum án þess að gera neina rannsókn á barninu fyrst, og skrifa svo lyfseðla upp á skammta af rítalín eins og á færibandi. Það er sagt að dagleg inntaka af Omega-3 sýrum hjálpi við einbeitingu, en það er mjög seinvirkt og er of seint að byrja að taka við 10 ára aldur gegn athyglisbresti. Til að koma í veg fyrir notkun á rítalíni og speed, hafa önnur lyf verið þróuð. Á þessari síðu er fjallað um lyf, atomoxetine (Strattera), sem er ekki speed og sem getur leyst rítalín af hólmi. Þetta var sett á markað markað ytra fyrir tveimur árum.

Meðferðirnar sem ég hafði í huga, eru þar sem heilinn er örvaður á sérstakan hátt án lyfja. Ein heimildin sýndi myndskeið af hvernig ein af þessum aðferðum, sem virtist leysa vandamál með ADHD sá ég fyrir tveimur mánuðum, en finn ekki núna. Vertu líka varkár með að hlaða niður hlutum sem eru ekki örugg, amk. ein síðan er merkt hjá mér með aðvörun. Og treystu aðeins staðhæfingum sem eru studdar af öðrum rannsóknum. Í sambandi við meðferð á ADHD á aðeins að treysta þeim sem eru sérfræðingar í heila - og taugalækningum og hafa víðtæka starfsreynslu og þekkingu. Ekki skottulæknum með sérhagsmuni, sem dæla út lyfseðlum á rítalíni án þess einu sinni að hugsa sig um.

Vandamálið með allar þessar meðferðir, er að sjúklingurinn/aðstandendur greiða fullan kostnað. Á Íslandi er ekki boðið upp á neitt svona, svo ég viti, en þar eð ég hef ákveðin pesrónulega hagsmuna í að gæta (hjálpa fjölskyldu sem ég þekki að komast hjá því að ein dóttirin verði stimpluð og sett á sterk geðlyf, sem er slæmur kostur, ef annað býðst. Og ég mun í samvinnu við fjölskylduna halda áfram leita upplýsinga og leita annarra leiða, þótt ég sé bara leikmaður. En eins og ég sagði áður, þá þarf fólk að vera vel fjáð til að hafa efni á því að fara til útlanda og greiða fleiri hundruð þúsund krónnur fyrir meðferð. Á Íslandi er þó starfandi félag í Hafnarfirði sem notar sérstakar aðferðir til að lækna lesblindu, sem oft er fylgifiskur athyglisbrests og sú meðferð kostar 150 þúsund. Við erum að yfirvega að nota þá þjónustu til að sjá hvort það komi spin-off í sambandi við athyglisbrest. Við viljum prófa allt til að forðast rítalín og amfetamín.

Íslenzka ríkið ætti að niðurgreiða viðurkenndar aðferðir án lyfja, en á meðan geðlæknarnir fá greitt umbun frá lyfjafyrirtækjunum, þá er og verður tryggingakerfið íhaldssamt og ósveigjanlegt.

Ég er ekki að halda því fram, að öll geðlyf séu slæm. Þegar engin varanleg ótvíræð lækning er fundin, þótt menn þekki orsakirnar þá hjálpa lyfin sjúklingum með að komast í gegnum daglegt líf sem annars væri alls ómögulegt (eins og t.d. fólki með geðklofa). 

Varðandi hliðarverkanir  og vanabindingu má á þessari síðu: http://healthysource.com/attentiondeficitdisorder.html  sjá eftirfarandi klausur:

1. "WELL-KNOWN DOWNSIDES OF RITALIN: RITALIN is derived from the same family as cocaine RITALIN lasts only four hours RITALIN treats only some of the symptoms of ADD RITALIN provides superficial healing, does not treat the root of the problem RITALIN can cause side effects such as appetite loss, anxiety, insomnia, tics, headaches, stomach aches RITALIN use is responsible for causing children to begin a habit of taking drugs RITALIN may need to be taken over entire life span."

2. "The Drug Enforcement Administration (DEA) classifies methylphenidate (the generic name for Ritalin) and amphetamine (Dexedrine and Adderall) in the same Schedule II category as methamphetamine, cocaine, and the most potent opiates and barbiturates. Schedule II includes only those drugs with the very highest potential for addiction and abuse."

En ef þú hefur ekki áhuga á þessu sem ég skrifa vegna þess að þú ert sáttur og átt þér hamingjuríkt líf, þá óska ég þér góðs farnaðar. Þetta sem ég hef skrifað er einungis mín skoðun og til upplýsinga, en er ekki að reyna að troða neinu upp á neinn.

Che, 7.6.2011 kl. 14:57

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakkir fyrir þessi skoðanaskipti Che og Hjörleifur.

En þetta með glákuna Che.

Síðast þegar ég vissi skemmir gláka sjónina vegna þess að vökvaþrýstingur verður of hár í auganu.

Vegna þess að himnurnar utan um augað missa hluta af þeim eiginleika að hleypa vökva út úr auganu.

Fyrsta meðferð eru lyf; augndropar sem hjálpa augnhimnunum að hleypa vökva í gegnum þær

til að minnka vökvaþrýstinginn.

Ef að þessi aðferð hættir að halda þrýstingnum niðri

þá

er gripið til skurðaðgerðar þar sem settur er ventill í augað sem hleypir út vökva.

Slík skurðaðgerð er mikið inngrip sem ekki er gripið til fyrr en lyfin duga ekki.

Hefurðu heimildir fyrir því að þetta hafi breytst?

Viggó Jörgensson, 7.6.2011 kl. 19:52

24 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo hefur það dottið upp fyrir í þessari umræðu. 

Það sem Landlæknir nefndi í Kastljósi. 

Að fullorðnir fá Conserta en ekki Ritalín.

Og að Conserta sé langvirkandi og ekki heppilegt til að komast í snögga vímu. 

Þetta leiða auðvitað sjónvarpsmenn hjá sér af því að það hentar ekki þeirri niðurstöðu sem þeir voru búnir að ákveða fyrirfram. 

Viggó Jörgensson, 7.6.2011 kl. 19:55

25 Smámynd: Che

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar um gláku, Viggó. I stand corrected.

Che, 7.6.2011 kl. 20:45

26 identicon

Þakka þessar upplýsingar Che og finnst mér mikið spennandi að lesa mér til um þetta, er nú ekki búinn að lesa þetta allt sem þú vitnaðir í en ég hef ekki ennþá fundið neina lækningu við ADHD í þessum greinum og þætti mér líka allsvakalega skrítið ef það væri komin lækning við ADHD án lyfja án þess að allir vissu af því, allar þessar greinar miða að því að halda einkennum niðri og finnst það frábært ef fólk hefur þann sjálfsaga og peninga til þess að geta farið í svona meðferðir en stærsta vandamálið sem ég sé í allri þessari umræðu er að fólk vill ekki viðurkenna að rítalín eða concerta hjálpar alveg helling af fólki og ætti alls ekki að vera með þessa umræðu á þeim nótum eins og verið hefur að þessi lyf séu dóp og ávanabindandi og virki alveg eins á venjulegt fólk og fólk með ADHD og fleira því þau gera það einfaldlega alls ekki. Flest fólk sem er með ADHD er á svokölluðum fóðurtöflum og þau gefa alls enga vímu eða rush eins og speed sem þú nefnir svo oft. Þessi lyf hjálpa helling af fólki og ætti umræðan um þessi lyf að vera á sama plani og lyf við ýmsum öðrum kvillum eins og þunglyndi og öðru þvíumlíku.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 08:54

27 Smámynd: Che

OK, Hjörleifur. Ég viðurkenni, að þú veizt meira um áhrif rítalíns en ég. Sjálfur þjáist ég af miklu þunglyndi, en tek ekki lyf við því af vissum ástæðum. Ein ástæðan er að ef geðlyf virkar, þá er ég hræddur um að hrapa niður í þunglyndið aftur ef ég hætti að taka lyfið og verða þannig háður því árum saman. Þess vegna leita ég annarra leiða.

Þótt ekki sé hægt að líkja saman verkjalyfjum og geðlyfjum beint, þá vill fólk sem neyðist til að taka sterk verkjalyf (t.d. með morfíni) daglega, ekki hætta að taka þau, því að annars koma verkirnir aftur, ef orsökin hefur ekki verið fjarlægð. Þetta er sérstaklega bagalegt ef skammtarnir verða að aukast smám saman.

Ég hef aldrei efazt um að rítalín virkar. En það er mín skoðun, að læknastéttin og  ætti að vera opin fyrir rannsóknum sem leiða til lækninga á ADHD og ekki vísa öllum þannig rannsóknum á bug og hið opinbera ætti að vera opið fyrir að niðurgreiða aðganga að meðhöndlun án lyfja, sem hefur reynzt vel. T.d. þeim sem innibera kerfisbundna örvun á heilasvæðum án lyfja. Samt er nauðsynlegt, að sú meðferð skili varanlegri lækningu án þess að skjólstæðingurinn þurfi að fara reglulega (t.d. oftar en vikulega) í meðferð. Því að þá er lítið unnið við það.

Það hefur sýnt sig, að suma sjúkdóma og fötlun er hægt að lækna með örvun ákveðinna heilasvæða með vægum rafstraumi (nokkur volt). Það er eitthvað sem enga hafði órað fyrir áður. Þetta hefur sýnt sig að virka m.a. á alvarlegt þunglyndi og skjálfta á höndum. Lausnin hefur verið að gera sjuklingunum kleift að hafa á sér búnað þannig að þeir geti með batteríum sent rafpúlsa til ígræddra elektróðna. Hvort það verði hægt í framtíðinni gegn ADHD veit ég ekki, en varanleg lækning er þetta heldur ekki.

Til þess að lækna t.d. athyglisbrest og ofvirkni þarf heilinn að breytast, þ.e. örvunin þarf smáma saman að gera heilanum kleift að "laga sig" sjálfur. Eins og þú veizt, þá er mannsheilinn mjög meðfærilegt líffæri. Virkni taugaboða og efnaskipta í heilanum hafa hæfileika til að breytast með réttri meðferð á ákveðnum svæðum heilans.  Þetta er bæði hægt að nota til góðs og ills. Góðs: til lækninga á geð- og taugasjúkdómum og heilaskemmdum. Ills: þegar um kerfisbundinn heilaþvott er að ræða. Klínískar rannsóknir á heilanum og taugakerfinu eiga enn eftir að leiða margt í ljós. 

Che, 8.6.2011 kl. 12:07

28 Smámynd: Che

Með "meðfærilegt líffæri" átti ég að sjálfsögðu ekki við merkinguna "auðvelt að meðhöndla", heldur í merkingunni "viðkvæmt (sensitive) fyrir utanaðkomandi áhrifum".

Che, 8.6.2011 kl. 12:12

29 Smámynd: Viggó Jörgensson

Í dag 9. júní 2011 ritar Gunnar Smári grein í Fréttablaðið.

Og nú viðurkennir hann að fullorðnir geti verið með ADHD. Að vísu með semingi. Að þetta séu ekki gegnheill vísindi.

En þetta sem hann kallaði snákaolíusölu hinn daginn eru vísindi þó.

En Gunnar Smári mætti rifja upp að, sjúkdómsgreiningin áfengissýki eru heldur ekki gegnheilli vísindi en ADHD.

Sæmilega sanngjarn fólk efast þó ekkert um að þetta séu sjúkdómar og sjúkdómseinkenni.

Bæði ADHD og áfengissýki.

Enn leiðir Gunnar Smári hjá sér að fullornum er gefið lyfið methylphenidate í langverkandi forðaútgáfu sem heitir Conserta.

Langverkandi forðaútgáfur af lyfinu vilja fíklar ekki sprauta sig með.

Langverkandi útgáfan fyrir börn heitir Ritalín Uno.

Það sem sprautufíklar vilja er skammverkandi venjulegt Ritalín sem gefur mikla virkni samstundis,

sé lyfinu sprautað í æð. Þessi útgáfa af Ritalín er ávísað á börn ekki fullorðna.

Gunnar Smári afsakar sig með röntgenlækninum sem er formaður Læknafélagins.

Og einhverjum fíknlækni sem er ekki geðlæknir.

En skyldilega er Gunnar Smári aftur á valdi hvatvísinar.

Hann fer að senda geðlækninum Sigurði Erni Hektorssyni tóninn.

Sigurður Örn Hektorsson hefur líka starfað á Vogi.

En Gunnar Smári segir þennan prúða lækni vera með útúrsnúninga.

Og kvartar svo yfir umræðuhefðinni á Íslandi.

En sér ekki neina sök á henni hjá sjálfum sér.

Að hann hafi borið sómamenn nánast glæpsamlegum sökum.

Og kvartar svo yfir að þeir vilji ekki vinna með SÁÁ.

Viggó Jörgensson, 9.6.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband