Í fæðubótarefnum?

Það er mestu ólíkindum hvað fólk er viljugt að neyta alls konar fæðubótarefna af óljósum uppruna.

Og með fullri virðingu þá sýnist mér konur vera duglegri en karlar að sinna slíkum hollustumálum.

Sýkillinn gæti þess vegna verið úr einhverju slíku. 

Klaufdýr s. s. hreindýr, nautgripir og svín geta borið sýkilinn í saur sínum. 

Sé einhver planta ræktuð þar sem sýktur húsdýraáburður er nýttur er voðinn vís.

Slíkt mál kom upp í Marokkó árið 1998 þar sem nýtt var skólpvatn til áveitu við ræktun. 

Það má ekki miklu muna í þessum málaflokki. 

Þessi óþvera baktería getur, auk þess að valda sýkingu í þörmum með blóðugum niðurgangi, einnig valdið sýkingu í nýrum með blóði í þvagi. 

Einkennin eru einnig verkir í kviðarholi en geta einnig verið bakverkur, uppköst og hiti.

Börn fimm ára og yngri, fólk með ónæmisbælingu og eldri borgarar eru sérstaklega útsettir. 

Auk þess að skola grænmeti vel er hægt að bregða því ofan í sjóðandi vatn, vilji menn vera á öruggari endanum.   

 

   


mbl.is Uppruninn í mataræði kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband